„Það var framið á mér verkfallsbrot“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2018 19:00 Ljósmóðir á Landspítalanum segir að framið hafi verið verkfallsbrot á sér á fyrsta degi yfirvinnubanns. Hún segir að ef ekki verði samið strax muni uppsögnum ljósmæðra fjölga til muna. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins virðist enn í hnút eftir að fundi lauk í gær án árangurs. Ljósmæður höfnuðu tillögu ríkissáttasemjara um að koma með sáttatillögu í deilunni og formaður samninganefndar ljósmæðra segir ljósmæður neyddar til yfirvinnu. Fjóla Guðmundsdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum, er ein þeirra sem kölluð var til vinnu eftir að yfirvinnubannið, sem nú hefur staðið í þrjá daga, tók gildi. „Það var framið á mér verkfallsbrot. Það var hringt í mig að kvöldi þegar yfirvinnubannið byrjaði. Ég er í lítilli hlutavinnuprósentu og samkvæmt 19. og 20. Grein laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna þá gildir það að starfsmaðurinn vinni ekki nema 20 prósent af sinni yfirvinnu og það er ekki hægt að skilda hann til að vinna meira. Ég var skilduð til að vinna 40 prósent gegn mínum vilja. Ég er ekki sátt við það,” segir hún. Fjóla segir það skrítið að ráðamenn og yfirmenn spítalans hafi ekki þessa hluti á hreinu og andrúmsloftið á spítalanum slæmt og þyngist dag frá degi. Heilbrigðisráðherra sagði í fréttum í gær stöðuna alvarlega og umhugsunarefni að ljósmæður hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru. Samkvæmt Fjólu hafa fleiri ljósmæður sagt upp störfum og aðrar sem íhuga það. Fjóla hefur starfað sem ljósmóðir í að verða 40 ár. „Ég er í þeirri stöðu í dag að ég er að verða það gömul að ég get hætt þegar ég vil. En ég vildi ekki hætta á svona leiðinlegum tíma. Ég ætla að hætta þegar mér hentar. En ef að ástandið heldur svona áfram, þá mun ég íhuga það að segja upp,” segir hún að lokum. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Ljósmóðir á Landspítalanum segir að framið hafi verið verkfallsbrot á sér á fyrsta degi yfirvinnubanns. Hún segir að ef ekki verði samið strax muni uppsögnum ljósmæðra fjölga til muna. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins virðist enn í hnút eftir að fundi lauk í gær án árangurs. Ljósmæður höfnuðu tillögu ríkissáttasemjara um að koma með sáttatillögu í deilunni og formaður samninganefndar ljósmæðra segir ljósmæður neyddar til yfirvinnu. Fjóla Guðmundsdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum, er ein þeirra sem kölluð var til vinnu eftir að yfirvinnubannið, sem nú hefur staðið í þrjá daga, tók gildi. „Það var framið á mér verkfallsbrot. Það var hringt í mig að kvöldi þegar yfirvinnubannið byrjaði. Ég er í lítilli hlutavinnuprósentu og samkvæmt 19. og 20. Grein laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna þá gildir það að starfsmaðurinn vinni ekki nema 20 prósent af sinni yfirvinnu og það er ekki hægt að skilda hann til að vinna meira. Ég var skilduð til að vinna 40 prósent gegn mínum vilja. Ég er ekki sátt við það,” segir hún. Fjóla segir það skrítið að ráðamenn og yfirmenn spítalans hafi ekki þessa hluti á hreinu og andrúmsloftið á spítalanum slæmt og þyngist dag frá degi. Heilbrigðisráðherra sagði í fréttum í gær stöðuna alvarlega og umhugsunarefni að ljósmæður hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru. Samkvæmt Fjólu hafa fleiri ljósmæður sagt upp störfum og aðrar sem íhuga það. Fjóla hefur starfað sem ljósmóðir í að verða 40 ár. „Ég er í þeirri stöðu í dag að ég er að verða það gömul að ég get hætt þegar ég vil. En ég vildi ekki hætta á svona leiðinlegum tíma. Ég ætla að hætta þegar mér hentar. En ef að ástandið heldur svona áfram, þá mun ég íhuga það að segja upp,” segir hún að lokum.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda