„Þær ómskoðanir sem ætlunin var að fella niður í komandi viku munu standa“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2018 20:00 Forstjóri Landspítalans segir að það muni taka nokkurn tíma að vinda ofan af stöðu spítalans eftir verkfall ljósmæðra. Hann vonast til þess að þær ljósmæður sem hafa hætt störfum sæki um aftur og snúi til baka. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er að vonum ánægður með að samninganefndir ljósmæðra og ríkisins hafi náð að semja. Hann segir það létti að yfirvinnuverkfallinu sé lokið og nú sé spítalinn kominn aftur á þann stað sem var fyrir miðnætti aðfararnótt miðvikudags og það létti strax á starfseminni. Yfirvinnubann ljósmæðra tók gildi síðastliðinn miðvikudag en var aflétt í gærkvöldi eftir að ljósmæður samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara. „Eftir sem áður er ástandið erfitt hér á meðgöngu- og sængurlegudeildinni. Sem er ennþá lokuð. Í rauninni mun þessi samningur vonandi leiða til að ljósmæður snúi aftur til starfa, því það er það sem við þurfum,” segir Páll. Hann segir að ýmsir þættir hafi haft áhrif á að deilan leystist. Landspítalinn kom með yfirlýsingu á fundi samninganefnda í gær um að fara í endurskoðun á starfaröðun ljósmæðra og skoða það aukna álag sem þjónustan hefur orðið fyrir og var það eitt af því sem hafði áhrif á að samningar náðust. Aðspurður að því hvort starfsemin fari fljótt í eðlilegt horf segir hann ekki geta svarað því alveg núna. “Þær ómskoðanir sem ætlunin var að fella niður í komandi viku munu standa. Þær konur sem eiga tíma í 12 vikna ómskoðun geta mætt í þann tíma í vikunni. Við munum stefna að því að opna á ný meðgöngu- og sængurlegudeild núna eftir helgina. Síðan ríður náttúrulega á því að annarsvegar þær ljósmæður sem hafa hætt störfum, við vonum að þær sæki um aftur. Okkur veitir ekki að því að fá þær manneskjur allar hingað inn til starfa og hinsvegar að þær ljósmæður sem hafa sagt upp dragi þær uppsagnir til baka,“ segir hann. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Forstjóri Landspítalans segir að það muni taka nokkurn tíma að vinda ofan af stöðu spítalans eftir verkfall ljósmæðra. Hann vonast til þess að þær ljósmæður sem hafa hætt störfum sæki um aftur og snúi til baka. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er að vonum ánægður með að samninganefndir ljósmæðra og ríkisins hafi náð að semja. Hann segir það létti að yfirvinnuverkfallinu sé lokið og nú sé spítalinn kominn aftur á þann stað sem var fyrir miðnætti aðfararnótt miðvikudags og það létti strax á starfseminni. Yfirvinnubann ljósmæðra tók gildi síðastliðinn miðvikudag en var aflétt í gærkvöldi eftir að ljósmæður samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara. „Eftir sem áður er ástandið erfitt hér á meðgöngu- og sængurlegudeildinni. Sem er ennþá lokuð. Í rauninni mun þessi samningur vonandi leiða til að ljósmæður snúi aftur til starfa, því það er það sem við þurfum,” segir Páll. Hann segir að ýmsir þættir hafi haft áhrif á að deilan leystist. Landspítalinn kom með yfirlýsingu á fundi samninganefnda í gær um að fara í endurskoðun á starfaröðun ljósmæðra og skoða það aukna álag sem þjónustan hefur orðið fyrir og var það eitt af því sem hafði áhrif á að samningar náðust. Aðspurður að því hvort starfsemin fari fljótt í eðlilegt horf segir hann ekki geta svarað því alveg núna. “Þær ómskoðanir sem ætlunin var að fella niður í komandi viku munu standa. Þær konur sem eiga tíma í 12 vikna ómskoðun geta mætt í þann tíma í vikunni. Við munum stefna að því að opna á ný meðgöngu- og sængurlegudeild núna eftir helgina. Síðan ríður náttúrulega á því að annarsvegar þær ljósmæður sem hafa hætt störfum, við vonum að þær sæki um aftur. Okkur veitir ekki að því að fá þær manneskjur allar hingað inn til starfa og hinsvegar að þær ljósmæður sem hafa sagt upp dragi þær uppsagnir til baka,“ segir hann.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda