Boðar lausnir á vandamálum heimilislausra Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. júlí 2018 06:00 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Flokkur fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur hyggst leggja fram tvær tillögur að lausn á vanda heimilislausra í borginni á fundi borgarráðs næstkomandi fimmtudag. Boðað var til fundarins að ósk minnihlutans sem sendi frá sér sameiginlega yfirlýsingu í síðustu viku þar sem sagði að grípa þyrfti til neyðarúrræða í málefnum heimilislausra. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir aðra tillögu flokksins ganga út á hjólhýsa- og húsbílabyggð. Hin snúi að því að borgin breyti húsnæði sem ekki sé í notkun í íbúðir og leigi út ódýrt. Á síðasta fundi borgarráðs lagði Kolbrún fram bókun þar sem fram kom að heimilislausir hafi verið afgangsstærð hjá borginni árum saman. Þar var bent á að heimilislausir væru fjölbreyttur hópur. Nauðsynlegt væri að fjölga smáhýsum sem úrræði fyrir útigangsfólk en jafnframt þurfi að huga að húsnæði fyrir efnaminna og fátækt fólk. Ófremdarástand ríkti í þeim málaflokki enda félagslega íbúðakerfið í molum og biðlistar langir. Þá lagði Kolbrún á sama fundi fram tillögu þess efnis að skoðað væri fyrir alvöru að flytja inn timburhús frá Eistlandi, sambærileg þeim sem flutt voru inn fyrir starfsmenn Kalkþörungaverksmiðjunnar á Bíldudal. Fram kemur að 50 fermetra timburhús kosti fullbúið um 16 milljónir króna. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Kalla eftir aukafundi vegna heimilislausra Minnihlutinn í borgarstjórn harmar það sem hann kallar "algjört aðgerðarleysi,“ í málefnum heimilislausra í Reykjavík. 27. júlí 2018 08:04 Verði að taka á vanda utangarðsfólks Minnihlutinn í borginni boðar neyðarfund hjá borgarráði vegna úrræðaleysis Reykjavíkurborgar í málefnum heimilislausra. Formaður borgarráðs vill ganga í verkið og samþykkti að halda fundinn í næstu viku. 28. júlí 2018 07:15 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Flokkur fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur hyggst leggja fram tvær tillögur að lausn á vanda heimilislausra í borginni á fundi borgarráðs næstkomandi fimmtudag. Boðað var til fundarins að ósk minnihlutans sem sendi frá sér sameiginlega yfirlýsingu í síðustu viku þar sem sagði að grípa þyrfti til neyðarúrræða í málefnum heimilislausra. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir aðra tillögu flokksins ganga út á hjólhýsa- og húsbílabyggð. Hin snúi að því að borgin breyti húsnæði sem ekki sé í notkun í íbúðir og leigi út ódýrt. Á síðasta fundi borgarráðs lagði Kolbrún fram bókun þar sem fram kom að heimilislausir hafi verið afgangsstærð hjá borginni árum saman. Þar var bent á að heimilislausir væru fjölbreyttur hópur. Nauðsynlegt væri að fjölga smáhýsum sem úrræði fyrir útigangsfólk en jafnframt þurfi að huga að húsnæði fyrir efnaminna og fátækt fólk. Ófremdarástand ríkti í þeim málaflokki enda félagslega íbúðakerfið í molum og biðlistar langir. Þá lagði Kolbrún á sama fundi fram tillögu þess efnis að skoðað væri fyrir alvöru að flytja inn timburhús frá Eistlandi, sambærileg þeim sem flutt voru inn fyrir starfsmenn Kalkþörungaverksmiðjunnar á Bíldudal. Fram kemur að 50 fermetra timburhús kosti fullbúið um 16 milljónir króna.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Kalla eftir aukafundi vegna heimilislausra Minnihlutinn í borgarstjórn harmar það sem hann kallar "algjört aðgerðarleysi,“ í málefnum heimilislausra í Reykjavík. 27. júlí 2018 08:04 Verði að taka á vanda utangarðsfólks Minnihlutinn í borginni boðar neyðarfund hjá borgarráði vegna úrræðaleysis Reykjavíkurborgar í málefnum heimilislausra. Formaður borgarráðs vill ganga í verkið og samþykkti að halda fundinn í næstu viku. 28. júlí 2018 07:15 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Kalla eftir aukafundi vegna heimilislausra Minnihlutinn í borgarstjórn harmar það sem hann kallar "algjört aðgerðarleysi,“ í málefnum heimilislausra í Reykjavík. 27. júlí 2018 08:04
Verði að taka á vanda utangarðsfólks Minnihlutinn í borginni boðar neyðarfund hjá borgarráði vegna úrræðaleysis Reykjavíkurborgar í málefnum heimilislausra. Formaður borgarráðs vill ganga í verkið og samþykkti að halda fundinn í næstu viku. 28. júlí 2018 07:15