SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júlí 2018 18:12 Davíð Snær Jónsson, fyrrverandi formaður SÍF. mYND/Aðsend Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, vísaði í dag formanni sambandsins, Davíð Snæ Jónssyni, úr stjórn vegna umdeildrar greinar sem birt var á Vísi í síðustu viku. Davíð er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍF. Grein Davíðs bar titilinn „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og birtist í Fréttablaðinu og á Vísi þann 19. júlí síðastliðinn. Í greininni beindi Davíð spjótum sínum að kynjafræði sem skyldufagi í framhaldsskólum og líkti henni við „marxísk fræði“. Greinin vakti bæði athygli og umtal og lýstu fyrrverandi formenn SÍF yfir óánægju með birtingu hennar. Þá var ljóst að með skrifum sínum talaði Davíð gegn opinberri stefnu SÍF.Sjá einnig: Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Í tilkynningu SÍF segir að brottrekstur Davíðs byggi á því að hann hafi ítrekað virt kröfur um samþykki stjórnar fyrir greinarbirtingu að vettugi. Þá sé það einnig brottrekstrarsök að beita sér gegn stefnu sambandsins með þeim hætti sem Davíð gerði. „Ummæli greinarinnar vinna gegn tilgangi, markmiðum og stefnu SÍF og er þar af leiðandi brot á lögum félagsins, vinnureglum stjórnar og siðareglum. Vegna þessa og vegna samskiptaörðugleika eftir birtingu greinarinnar gaf meirihluti stjórnar Davíð Snæ kost á að segja af sér,“ segir í tilkynningu SÍF. Það hafi Davíð hins vegar ekki gert og því hafi sambandið ákveðið að vísa honum úr framkvæmdastjórn. „Í stað þess að sjá sóma sinn í að segja af sér boðaði Davíð Snær til fundar tæpri viku seinna. En meirihluti framkvæmdastjórnar fordæmir þau brot á lögum og reglum SÍF og kærir sig ekki um að starfa lengur undir hans formennsku. Því hefur Davíð Snæ verið vísað úr framkvæmdastjórn á grundvelli 32. greinar laga SÍF.“ Gjaldkeri stjórnar SÍF, Einar Freyr Bergsson, valdi einn stjórnarmeðlima að skrifa ekki undir brottvísun Davíðs. Varaformaður SÍF, Einar Hrafn Árnason, mun taka við störfum formanns fram að aðalþingi sambandsins sem haldið verður dagana 8. og 9. september næstkomandi.Tilkynning SÍF í heild sinni:Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, vísaði í dag formanni sambandsins, Davíð Snæ Jónssyni, úr stjórn vegna greinar hans sem birt var á Vísi í síðustu viku. Davíð er sagður hafa látið birta greinina þvert á ákvörðun framkvæmdastjórnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍF.Grein Davíðs bar titilinn „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og birtist í Fréttablaðinu og á Vísi þann 19. júlí síðastliðinn. Í greininni beindi Davíð spjótum sínum að kynjafræði sem skyldufagi í framhaldsskólum og líkti henni við „marxíska hugmyndafræði“. Greinin vakti mikla athygli og umtal og lýstu fyrrverandi formenn SÍF yfir óánægju með birtingu hennar. Þá var ljóst að með greininni talaði Davíð gegn opinberri stefnu SÍF.Í tilkynningu SÍF segir að brottrekstur Davíðs byggi á því að hann hafi ítrekað virt kröfur um samþykki stjórnar fyrir greinarbirtingu að vettugi. Þá sé það einnig brottrekstrarsök að beita sér gegn stefnu sambandsins með þeim hætti sem Davíð gerði.„Ummæli greinarinnar vinna gegn tilgangi, markmiðum og stefnu SÍF og er þar af leiðandi brot á lögum félagsins, vinnureglum stjórnar og siðareglum. Vegna þessa og vegna samskiptaörðugleika eftir birtingu greinarinnar gaf meirihluti stjórnar Davíð Snæ kost á að segja af sér,“ segir í tilkynningu SÍF.Það hafi Davíð hins vegar ekki gert og því hafi sambandið ákveðið að vísa Davíð úr framkvæmdastjórn.„Í stað þess að sjá sóma sinn í að segja af sér boðaði Davíð Snær til fundar tæpri viku seinna. En meirihluti framkvæmdastjórnar fordæmir þau brot á lögum og reglum SÍF og kærir sig ekki um að starfa lengur undir hans formennsku. Því hefur Davíð Snæ verið vísað úr framkvæmdastjórn á grundvelli 32. greinar laga SÍF.“Varaformaður SÍF, Einar Hrafn Árnason, mun taka við störfum formanns fram að aðalþingi sambandsins sem haldið verður dagana 8. og 9. september næstkomandi. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, vísaði í dag formanni sambandsins, Davíð Snæ Jónssyni, úr stjórn vegna umdeildrar greinar sem birt var á Vísi í síðustu viku. Davíð er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍF. Grein Davíðs bar titilinn „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og birtist í Fréttablaðinu og á Vísi þann 19. júlí síðastliðinn. Í greininni beindi Davíð spjótum sínum að kynjafræði sem skyldufagi í framhaldsskólum og líkti henni við „marxísk fræði“. Greinin vakti bæði athygli og umtal og lýstu fyrrverandi formenn SÍF yfir óánægju með birtingu hennar. Þá var ljóst að með skrifum sínum talaði Davíð gegn opinberri stefnu SÍF.Sjá einnig: Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Í tilkynningu SÍF segir að brottrekstur Davíðs byggi á því að hann hafi ítrekað virt kröfur um samþykki stjórnar fyrir greinarbirtingu að vettugi. Þá sé það einnig brottrekstrarsök að beita sér gegn stefnu sambandsins með þeim hætti sem Davíð gerði. „Ummæli greinarinnar vinna gegn tilgangi, markmiðum og stefnu SÍF og er þar af leiðandi brot á lögum félagsins, vinnureglum stjórnar og siðareglum. Vegna þessa og vegna samskiptaörðugleika eftir birtingu greinarinnar gaf meirihluti stjórnar Davíð Snæ kost á að segja af sér,“ segir í tilkynningu SÍF. Það hafi Davíð hins vegar ekki gert og því hafi sambandið ákveðið að vísa honum úr framkvæmdastjórn. „Í stað þess að sjá sóma sinn í að segja af sér boðaði Davíð Snær til fundar tæpri viku seinna. En meirihluti framkvæmdastjórnar fordæmir þau brot á lögum og reglum SÍF og kærir sig ekki um að starfa lengur undir hans formennsku. Því hefur Davíð Snæ verið vísað úr framkvæmdastjórn á grundvelli 32. greinar laga SÍF.“ Gjaldkeri stjórnar SÍF, Einar Freyr Bergsson, valdi einn stjórnarmeðlima að skrifa ekki undir brottvísun Davíðs. Varaformaður SÍF, Einar Hrafn Árnason, mun taka við störfum formanns fram að aðalþingi sambandsins sem haldið verður dagana 8. og 9. september næstkomandi.Tilkynning SÍF í heild sinni:Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, vísaði í dag formanni sambandsins, Davíð Snæ Jónssyni, úr stjórn vegna greinar hans sem birt var á Vísi í síðustu viku. Davíð er sagður hafa látið birta greinina þvert á ákvörðun framkvæmdastjórnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍF.Grein Davíðs bar titilinn „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og birtist í Fréttablaðinu og á Vísi þann 19. júlí síðastliðinn. Í greininni beindi Davíð spjótum sínum að kynjafræði sem skyldufagi í framhaldsskólum og líkti henni við „marxíska hugmyndafræði“. Greinin vakti mikla athygli og umtal og lýstu fyrrverandi formenn SÍF yfir óánægju með birtingu hennar. Þá var ljóst að með greininni talaði Davíð gegn opinberri stefnu SÍF.Í tilkynningu SÍF segir að brottrekstur Davíðs byggi á því að hann hafi ítrekað virt kröfur um samþykki stjórnar fyrir greinarbirtingu að vettugi. Þá sé það einnig brottrekstrarsök að beita sér gegn stefnu sambandsins með þeim hætti sem Davíð gerði.„Ummæli greinarinnar vinna gegn tilgangi, markmiðum og stefnu SÍF og er þar af leiðandi brot á lögum félagsins, vinnureglum stjórnar og siðareglum. Vegna þessa og vegna samskiptaörðugleika eftir birtingu greinarinnar gaf meirihluti stjórnar Davíð Snæ kost á að segja af sér,“ segir í tilkynningu SÍF.Það hafi Davíð hins vegar ekki gert og því hafi sambandið ákveðið að vísa Davíð úr framkvæmdastjórn.„Í stað þess að sjá sóma sinn í að segja af sér boðaði Davíð Snær til fundar tæpri viku seinna. En meirihluti framkvæmdastjórnar fordæmir þau brot á lögum og reglum SÍF og kærir sig ekki um að starfa lengur undir hans formennsku. Því hefur Davíð Snæ verið vísað úr framkvæmdastjórn á grundvelli 32. greinar laga SÍF.“Varaformaður SÍF, Einar Hrafn Árnason, mun taka við störfum formanns fram að aðalþingi sambandsins sem haldið verður dagana 8. og 9. september næstkomandi.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23
Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12