Þjónustugjöld á Þingvöllum Ari Trausti Guðmundsson skrifar 7. ágúst 2018 07:00 Gerræði, virðingarleysi við ferðaþjónustuna og skilningsleysi á samvinnu við hana – þetta er meðal þess sem stjórnendur þjóðgarða sýna ferðaþjónustunni að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Nokkrar staðreyndir geta ef til vill linað þessar einkunnir Bjarnheiðar Hallsdóttur, hvað Þjóðgarðinn á Þingvöllum áhrærir. Brugðist hefur verið við fjölgun ferðamanna þar á sjö árum, úr fáeinum hundruðum þúsunda á ári í 1,5 milljón, með ýmsum hætti. Stórauknu álagi á innviði og umhverfið er mætt með miklum framkvæmdum, nú síðast um 1.000 fermetra viðbót við miðstöðina á Hakinu og mikilli stækkun bílastæða. Þjónustugjöld standa undir verulegum hluta margra framkvæmda, þjónustu og rekstrar. Blaðagrein um m.a. hækkun þjónustugjalda á Þingvöllum gerir best gagn innihaldi hún sanngjarnar upplýsingar um þau, svo sem stærðargráðuna í samanburði við verð til ferðamanna og hvað gjöldin fela í sér, ekki aðeins hækkun í prósentum eða upphæðin ein, án þess að lesandinn viti ofan á hvaða upphæð ferðafyrirtækja hún leggst. Þau verulega íþyngjandi gjöld sem BH nefnir eru m.a þessi: Gjald fyrir einka- eða bílaleigubíl á stæði er 750 kr. en var 500 kr. Ferðaþjónustan sem slík greiðir alla jafna ekki þessi gjöld. Hækkunin er heil 50% en um leið var salernisgjald (200 kr.) lagt niður en BH getur þess ekki. Fyrir ferðaþjónustubíl með allt að 8 farþegum er gjaldið 1.000 kr., en 1.800 kr. fyrir allt að 20 manna rútu og fyrir yfir 20 manna bíla er gjaldið 3.500 kr. Gullhringsferð kostar t.d. um 8.000 kr. í fullum 19 manna kálfi greiða ferðamenn 152.000 kr. fyrir ferðina. Kostnaðarauki ferðaþjónustunnar er 1.800 kr., eða um 90 kr. á farþega, og hægt er að tilkynna hópferðamönnunum að ekki sé greitt fyrir salernisnotkun, líkt og áður var. Í fullri stórrútu er kostnaðaraukinn enn minni á farþega. Vissulega aka hálftómir ferðaþjónustubílar um Þingvelli – hér er aðeins tekið dæmi til skýringar. Silfrugjaldið hækkaði í 1.500 kr. vegna þess að lagt hefur verið í margra milljóna króna kostnað með þjónustuhúsum á staðnum og öðrum úrbótum, m.a. sjúkraflutningamanni á vakt í þjóðgarðinum. Gjaldið var 1.000 kr., óbreytt frá 2012, og tvöfaldaðist ekki eins og BH skrifar. Köfun í Silfru kostar frá 14.000 kr. til 35.000 kr. og þær upphæðir hækka þá um 750 kr. Hóf hefur verið í heiðri haft.Höfundur er formaður Þingvallanefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Sjá meira
Gerræði, virðingarleysi við ferðaþjónustuna og skilningsleysi á samvinnu við hana – þetta er meðal þess sem stjórnendur þjóðgarða sýna ferðaþjónustunni að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Nokkrar staðreyndir geta ef til vill linað þessar einkunnir Bjarnheiðar Hallsdóttur, hvað Þjóðgarðinn á Þingvöllum áhrærir. Brugðist hefur verið við fjölgun ferðamanna þar á sjö árum, úr fáeinum hundruðum þúsunda á ári í 1,5 milljón, með ýmsum hætti. Stórauknu álagi á innviði og umhverfið er mætt með miklum framkvæmdum, nú síðast um 1.000 fermetra viðbót við miðstöðina á Hakinu og mikilli stækkun bílastæða. Þjónustugjöld standa undir verulegum hluta margra framkvæmda, þjónustu og rekstrar. Blaðagrein um m.a. hækkun þjónustugjalda á Þingvöllum gerir best gagn innihaldi hún sanngjarnar upplýsingar um þau, svo sem stærðargráðuna í samanburði við verð til ferðamanna og hvað gjöldin fela í sér, ekki aðeins hækkun í prósentum eða upphæðin ein, án þess að lesandinn viti ofan á hvaða upphæð ferðafyrirtækja hún leggst. Þau verulega íþyngjandi gjöld sem BH nefnir eru m.a þessi: Gjald fyrir einka- eða bílaleigubíl á stæði er 750 kr. en var 500 kr. Ferðaþjónustan sem slík greiðir alla jafna ekki þessi gjöld. Hækkunin er heil 50% en um leið var salernisgjald (200 kr.) lagt niður en BH getur þess ekki. Fyrir ferðaþjónustubíl með allt að 8 farþegum er gjaldið 1.000 kr., en 1.800 kr. fyrir allt að 20 manna rútu og fyrir yfir 20 manna bíla er gjaldið 3.500 kr. Gullhringsferð kostar t.d. um 8.000 kr. í fullum 19 manna kálfi greiða ferðamenn 152.000 kr. fyrir ferðina. Kostnaðarauki ferðaþjónustunnar er 1.800 kr., eða um 90 kr. á farþega, og hægt er að tilkynna hópferðamönnunum að ekki sé greitt fyrir salernisnotkun, líkt og áður var. Í fullri stórrútu er kostnaðaraukinn enn minni á farþega. Vissulega aka hálftómir ferðaþjónustubílar um Þingvelli – hér er aðeins tekið dæmi til skýringar. Silfrugjaldið hækkaði í 1.500 kr. vegna þess að lagt hefur verið í margra milljóna króna kostnað með þjónustuhúsum á staðnum og öðrum úrbótum, m.a. sjúkraflutningamanni á vakt í þjóðgarðinum. Gjaldið var 1.000 kr., óbreytt frá 2012, og tvöfaldaðist ekki eins og BH skrifar. Köfun í Silfru kostar frá 14.000 kr. til 35.000 kr. og þær upphæðir hækka þá um 750 kr. Hóf hefur verið í heiðri haft.Höfundur er formaður Þingvallanefndar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar