ÍR varði bikarmeistaratitil sinn í frjálsum íþróttum eftir æsispennandi baráttu liðsins gegn FH, en þetta var í 52. skiptið sem bikarmeistaramótið er haldið og fór það fram í Borgarnesi að þessu sinni.
ÍR fékk samanlagt 116 stig í heildarkeppninni, en liðið fékk þremur stigum meira en FH sem varð í öðru sæti. Breiðablik hafnaði síðan í þriðja sæti með 91 stig.
FH varð bikarmeistari í kvennaflokki, en liðið fékk 64 stig og hafði betur á móti ÍR sem náði í 58 stig. Breiðablik hafnaði í þriðja sæti með 52 stig.
ÍR bar hins vegar sigur úr býtum í karlaflokki með 58 stigum gegn 49 stigum FH-liðsins. UMSS, Ungmennasamband Skagafjarðar, hafnaði í þriðja sæti í karlaflokki með 41 stig.
Guðni Valur Guðnason, kúluvarpari úr ÍR, bætti persónulegt met sitt þegar hann kastaði kúlunni 17,37 metra. Thelma Lind Kristjánsdóttir, kringlukastari úr ÍR, sem varð nýverið Íslandsmeistari í greininni vann sannfærandi sigur með kasti upp á 49,67 metra.
Tiana Ósk Whitworth, hlaupari úr ÍR, kom fyrst í mark í 100 metra hlaupi og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra hlaupi, vann 400 metra hlaupið.
ÍR varði titil sinn eftir harða rimmu við FH

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti





„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti


Fleiri fréttir
