„Þær ómskoðanir sem ætlunin var að fella niður í komandi viku munu standa“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2018 20:00 Forstjóri Landspítalans segir að það muni taka nokkurn tíma að vinda ofan af stöðu spítalans eftir verkfall ljósmæðra. Hann vonast til þess að þær ljósmæður sem hafa hætt störfum sæki um aftur og snúi til baka. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er að vonum ánægður með að samninganefndir ljósmæðra og ríkisins hafi náð að semja. Hann segir það létti að yfirvinnuverkfallinu sé lokið og nú sé spítalinn kominn aftur á þann stað sem var fyrir miðnætti aðfararnótt miðvikudags og það létti strax á starfseminni. Yfirvinnubann ljósmæðra tók gildi síðastliðinn miðvikudag en var aflétt í gærkvöldi eftir að ljósmæður samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara. „Eftir sem áður er ástandið erfitt hér á meðgöngu- og sængurlegudeildinni. Sem er ennþá lokuð. Í rauninni mun þessi samningur vonandi leiða til að ljósmæður snúi aftur til starfa, því það er það sem við þurfum,” segir Páll. Hann segir að ýmsir þættir hafi haft áhrif á að deilan leystist. Landspítalinn kom með yfirlýsingu á fundi samninganefnda í gær um að fara í endurskoðun á starfaröðun ljósmæðra og skoða það aukna álag sem þjónustan hefur orðið fyrir og var það eitt af því sem hafði áhrif á að samningar náðust. Aðspurður að því hvort starfsemin fari fljótt í eðlilegt horf segir hann ekki geta svarað því alveg núna. “Þær ómskoðanir sem ætlunin var að fella niður í komandi viku munu standa. Þær konur sem eiga tíma í 12 vikna ómskoðun geta mætt í þann tíma í vikunni. Við munum stefna að því að opna á ný meðgöngu- og sængurlegudeild núna eftir helgina. Síðan ríður náttúrulega á því að annarsvegar þær ljósmæður sem hafa hætt störfum, við vonum að þær sæki um aftur. Okkur veitir ekki að því að fá þær manneskjur allar hingað inn til starfa og hinsvegar að þær ljósmæður sem hafa sagt upp dragi þær uppsagnir til baka,“ segir hann. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Forstjóri Landspítalans segir að það muni taka nokkurn tíma að vinda ofan af stöðu spítalans eftir verkfall ljósmæðra. Hann vonast til þess að þær ljósmæður sem hafa hætt störfum sæki um aftur og snúi til baka. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er að vonum ánægður með að samninganefndir ljósmæðra og ríkisins hafi náð að semja. Hann segir það létti að yfirvinnuverkfallinu sé lokið og nú sé spítalinn kominn aftur á þann stað sem var fyrir miðnætti aðfararnótt miðvikudags og það létti strax á starfseminni. Yfirvinnubann ljósmæðra tók gildi síðastliðinn miðvikudag en var aflétt í gærkvöldi eftir að ljósmæður samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara. „Eftir sem áður er ástandið erfitt hér á meðgöngu- og sængurlegudeildinni. Sem er ennþá lokuð. Í rauninni mun þessi samningur vonandi leiða til að ljósmæður snúi aftur til starfa, því það er það sem við þurfum,” segir Páll. Hann segir að ýmsir þættir hafi haft áhrif á að deilan leystist. Landspítalinn kom með yfirlýsingu á fundi samninganefnda í gær um að fara í endurskoðun á starfaröðun ljósmæðra og skoða það aukna álag sem þjónustan hefur orðið fyrir og var það eitt af því sem hafði áhrif á að samningar náðust. Aðspurður að því hvort starfsemin fari fljótt í eðlilegt horf segir hann ekki geta svarað því alveg núna. “Þær ómskoðanir sem ætlunin var að fella niður í komandi viku munu standa. Þær konur sem eiga tíma í 12 vikna ómskoðun geta mætt í þann tíma í vikunni. Við munum stefna að því að opna á ný meðgöngu- og sængurlegudeild núna eftir helgina. Síðan ríður náttúrulega á því að annarsvegar þær ljósmæður sem hafa hætt störfum, við vonum að þær sæki um aftur. Okkur veitir ekki að því að fá þær manneskjur allar hingað inn til starfa og hinsvegar að þær ljósmæður sem hafa sagt upp dragi þær uppsagnir til baka,“ segir hann.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira