Bættist í rennsli yfir Suðurlandsveg í nótt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. ágúst 2018 11:47 Töluvert vatn flæðir yfir Suðurlandsveg rétt vestan við Kirkjubæjarklaustur. Ágúst Freyr Bjartmarsson Suðurlandsvegur við Kirkjubæjarklaustur er ennþá lokaður en í nótt bættist í rennsli yfir veginn. Verið er að kanna aðstæður á Fjallabaksvegi nyrðri og standa vonir til þess að þar verði hægt að opna þar fyrir umferð á ný í dag. Fólk er varað við að vera nálægt Skaftá vegna brennisteinsvetnis sem hefur mælst á svæðinu. Vatn frá Skaftárhlaupi byrjaði að flæða yfir Suðurlandsveg við Kirkjubæjarklaustur í gær. Vegagerðin veitti vatni meðfram veginum en í nótt bættist enn í rennslið. Sýnileg aukning Ágúst Bjartmarsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Vík, segir að vatn á Suðurlandsvegi hafi aukist lítillega. „Það er sýnileg aukning, þannig að það hefur ekki minnkað.“ Þetta sé um 500 metra kafli sem um ræðir og að rennsli þar sé stöðugt. Ágúst segir biðstöðu vera hjá Vegagerðinni. „Við gerum nú voða lítið á meðan vatnið er svona mikið. En við fylgjumst með og erum á staðnum.“ Hann segir að björgunarsveitarmenn séu á vakt og loki veginum sitt hvoru megin og hleypi inn á Meðalland. Talsverð umferð hefur verið um Meðallandsveg en fólki hefur verið sagt að aka þá leið frá því í gær. Ágúst var að fara að kanna hvernig ástandið var á Fjallabaksleið nyrðri en vonir standa til að vegurinn þar verði opnaður í dag. Brennisteinslykt Veðurstofan varar fólk við að vera nálægt Skaftá en brennisteinsvetni hefur mælst á svæðinu. Skaftárhlaup er hægt í rénun en rennsli við Sveinstind mældist um 450 rúmmetrar á sekúndu í morgun en var 1.550 þegar það var mest. Í síðasta hlaupi var rennslið um 2.000 rúmmetrar á sekúndu þegar það var mest. Á kortinu má sjá staðsetningu rennslisins yfir Suðurlandsveg og hjáleiðina um Meðallandsveg.Loftmyndir Eldgos og jarðhræringar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. 6. ágúst 2018 08:37 Hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn Brúin yfir Eldvatn hefur skemmst í Skaftárhlaupi nú og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að hún stæðist ekki hlaupið. 6. ágúst 2018 22:47 Þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna vatns á akbraut. 6. ágúst 2018 10:02 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Suðurlandsvegur við Kirkjubæjarklaustur er ennþá lokaður en í nótt bættist í rennsli yfir veginn. Verið er að kanna aðstæður á Fjallabaksvegi nyrðri og standa vonir til þess að þar verði hægt að opna þar fyrir umferð á ný í dag. Fólk er varað við að vera nálægt Skaftá vegna brennisteinsvetnis sem hefur mælst á svæðinu. Vatn frá Skaftárhlaupi byrjaði að flæða yfir Suðurlandsveg við Kirkjubæjarklaustur í gær. Vegagerðin veitti vatni meðfram veginum en í nótt bættist enn í rennslið. Sýnileg aukning Ágúst Bjartmarsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Vík, segir að vatn á Suðurlandsvegi hafi aukist lítillega. „Það er sýnileg aukning, þannig að það hefur ekki minnkað.“ Þetta sé um 500 metra kafli sem um ræðir og að rennsli þar sé stöðugt. Ágúst segir biðstöðu vera hjá Vegagerðinni. „Við gerum nú voða lítið á meðan vatnið er svona mikið. En við fylgjumst með og erum á staðnum.“ Hann segir að björgunarsveitarmenn séu á vakt og loki veginum sitt hvoru megin og hleypi inn á Meðalland. Talsverð umferð hefur verið um Meðallandsveg en fólki hefur verið sagt að aka þá leið frá því í gær. Ágúst var að fara að kanna hvernig ástandið var á Fjallabaksleið nyrðri en vonir standa til að vegurinn þar verði opnaður í dag. Brennisteinslykt Veðurstofan varar fólk við að vera nálægt Skaftá en brennisteinsvetni hefur mælst á svæðinu. Skaftárhlaup er hægt í rénun en rennsli við Sveinstind mældist um 450 rúmmetrar á sekúndu í morgun en var 1.550 þegar það var mest. Í síðasta hlaupi var rennslið um 2.000 rúmmetrar á sekúndu þegar það var mest. Á kortinu má sjá staðsetningu rennslisins yfir Suðurlandsveg og hjáleiðina um Meðallandsveg.Loftmyndir
Eldgos og jarðhræringar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. 6. ágúst 2018 08:37 Hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn Brúin yfir Eldvatn hefur skemmst í Skaftárhlaupi nú og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að hún stæðist ekki hlaupið. 6. ágúst 2018 22:47 Þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna vatns á akbraut. 6. ágúst 2018 10:02 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. 6. ágúst 2018 08:37
Hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn Brúin yfir Eldvatn hefur skemmst í Skaftárhlaupi nú og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að hún stæðist ekki hlaupið. 6. ágúst 2018 22:47
Þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna vatns á akbraut. 6. ágúst 2018 10:02