Yfir 6000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista til stuðnings ljósmæðrum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júlí 2018 08:41 Efnt var til mótmæla á Austurvelli vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra þar sem ríkisstjórninni var gefið rauða spjaldið vegna málsins. fréttablaðið/anton brink Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 6.300 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista sem ber yfirskriftina „Semjum við ljósmæður strax!“ Byrjað var að safna undirskriftum á listann snemma í gærkvöldi og hefur hann verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum en undirskriftunum er beint gegn fjármálaráðuneytinu og samninganefnd ríkisins. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins er enn í algjörum hnút eftir að samninganefnd ljósmæðra hafnaði því í gær að ríkissáttasemjari fengi að leggja fram miðlunartillögu í deilunni.Sjá einnig:Vildi vísa ágreiningi um launasetningu ljósmæðra inn í gerðardóm Eftir að ljóst var að ekki yrði samið tilkynnti Landspítalinn aðgerðir sem stofnunin þarf að grípa til vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem hófst í vikunni og þeirra uppsagna sem tóku gildi um síðustu mánaðamót. Þannig lokar meðgöngu- og sængurlegudeild í dag og verður sameinuð kvenlækningadeild. Frá og með komandi mánudegi falla niður fyrstu ómskoðanir þungaðra kvenna sem eru vanalega gerðar í kringum 12. viku meðgöngu. Á vefsíðu undirskriftasöfnunarinnar segir að ljósmæður vinni einhver mikilvægustu störf í þjóðfélaginu, það er að koma börnum öruggum í heiminn og hlúa að þeim og foreldrum þeirra á meðgöngu og viðkvæmustu stundum þeirra. „Ljósmæður standa í harðri kjarabaráttu við ríkið til að fá viðurkennda menntun sína og ábyrgð. Það er ekkert eðlilegt við það að lækka í launum við aukna menntun og ábyrgð. Við megum ekki missa þessa dýrmætu starfskrafta úr stéttinni, framtíðin er of mikils virði. Við krefjumst þess að gengið sé að kröfum þeirra STRAX! Það má engan tíma missa! Við styðjum ljósmæður og látum ekki bjóða okkur þessi vinnubrögð af hálfu ríkisins og samningarnefndar þess. VIÐ erum ríkið. Við krefjumst þess að samið sé við þessa dýrmætu og mikilvægu stétt í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð!“ segir á vefsíðu undirskriftalistans. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Skella í lás á meðgöngu-og sængurlegudeild vegna kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Stjórnendur Landspítalans hafa gripið til þess ráðs að gera breytingar á fæðingarþjónustu spítalans vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. 19. júlí 2018 15:44 Fundi lokið í ljósmæðradeilu Enn stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. júlí 2018 14:05 Ráðherra hugsi yfir því að lausnum sé hafnað Þjónusta við verðandi mæður hefur verið skert á Landspítala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hugsi þar sem ljósmæður "hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru“. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 6.300 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista sem ber yfirskriftina „Semjum við ljósmæður strax!“ Byrjað var að safna undirskriftum á listann snemma í gærkvöldi og hefur hann verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum en undirskriftunum er beint gegn fjármálaráðuneytinu og samninganefnd ríkisins. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins er enn í algjörum hnút eftir að samninganefnd ljósmæðra hafnaði því í gær að ríkissáttasemjari fengi að leggja fram miðlunartillögu í deilunni.Sjá einnig:Vildi vísa ágreiningi um launasetningu ljósmæðra inn í gerðardóm Eftir að ljóst var að ekki yrði samið tilkynnti Landspítalinn aðgerðir sem stofnunin þarf að grípa til vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem hófst í vikunni og þeirra uppsagna sem tóku gildi um síðustu mánaðamót. Þannig lokar meðgöngu- og sængurlegudeild í dag og verður sameinuð kvenlækningadeild. Frá og með komandi mánudegi falla niður fyrstu ómskoðanir þungaðra kvenna sem eru vanalega gerðar í kringum 12. viku meðgöngu. Á vefsíðu undirskriftasöfnunarinnar segir að ljósmæður vinni einhver mikilvægustu störf í þjóðfélaginu, það er að koma börnum öruggum í heiminn og hlúa að þeim og foreldrum þeirra á meðgöngu og viðkvæmustu stundum þeirra. „Ljósmæður standa í harðri kjarabaráttu við ríkið til að fá viðurkennda menntun sína og ábyrgð. Það er ekkert eðlilegt við það að lækka í launum við aukna menntun og ábyrgð. Við megum ekki missa þessa dýrmætu starfskrafta úr stéttinni, framtíðin er of mikils virði. Við krefjumst þess að gengið sé að kröfum þeirra STRAX! Það má engan tíma missa! Við styðjum ljósmæður og látum ekki bjóða okkur þessi vinnubrögð af hálfu ríkisins og samningarnefndar þess. VIÐ erum ríkið. Við krefjumst þess að samið sé við þessa dýrmætu og mikilvægu stétt í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð!“ segir á vefsíðu undirskriftalistans.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Skella í lás á meðgöngu-og sængurlegudeild vegna kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Stjórnendur Landspítalans hafa gripið til þess ráðs að gera breytingar á fæðingarþjónustu spítalans vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. 19. júlí 2018 15:44 Fundi lokið í ljósmæðradeilu Enn stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. júlí 2018 14:05 Ráðherra hugsi yfir því að lausnum sé hafnað Þjónusta við verðandi mæður hefur verið skert á Landspítala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hugsi þar sem ljósmæður "hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru“. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Skella í lás á meðgöngu-og sængurlegudeild vegna kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Stjórnendur Landspítalans hafa gripið til þess ráðs að gera breytingar á fæðingarþjónustu spítalans vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. 19. júlí 2018 15:44
Ráðherra hugsi yfir því að lausnum sé hafnað Þjónusta við verðandi mæður hefur verið skert á Landspítala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hugsi þar sem ljósmæður "hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru“. 20. júlí 2018 06:00