Suður-Kórea að stikna úr hita Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. ágúst 2018 07:41 Rúmlega 3400 manns hafa leitað sér aðstoðar á sjúkrahúsum vegna hitans. Vísir/AP Hið minnsta 42 hafa látið lífið í hitabylgjunni sem nú gengur yfir Suður-Kóreu. Höfuðborgin Sól hefur borið nafn með rentu síðustu daga en þar náði hitinn 39,6 gráðum í liðinni viku. Ekki hefur mælst hærri hiti í borginni í 111 ár. Rúmlega 3400 manns hafa leitað á suður-kóresk sjúkrahús vegna hitabylgjunnar frá því í lok maí. Hitinn er þó fyrst sagður hafa orðið óbærilegur um miðjan júlí. Þá byrjaði fólk jafnframt að láta lífið í hitanum. Flestir hinna látnu voru aldraðir eða veikir fyrir. Fimm voru þó við hestaheilsu en höfðu starfað utandyra, þeirra á meðal var rúmlega þrítugur karlmaður og víetnamskur verkamaður á fimmtugsaldri. Suður-kóresk stjórnvöld hafa gripið til margvíslegra aðgerða vegna hitabylgjunnar. Til að mynda hefur hún verið flokkuð sem náttúruhamfarir og gerir það landsmönnum kleift að sækja um bætur. Þá hefur rafmagnsverð verið lækkað og fólk hvatt til að nota orkufrek tæki á borð við loftkælingar og viftur til að kæla sig niður. Hitabylgjan hefur einnig haft margvísleg önnur áhrif. Fregnir hafa borist af uppskerubresti við landamæri ríkisins að Norður-Kóreu. Fyrir vikið óttast margir að ástandið sé einnig slæmt hjá nágrannanum í norðri þar sem var viðvarandi matvælaskortur fyrir hitabylgjuna. Þá er jafnframt talið að hitinn hafi framkallað efnahvörf í skotfærageymslu hersins sem leiddi til mikillar sprengingar. Þar slasaðist þó enginn. Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00 Mannskæð hitabylgja Hiti fór yfir fjörutíu stig á Íberíuskaga í gær þegar heitt loft frá Afríku streymdi þar yfir. Veðurstofa Spánar gaf út viðvörun sem gildir fram á sunnudag og varaði við því að hitabylgjan verði einna mest og langlífust í suðvesturhluta landsins. 3. ágúst 2018 06:00 Hitamet fyrir Evrópu gæti fallið í hitabylgjunni á Íberíuskaga Metið er rúmlega fjörutíu ára gamalt, 48°C í Aþenu, höfuðborg Grikklands. 2. ágúst 2018 22:42 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Hið minnsta 42 hafa látið lífið í hitabylgjunni sem nú gengur yfir Suður-Kóreu. Höfuðborgin Sól hefur borið nafn með rentu síðustu daga en þar náði hitinn 39,6 gráðum í liðinni viku. Ekki hefur mælst hærri hiti í borginni í 111 ár. Rúmlega 3400 manns hafa leitað á suður-kóresk sjúkrahús vegna hitabylgjunnar frá því í lok maí. Hitinn er þó fyrst sagður hafa orðið óbærilegur um miðjan júlí. Þá byrjaði fólk jafnframt að láta lífið í hitanum. Flestir hinna látnu voru aldraðir eða veikir fyrir. Fimm voru þó við hestaheilsu en höfðu starfað utandyra, þeirra á meðal var rúmlega þrítugur karlmaður og víetnamskur verkamaður á fimmtugsaldri. Suður-kóresk stjórnvöld hafa gripið til margvíslegra aðgerða vegna hitabylgjunnar. Til að mynda hefur hún verið flokkuð sem náttúruhamfarir og gerir það landsmönnum kleift að sækja um bætur. Þá hefur rafmagnsverð verið lækkað og fólk hvatt til að nota orkufrek tæki á borð við loftkælingar og viftur til að kæla sig niður. Hitabylgjan hefur einnig haft margvísleg önnur áhrif. Fregnir hafa borist af uppskerubresti við landamæri ríkisins að Norður-Kóreu. Fyrir vikið óttast margir að ástandið sé einnig slæmt hjá nágrannanum í norðri þar sem var viðvarandi matvælaskortur fyrir hitabylgjuna. Þá er jafnframt talið að hitinn hafi framkallað efnahvörf í skotfærageymslu hersins sem leiddi til mikillar sprengingar. Þar slasaðist þó enginn.
Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00 Mannskæð hitabylgja Hiti fór yfir fjörutíu stig á Íberíuskaga í gær þegar heitt loft frá Afríku streymdi þar yfir. Veðurstofa Spánar gaf út viðvörun sem gildir fram á sunnudag og varaði við því að hitabylgjan verði einna mest og langlífust í suðvesturhluta landsins. 3. ágúst 2018 06:00 Hitamet fyrir Evrópu gæti fallið í hitabylgjunni á Íberíuskaga Metið er rúmlega fjörutíu ára gamalt, 48°C í Aþenu, höfuðborg Grikklands. 2. ágúst 2018 22:42 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00
Mannskæð hitabylgja Hiti fór yfir fjörutíu stig á Íberíuskaga í gær þegar heitt loft frá Afríku streymdi þar yfir. Veðurstofa Spánar gaf út viðvörun sem gildir fram á sunnudag og varaði við því að hitabylgjan verði einna mest og langlífust í suðvesturhluta landsins. 3. ágúst 2018 06:00
Hitamet fyrir Evrópu gæti fallið í hitabylgjunni á Íberíuskaga Metið er rúmlega fjörutíu ára gamalt, 48°C í Aþenu, höfuðborg Grikklands. 2. ágúst 2018 22:42