Umbreytingar í veðri gætu hafist um helgina Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2018 22:34 Fátt hefur verið um fína drætti í sumarveðrinu SV-lands. Gangi spáin eftir gæti breyting orðið þar á. Myndin er fengin úr safni þökk sé tíðarfarsins í sumar. Vísir/Eyþór Veðurspálíkön benda til þess að þrálát staða veðurkerfa sem hefur sett mark sitt á sumarið á Íslandi gæti riðlast um helgina. Því gæti fylgt fleiri sólardagar og hiti yfir meðaltali. Veðurfræðingur hvetur þó til hóflegrar bjartsýni. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallar um horfur fyrir ágústmánuð í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Vitnar hannar þar til hugleiðingar bandarísks veðurfræðings sem hefur túlkað mánaðarspá fyrir ágúst út frá bandarísku spálíkani. Spá hans gerir ráð fyrir því að fyrirstöðuhæð sem hefur marað yfir Skandinavíu í sumar hjaðni og umbreyting gæti orðið þegar um helgina. Við taki bylgjumynstur í háloftunum næstu vikurnar sem einkennist af hæðarhrygg frá Íslandi og Suður-Grænlandi til Bretlandseyja og öðrum yfir Norðvestur-Kanada og Íshafinu. „Ef þessi spá gengi eftir væru það ágæt tíðindi fyrir okkur. Í stað lægðaraveigju háloftavindsins og háloftakulda með sólarleysi og vætu, verður hæðarsveigja í straumnum. Sú breyting væri afgerandi og fylgdu þá fleiri sólardagar og hiti væntanlega yfir meðallagi. Vissulega ólíkir dagar eins og oftast, en tíðin frekar í þessa veru, en þá sem ríkt hefur framan af sumri,“ skrifar Einar. Spáin úr bandaríska spálíkaninu segir Einar samræmast mánaðaspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar (ECMWF) merkilega vel. Í henni sjáist svipaðar hæðarsveigjur og í því bandaríska. Hann hvetur þó til þess að fólk stilli væntingum sínum í hóf. „Sjáum hvað setur og verum hóflega bjartsýn!“ skrifar Einar. Veður Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Veðurspálíkön benda til þess að þrálát staða veðurkerfa sem hefur sett mark sitt á sumarið á Íslandi gæti riðlast um helgina. Því gæti fylgt fleiri sólardagar og hiti yfir meðaltali. Veðurfræðingur hvetur þó til hóflegrar bjartsýni. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallar um horfur fyrir ágústmánuð í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Vitnar hannar þar til hugleiðingar bandarísks veðurfræðings sem hefur túlkað mánaðarspá fyrir ágúst út frá bandarísku spálíkani. Spá hans gerir ráð fyrir því að fyrirstöðuhæð sem hefur marað yfir Skandinavíu í sumar hjaðni og umbreyting gæti orðið þegar um helgina. Við taki bylgjumynstur í háloftunum næstu vikurnar sem einkennist af hæðarhrygg frá Íslandi og Suður-Grænlandi til Bretlandseyja og öðrum yfir Norðvestur-Kanada og Íshafinu. „Ef þessi spá gengi eftir væru það ágæt tíðindi fyrir okkur. Í stað lægðaraveigju háloftavindsins og háloftakulda með sólarleysi og vætu, verður hæðarsveigja í straumnum. Sú breyting væri afgerandi og fylgdu þá fleiri sólardagar og hiti væntanlega yfir meðallagi. Vissulega ólíkir dagar eins og oftast, en tíðin frekar í þessa veru, en þá sem ríkt hefur framan af sumri,“ skrifar Einar. Spáin úr bandaríska spálíkaninu segir Einar samræmast mánaðaspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar (ECMWF) merkilega vel. Í henni sjáist svipaðar hæðarsveigjur og í því bandaríska. Hann hvetur þó til þess að fólk stilli væntingum sínum í hóf. „Sjáum hvað setur og verum hóflega bjartsýn!“ skrifar Einar.
Veður Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira