31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júlí 2018 10:56 Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. Vísir/AP 31 lét lífið í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan. Þá eru aðrir 30 særðir, sumir alvarlega, og óttast er að tala látinna muni hækka. Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Fimm lögregluþjónar og tvö börn eru á meðal hinna látnu. Sprengjuárásin átti sér stað fyrir utan kjörstað í útjaðri Quetta, höfuðborg Balochistan, fátækasta héraði í Pakistan. Hashim Ghilzai, embættismaður í Quetta, segir í samtali við Sky news, að árásarmaðurinn hafi í fyrstu reynt að komast inn á kjörstað en þegar lögreglan hamlaði för hans hafi hann sprengt sig í loft upp. Fréttaritari Sky news í Pakistan, Alistair Bunkall, segir að árásin sé tilraun til að trufla þingkosningarnar í landinu sem nú einkennast af hálfgerðu upplausnarástandi. „Þetta hefur verið blóðug kosningabarátta,“ segir Bunkall. Sprengjuárásin hafi verið í það minnsta sú þriðja í landinu síðan kosningabaráttan hófst. Öryggisgæsla hefur verið hert á kjörstöðum en um hálf milljón lögreglumanna hafa verið ræstir út til að gæta að öryggi kjósenda.Fyrrverandi Krikketstjarnan og forsætisráðherraefni PTI-réttlætisflokksins, Imram Khan, hefur tjáð sig um árásina.vísir/APÞað sem hægt er að lesa úr skoðanakönnunum síðastliðinna vikna er að mjótt er á mununum. Tvær fylkingar etja helst kappi, annars vegar PTI- réttlætisflokkurinn með Imran Khan, krikketstjörnu, í broddi fylkingar og hins vegar PML-N flokkurinn sem Shabahz Sharif fer fyrir. Hann er bróðir fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Nawaz Sharif, sem nú situr í fangelsi fyrir spillingu. Khan hefur brugðist við sprengjuárásinni. Á Twitter sagði hann að hann sé miður sín yfir árásinni og að saklausir borgarar hefðu látið lífið í dag. Óvinir Pakistan séu að reyna að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli. Það sé ekki í boði að gefast upp gegn hryðjuverkamönnum og því hvatti hann borgara til að fylkja liði á kjörstaði. Kjörstaðir loka klukkan 18.00 í dag að staðartíma. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
31 lét lífið í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan. Þá eru aðrir 30 særðir, sumir alvarlega, og óttast er að tala látinna muni hækka. Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Fimm lögregluþjónar og tvö börn eru á meðal hinna látnu. Sprengjuárásin átti sér stað fyrir utan kjörstað í útjaðri Quetta, höfuðborg Balochistan, fátækasta héraði í Pakistan. Hashim Ghilzai, embættismaður í Quetta, segir í samtali við Sky news, að árásarmaðurinn hafi í fyrstu reynt að komast inn á kjörstað en þegar lögreglan hamlaði för hans hafi hann sprengt sig í loft upp. Fréttaritari Sky news í Pakistan, Alistair Bunkall, segir að árásin sé tilraun til að trufla þingkosningarnar í landinu sem nú einkennast af hálfgerðu upplausnarástandi. „Þetta hefur verið blóðug kosningabarátta,“ segir Bunkall. Sprengjuárásin hafi verið í það minnsta sú þriðja í landinu síðan kosningabaráttan hófst. Öryggisgæsla hefur verið hert á kjörstöðum en um hálf milljón lögreglumanna hafa verið ræstir út til að gæta að öryggi kjósenda.Fyrrverandi Krikketstjarnan og forsætisráðherraefni PTI-réttlætisflokksins, Imram Khan, hefur tjáð sig um árásina.vísir/APÞað sem hægt er að lesa úr skoðanakönnunum síðastliðinna vikna er að mjótt er á mununum. Tvær fylkingar etja helst kappi, annars vegar PTI- réttlætisflokkurinn með Imran Khan, krikketstjörnu, í broddi fylkingar og hins vegar PML-N flokkurinn sem Shabahz Sharif fer fyrir. Hann er bróðir fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Nawaz Sharif, sem nú situr í fangelsi fyrir spillingu. Khan hefur brugðist við sprengjuárásinni. Á Twitter sagði hann að hann sé miður sín yfir árásinni og að saklausir borgarar hefðu látið lífið í dag. Óvinir Pakistan séu að reyna að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli. Það sé ekki í boði að gefast upp gegn hryðjuverkamönnum og því hvatti hann borgara til að fylkja liði á kjörstaði. Kjörstaðir loka klukkan 18.00 í dag að staðartíma.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira