Íslandsmeistari með Keflavík skrifar NBA-söguna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2018 13:30 Jenny Boucek fagnar hér Íslandsmeistaratitli með Keflavík vorið 1998. Vísir/Brynjar Gauti Jennifer Boucek er einn af eftirminnilegustu bandarísku leikmönnunum sem hafa spilað í íslensku kvennadeildinni í körfubolta og nú tuttugu árum síðar er hún að stíga söguleg skref í NBA-deildinni í körfubolta. Tveir stærstu draumar Jennifer Boucek eru nefnilega að rætast og það þykir mörgum magnað afrek að henni sé að takast að upplifa þá báða á sama tíma. Jennifer Boucek er að fara að eignast sitt fyrsta barn á sama tíma og hún hefur ráðið sig sem aðstoðarþjálfara NBA-liðsins Dallas Mavericks. Boucek er fyrsta konan til að starfa í þjálfaraliði Dallas-liðsins. Boucek hafði áður unnið með leikmönnum hjá Sacramento Kings og varð þá þriðja konan til að fá starf sem aðstoðarþjálfari í NBA. Jennifer Boucek spilaði með Keflavík tímabilið 1997-98 og varð þá tvöfaldur meistari. Hún var mikill leiðtogi, frábær varnarmaður og mjög öflugur leikstjórnandi. Boucek var með 18,2 stig, 5,0 stolna bolta og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni 1998. Hér má sjá tölfræði liðsins. Boucek hafði áður spilað í WNBA-deildinni með Cleveland Rockers en varð að leggja skóna á hilluna sumarið 1998 vegna bakmeiðsla. Leikirnir með Keflavík urðu því síðustu leikirnir hennar á ferlinum. Boucek yfirgaf hinsvegar ekki körfuboltann því hún réði sig sem aðstoðarþjálfara í WNBA-deildinni sumarið 1999 og fékk síðan sína fyrstu aðalþjálfarastöðu hjá Sacramento Monarchs árið 2007. Boucek tók síðan við liði Seattle Storm og þjálfaði það frá 2015 til 2017. Eftir að hún missti starfið hjá Storm opnuðust tækifæri fyrir hana í NBA-deildinni. Hún hefur verið góður vinur Rick Carlisle, þjálfara Dallas Mavericks, í langan tíma og hann er tilbúinn að gefa henni þetta stóra tækifæri og það þótt að það standi mikið til í hennar persónulega lífi. Boucek hefur síðan verið að reyna að verða ófrísk í nokkurn tíma en hún er orðinn 44 ára gömul og er ekki í sambandi. Hún hefur gengist undir tæknifrjógun og hefur notað egg sem hún lét fyrsta fyrir tæpum áratug. Zach Lowe skrifaði stóra grein á ESPN-síðuna þar sem hann fer yfir söguna á bak við þessa tvo stóru drauma Jennifer Boucek.This is an amazing article from @espn about @dallasmavs assistant Jenny Boucek's pregnancy. Thanks to @LaurieBollig for sharing it with me!https://t.co/3cHmcyrCOV — Kirsten Carney (@_KirstenL) July 30, 2018 Jennifer Boucek hefur alltaf haldið sambandi við liðfélaga sína úr Keflavík frá þessu magnaða 1997-98 tímabili og heimsótti Ísland meira að segja fyrir nokkru. Hún er líka alltaf dugleg að tala um árið á Íslandi í öllum viðtölum. Áhuginn á henni og fæðingu barnsins mun örugglega vera mikill á næstu vikum. Hún mun ekki ferðast með liðinu fyrstu sex mánuðina en síðan er stefnan tekin á því að verða fullgildur aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks. Þangað til mun hún fylgja liðinu á heimavelli og hjálpa til með því að skoða verðandi mótherja og leiki liðsins í gegnum sjónvarpið. Á sama tíma skrifar hún nýjan kafla í NBA-sögunni því aldrei hefur ófrísk kona eða kona með nýfætt barn starfað sem þjálfari í deildinni. Mamma Jennifer Boucek ætlar að flytja til hennar í Dallas og mun hjálpa henni fyrstu mánuðina sem móðir og aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks. NBA Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Jennifer Boucek er einn af eftirminnilegustu bandarísku leikmönnunum sem hafa spilað í íslensku kvennadeildinni í körfubolta og nú tuttugu árum síðar er hún að stíga söguleg skref í NBA-deildinni í körfubolta. Tveir stærstu draumar Jennifer Boucek eru nefnilega að rætast og það þykir mörgum magnað afrek að henni sé að takast að upplifa þá báða á sama tíma. Jennifer Boucek er að fara að eignast sitt fyrsta barn á sama tíma og hún hefur ráðið sig sem aðstoðarþjálfara NBA-liðsins Dallas Mavericks. Boucek er fyrsta konan til að starfa í þjálfaraliði Dallas-liðsins. Boucek hafði áður unnið með leikmönnum hjá Sacramento Kings og varð þá þriðja konan til að fá starf sem aðstoðarþjálfari í NBA. Jennifer Boucek spilaði með Keflavík tímabilið 1997-98 og varð þá tvöfaldur meistari. Hún var mikill leiðtogi, frábær varnarmaður og mjög öflugur leikstjórnandi. Boucek var með 18,2 stig, 5,0 stolna bolta og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni 1998. Hér má sjá tölfræði liðsins. Boucek hafði áður spilað í WNBA-deildinni með Cleveland Rockers en varð að leggja skóna á hilluna sumarið 1998 vegna bakmeiðsla. Leikirnir með Keflavík urðu því síðustu leikirnir hennar á ferlinum. Boucek yfirgaf hinsvegar ekki körfuboltann því hún réði sig sem aðstoðarþjálfara í WNBA-deildinni sumarið 1999 og fékk síðan sína fyrstu aðalþjálfarastöðu hjá Sacramento Monarchs árið 2007. Boucek tók síðan við liði Seattle Storm og þjálfaði það frá 2015 til 2017. Eftir að hún missti starfið hjá Storm opnuðust tækifæri fyrir hana í NBA-deildinni. Hún hefur verið góður vinur Rick Carlisle, þjálfara Dallas Mavericks, í langan tíma og hann er tilbúinn að gefa henni þetta stóra tækifæri og það þótt að það standi mikið til í hennar persónulega lífi. Boucek hefur síðan verið að reyna að verða ófrísk í nokkurn tíma en hún er orðinn 44 ára gömul og er ekki í sambandi. Hún hefur gengist undir tæknifrjógun og hefur notað egg sem hún lét fyrsta fyrir tæpum áratug. Zach Lowe skrifaði stóra grein á ESPN-síðuna þar sem hann fer yfir söguna á bak við þessa tvo stóru drauma Jennifer Boucek.This is an amazing article from @espn about @dallasmavs assistant Jenny Boucek's pregnancy. Thanks to @LaurieBollig for sharing it with me!https://t.co/3cHmcyrCOV — Kirsten Carney (@_KirstenL) July 30, 2018 Jennifer Boucek hefur alltaf haldið sambandi við liðfélaga sína úr Keflavík frá þessu magnaða 1997-98 tímabili og heimsótti Ísland meira að segja fyrir nokkru. Hún er líka alltaf dugleg að tala um árið á Íslandi í öllum viðtölum. Áhuginn á henni og fæðingu barnsins mun örugglega vera mikill á næstu vikum. Hún mun ekki ferðast með liðinu fyrstu sex mánuðina en síðan er stefnan tekin á því að verða fullgildur aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks. Þangað til mun hún fylgja liðinu á heimavelli og hjálpa til með því að skoða verðandi mótherja og leiki liðsins í gegnum sjónvarpið. Á sama tíma skrifar hún nýjan kafla í NBA-sögunni því aldrei hefur ófrísk kona eða kona með nýfætt barn starfað sem þjálfari í deildinni. Mamma Jennifer Boucek ætlar að flytja til hennar í Dallas og mun hjálpa henni fyrstu mánuðina sem móðir og aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks.
NBA Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira