Golf

Litríkur hringur hjá Valdísi á Opna breska

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valdís þarf að halda sömu tölu af fuglum á morgun og breyta skollunum í par, þá er hún í góðum málum.
Valdís þarf að halda sömu tölu af fuglum á morgun og breyta skollunum í par, þá er hún í góðum málum. vísir/getty
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur, átti kaflaskiptan hring er hún lék fyrsta hringinn á Opna breska meistaramótinu í Englandi.

Þetta var í fyrsta skipti sem Valdís var meðal keppenda á á Opna breska en hún var þó ekki fyrst Íslendinga. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppti á þessu móti í fyrra.

Valdís byrjaði vel. Hún fékk einn fugl og fjögur pör á fyrstu fimm holunum en sjötta og sjöunda holan reyndist Valdísi afar erfiðar.

Hún fékk skolla á sjöttu holu og þrefaldan skolla á sjöundu. Hún spilaði holuna á átta höggum en hún er par. Mikill skellur fyrir Valdísi sem hafði byrjað hringinn vel.

Hún endaði svo fyrri níu á tveimur pörum og byrjaði síðari níu af miklum krafti eða með tveimur fuglum. Í kjölfarið fylgdi skolli og par.

Fuglar á fimmtándu, sextándu og átjándu og par á sautjándu gerðu það að verkum að Valdís endaði hringinn á einu höggi yfir pari.

Hún er því í 62. sæti eftir fyrsta hringinn þegar þetta er skrifað en annar hringurinn er spilaður á morgun. Efst eru þær Sandra Gal og Mamiko Higa sem eru á fjórum höggum undir pari.

Skorkort Valdísar má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×