Bað „einræðisherrasleikjuna“ Trump að finna sér öruggara áhugamál Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2018 10:27 Forsetainngrip Colberts var afar dramatískt. Skjáskot/Youtube Spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert lét Donald Trump Bandaríkjaforseta aldeilis finna fyrir því í þætti sínum, The Late Show, í gærkvöldi. Í sérstöku „inngrips“-innslagi biðlaði hann til forsetans að hætta að „sleikja upp einræðisherra“ og finna sér nýtt áhugamál. Trump hefur töluvert verið milli tannanna á fólki eftir fund hans og Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í Helsinki á mánudag. Fyrr í vikunni tóku helstu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna Trump fyrir vegna „mismæla“ forsetans um afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum og ljóst var að þeir gáfu lítið fyrir útskýringar hans.Sjá einnig: Trump býður Pútín til Washington í haust Colbert hélt uppteknum hætti í gær og ávarpaði forsetann beint í innslagi sem hann kallaði „Presidential Intervention“, eða „forsetainngrip“ upp á íslensku. „Við þörfnumst þess að þú hlustir á ákveðna hluti. Þegar þú ræðst á NATO finnst mér eins og þú ráðist á mig persónulega. Og vinur þinn Vladimir, hann er ekki vinur þinn, ókei?“ sagði Colbert og lauk ræðunni á afar kaldhæðniskotnum orðum. „Þannig að í staðinn fyrir að sleikja upp einræðisherra viljum við að þú finnir þér öruggara áhugamál, eins og eldfjalla-„parkour“. Eða hákarlatannlækningar. Eða heróín.“Innslagið má sjá eitt og sér hér að neðan.What's clear is that Trump cannot stop cozying up to Putin. That's why, today, I'm holding an intervention. #LSSC pic.twitter.com/BL2Ipgo1Pv— The Late Show (@colbertlateshow) July 20, 2018 Einræðu Colbert úr þætti gærkvöldsins má sjá í heild sinni hér að neðan. Forsetainngripið hefst á mínútu 10:10. Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Miðluðu brjóstnálar Bretadrottningar leynilegum skilaboðum til Trumps? Athygli netverja hefur nú beinst að nælum Bretadrottningar, sem hún heldur mjög upp á og skartar við nær öll tilefni, og skilaboðunum sem þær gætu átt að miðla til forsetans. 19. júlí 2018 10:38 Hakka útskýringar Trump um mismæli í sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mismælt sig á blaðamannafundi hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands á mánudaginn. 18. júlí 2018 14:00 Trump býður Pútín til Washington í haust Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. 19. júlí 2018 21:00 Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert lét Donald Trump Bandaríkjaforseta aldeilis finna fyrir því í þætti sínum, The Late Show, í gærkvöldi. Í sérstöku „inngrips“-innslagi biðlaði hann til forsetans að hætta að „sleikja upp einræðisherra“ og finna sér nýtt áhugamál. Trump hefur töluvert verið milli tannanna á fólki eftir fund hans og Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í Helsinki á mánudag. Fyrr í vikunni tóku helstu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna Trump fyrir vegna „mismæla“ forsetans um afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum og ljóst var að þeir gáfu lítið fyrir útskýringar hans.Sjá einnig: Trump býður Pútín til Washington í haust Colbert hélt uppteknum hætti í gær og ávarpaði forsetann beint í innslagi sem hann kallaði „Presidential Intervention“, eða „forsetainngrip“ upp á íslensku. „Við þörfnumst þess að þú hlustir á ákveðna hluti. Þegar þú ræðst á NATO finnst mér eins og þú ráðist á mig persónulega. Og vinur þinn Vladimir, hann er ekki vinur þinn, ókei?“ sagði Colbert og lauk ræðunni á afar kaldhæðniskotnum orðum. „Þannig að í staðinn fyrir að sleikja upp einræðisherra viljum við að þú finnir þér öruggara áhugamál, eins og eldfjalla-„parkour“. Eða hákarlatannlækningar. Eða heróín.“Innslagið má sjá eitt og sér hér að neðan.What's clear is that Trump cannot stop cozying up to Putin. That's why, today, I'm holding an intervention. #LSSC pic.twitter.com/BL2Ipgo1Pv— The Late Show (@colbertlateshow) July 20, 2018 Einræðu Colbert úr þætti gærkvöldsins má sjá í heild sinni hér að neðan. Forsetainngripið hefst á mínútu 10:10.
Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Miðluðu brjóstnálar Bretadrottningar leynilegum skilaboðum til Trumps? Athygli netverja hefur nú beinst að nælum Bretadrottningar, sem hún heldur mjög upp á og skartar við nær öll tilefni, og skilaboðunum sem þær gætu átt að miðla til forsetans. 19. júlí 2018 10:38 Hakka útskýringar Trump um mismæli í sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mismælt sig á blaðamannafundi hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands á mánudaginn. 18. júlí 2018 14:00 Trump býður Pútín til Washington í haust Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. 19. júlí 2018 21:00 Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Miðluðu brjóstnálar Bretadrottningar leynilegum skilaboðum til Trumps? Athygli netverja hefur nú beinst að nælum Bretadrottningar, sem hún heldur mjög upp á og skartar við nær öll tilefni, og skilaboðunum sem þær gætu átt að miðla til forsetans. 19. júlí 2018 10:38
Hakka útskýringar Trump um mismæli í sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mismælt sig á blaðamannafundi hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands á mánudaginn. 18. júlí 2018 14:00
Trump býður Pútín til Washington í haust Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. 19. júlí 2018 21:00
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein