Ljósmæður farnar að snúa til baka til starfa á Landspítala Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. júlí 2018 07:00 Ingibjörg Hreiðarsdóttir, ein af yfirljósmæðrum í fæðingarþjónustu, að störfum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Helgin var erfið en þetta er hægt og rólega að komast í samt lag,“ segir Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á göngudeild mæðraverndar og fósturgreiningu á Landspítalanum. Hún segir að þær ljósmæður sem létu af störfum 1. júlí séu byrjaðar að skila sér til baka. „Einhverjar þeirra hafa sótt um aftur og meðal annars eru fimm umsóknir á meðgöngu- og sængurlegudeild. Þá eru einhverjar búnar að ráða sig til okkar tímabundið.“ Spítalinn hefur heimild til að ráða inn tímabundið eða á tímavinnusamningum til að brúa bilið við svona aðstæður. Að sögn Ingibjargar er aðgerðaáætlunin sem sett var upp í byrjun mánaðarins enn í gildi. „Það er misjafnt hversu ítarlega við þurfum að fylgja henni. Við tökum þetta enn bara einn dag í einu. Við erum samt bjartsýn á að þessi vika verði betri en síðasta.“ Ingibjörg segir það hjálpa til að um síðastliðna helgi hafi verið skipt út fólki í sumarleyfum. Þannig hafi starfsmenn komið til baka úr sumarleyfum og aðrir hafið sín leyfi. Það hljóti að hjálpa til á næstunni þar sem mikið álag hafi verið á starfsmönnum undanfarið og mikillar þreytu farið að gæta hjá ljósmæðrum.Sjá einnig: Átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka „Eins og staðan er núna þurfum við ekki að senda konur á aðrar heilbrigðisstofnanir en sá möguleiki er enn fyrir hendi verði þörf á því. Samstarfið hefur verið mjög farsælt og í raun farið fram úr björtustu vonum enda hefur þetta ástand verið erfitt fyrir alla.“Ríkissáttasemjari skipaði í gær þriggja manna gerðardóm í deilu Ljósmæðrafélagsins og ríkisins. Dóminn skipa þau Magnús Pétursson, fyrrverandi ríkissáttasemjari, sem er formaður, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, og Bára Hildur Jóhannesdóttir, ljósmóðir og deildarstjóri á Landspítala. Skipun gerðardómsins var hluti miðlunartillögu sem ljósmæður samþykktu með miklum meirihluta í síðustu viku. Gerðardómi er ætlað að meta hvort launasetning ljósmæðra sé í samræmi við menntun, álag og inntak starfsins. Í tilkynningu frá Ríkissáttasemjara segir að gerðardómur skuli hafa til hliðsjónar við ákvörðun sína kjör og launaþróun þeirra hópa sem sinni sambærilegum störfum og hafi sambærilega menntun, vinnutíma og ábyrgð. Niðurstaða gerðardóms á að liggja fyrir í síðasta lagi 1. september næstkomandi. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka Alls hafa átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka á Landspítalanum en alls höfðu 34 ljósmæður sagt upp á spítalanum á meðan á kjaradeilu þeirra við ríkið stóð. 26. júlí 2018 15:39 Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Ríkissáttasemjari skipar gerðardóm í ljósmæðradeilu Gerðardómurinn er skipaður á grundvelli miðlunartillögu sáttasemjara sem samþykkt var af samningsaðilum. 30. júlí 2018 11:19 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
„Helgin var erfið en þetta er hægt og rólega að komast í samt lag,“ segir Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á göngudeild mæðraverndar og fósturgreiningu á Landspítalanum. Hún segir að þær ljósmæður sem létu af störfum 1. júlí séu byrjaðar að skila sér til baka. „Einhverjar þeirra hafa sótt um aftur og meðal annars eru fimm umsóknir á meðgöngu- og sængurlegudeild. Þá eru einhverjar búnar að ráða sig til okkar tímabundið.“ Spítalinn hefur heimild til að ráða inn tímabundið eða á tímavinnusamningum til að brúa bilið við svona aðstæður. Að sögn Ingibjargar er aðgerðaáætlunin sem sett var upp í byrjun mánaðarins enn í gildi. „Það er misjafnt hversu ítarlega við þurfum að fylgja henni. Við tökum þetta enn bara einn dag í einu. Við erum samt bjartsýn á að þessi vika verði betri en síðasta.“ Ingibjörg segir það hjálpa til að um síðastliðna helgi hafi verið skipt út fólki í sumarleyfum. Þannig hafi starfsmenn komið til baka úr sumarleyfum og aðrir hafið sín leyfi. Það hljóti að hjálpa til á næstunni þar sem mikið álag hafi verið á starfsmönnum undanfarið og mikillar þreytu farið að gæta hjá ljósmæðrum.Sjá einnig: Átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka „Eins og staðan er núna þurfum við ekki að senda konur á aðrar heilbrigðisstofnanir en sá möguleiki er enn fyrir hendi verði þörf á því. Samstarfið hefur verið mjög farsælt og í raun farið fram úr björtustu vonum enda hefur þetta ástand verið erfitt fyrir alla.“Ríkissáttasemjari skipaði í gær þriggja manna gerðardóm í deilu Ljósmæðrafélagsins og ríkisins. Dóminn skipa þau Magnús Pétursson, fyrrverandi ríkissáttasemjari, sem er formaður, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, og Bára Hildur Jóhannesdóttir, ljósmóðir og deildarstjóri á Landspítala. Skipun gerðardómsins var hluti miðlunartillögu sem ljósmæður samþykktu með miklum meirihluta í síðustu viku. Gerðardómi er ætlað að meta hvort launasetning ljósmæðra sé í samræmi við menntun, álag og inntak starfsins. Í tilkynningu frá Ríkissáttasemjara segir að gerðardómur skuli hafa til hliðsjónar við ákvörðun sína kjör og launaþróun þeirra hópa sem sinni sambærilegum störfum og hafi sambærilega menntun, vinnutíma og ábyrgð. Niðurstaða gerðardóms á að liggja fyrir í síðasta lagi 1. september næstkomandi.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka Alls hafa átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka á Landspítalanum en alls höfðu 34 ljósmæður sagt upp á spítalanum á meðan á kjaradeilu þeirra við ríkið stóð. 26. júlí 2018 15:39 Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Ríkissáttasemjari skipar gerðardóm í ljósmæðradeilu Gerðardómurinn er skipaður á grundvelli miðlunartillögu sáttasemjara sem samþykkt var af samningsaðilum. 30. júlí 2018 11:19 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka Alls hafa átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka á Landspítalanum en alls höfðu 34 ljósmæður sagt upp á spítalanum á meðan á kjaradeilu þeirra við ríkið stóð. 26. júlí 2018 15:39
Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00
Ríkissáttasemjari skipar gerðardóm í ljósmæðradeilu Gerðardómurinn er skipaður á grundvelli miðlunartillögu sáttasemjara sem samþykkt var af samningsaðilum. 30. júlí 2018 11:19