Gjaldkeri SÍF segir sig úr stjórn og lýsir yfir stuðningi við Davíð Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 10:28 Einar Freyr Bergsson, gjaldkeri SÍF, sendi frá sér fréttatilkynningu um afsögn sína í dag. Mynd/Aðsend Gjaldkeri framkvæmdastjórnar Sambands íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, hefur sagt sig úr stjórninni. Ástæðan er brottrekstur fyrrverandi formanns sambandsins, Davíðs Snæs Jónssonar, úr stjórn vegna umdeildrar greinar sem hann skrifaði. Einar Freyr Bergsson, gjaldkeri SÍF, sendi frá sér fréttatilkynningu um afsögn sína í dag. Í tilkynningu segir að ákvörðun um afsögnina hafi legið á herðum hans síðan meirihluti framkvæmdastjórnar SÍF tók ákvörðun um að vísa Davíð úr stjórn „vegna meintra brota í starfi sínu sem formaður,“ líkt og segir í tilkynningu frá Einari. „Skrípaleikur meirihlutans líkir við pólitískri valdabaráttu [sic] í sjónvarpsþættinum House Of Cards, þar sem einstaklingar nýta lagaglufur til þess að koma sjálfum sér í valdastöður,“ segir jafnframt í tilkynningu.Sjá einnig: Spurt að leikslokum Einar segir ákvörðun meirihluta stjórnarinnar hafa komið sér í opna skjöldu þar sem hann hafi ekki verið hafður með í ráðum. Hann hafi fyrst verið látinn vita af brottrekstri Davíðs í tölvupósti sem honum var sendur að morgni 21. júlí síðastliðinn, þremur dögum áður en Davíð var rekinn úr stjórn. Þá segir Einar afsögn sína taka gildi þann 6. ágúst næstkomandi, eftir að hann snýr heim frá Slóvakíu þar sem hann er nú staddur á vegum sambandsins. „Vil ég sjálfur lýsa yfir vantrausti á meirihluta framkvæmdastjórnar fyrir að virða ekki lög og reglur sambandsins. Mér finnst framkvæmdarstjórn SÍF skulda mér fyrirgefningu og Davíð Snæ afsökunarbeiðni fyrir ályktun sína, þar sem Davíð hefur unnið óeigingjarnt starf í þágu SÍF frá því að hann tók við störfum,“ segir í tilkynningu. Umrædd grein Davíðs bar titilinn „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og birtist á Vísi þann 19. júlí síðastliðinn. Í greininni beindi Davíð spjótum sínum að kynjafræði sem skyldufagi í framhaldsskólum og líkti henni við „marxísk fræði“. Davíð var svo vísað úr stjórn fimm dögum síðar og byggði stjórnin ákvörðun sína á því að Davíð hefði talað gegn opinberri stefnu SÍF með skrifum sínum. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Spurt að leikslokum Lög, reglur og samþykktir eru hornsteinn stjórna og félagsamtaka og leiðarvísir í ákvarðanatökum og starfsháttum þeirra sem fara með vald. 1. ágúst 2018 06:12 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12 Davíð segir „öfgafull viðbrögð“ stjórnar SÍF valda áhyggjum Davíð Snær Jónsson, sem vísað hefur verið úr stjórn Sambandi íslenskra framhaldsskólanema, hefur sent frá sér yfirlýsingu. 25. júlí 2018 08:49 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira
Gjaldkeri framkvæmdastjórnar Sambands íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, hefur sagt sig úr stjórninni. Ástæðan er brottrekstur fyrrverandi formanns sambandsins, Davíðs Snæs Jónssonar, úr stjórn vegna umdeildrar greinar sem hann skrifaði. Einar Freyr Bergsson, gjaldkeri SÍF, sendi frá sér fréttatilkynningu um afsögn sína í dag. Í tilkynningu segir að ákvörðun um afsögnina hafi legið á herðum hans síðan meirihluti framkvæmdastjórnar SÍF tók ákvörðun um að vísa Davíð úr stjórn „vegna meintra brota í starfi sínu sem formaður,“ líkt og segir í tilkynningu frá Einari. „Skrípaleikur meirihlutans líkir við pólitískri valdabaráttu [sic] í sjónvarpsþættinum House Of Cards, þar sem einstaklingar nýta lagaglufur til þess að koma sjálfum sér í valdastöður,“ segir jafnframt í tilkynningu.Sjá einnig: Spurt að leikslokum Einar segir ákvörðun meirihluta stjórnarinnar hafa komið sér í opna skjöldu þar sem hann hafi ekki verið hafður með í ráðum. Hann hafi fyrst verið látinn vita af brottrekstri Davíðs í tölvupósti sem honum var sendur að morgni 21. júlí síðastliðinn, þremur dögum áður en Davíð var rekinn úr stjórn. Þá segir Einar afsögn sína taka gildi þann 6. ágúst næstkomandi, eftir að hann snýr heim frá Slóvakíu þar sem hann er nú staddur á vegum sambandsins. „Vil ég sjálfur lýsa yfir vantrausti á meirihluta framkvæmdastjórnar fyrir að virða ekki lög og reglur sambandsins. Mér finnst framkvæmdarstjórn SÍF skulda mér fyrirgefningu og Davíð Snæ afsökunarbeiðni fyrir ályktun sína, þar sem Davíð hefur unnið óeigingjarnt starf í þágu SÍF frá því að hann tók við störfum,“ segir í tilkynningu. Umrædd grein Davíðs bar titilinn „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og birtist á Vísi þann 19. júlí síðastliðinn. Í greininni beindi Davíð spjótum sínum að kynjafræði sem skyldufagi í framhaldsskólum og líkti henni við „marxísk fræði“. Davíð var svo vísað úr stjórn fimm dögum síðar og byggði stjórnin ákvörðun sína á því að Davíð hefði talað gegn opinberri stefnu SÍF með skrifum sínum.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Spurt að leikslokum Lög, reglur og samþykktir eru hornsteinn stjórna og félagsamtaka og leiðarvísir í ákvarðanatökum og starfsháttum þeirra sem fara með vald. 1. ágúst 2018 06:12 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12 Davíð segir „öfgafull viðbrögð“ stjórnar SÍF valda áhyggjum Davíð Snær Jónsson, sem vísað hefur verið úr stjórn Sambandi íslenskra framhaldsskólanema, hefur sent frá sér yfirlýsingu. 25. júlí 2018 08:49 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira
Spurt að leikslokum Lög, reglur og samþykktir eru hornsteinn stjórna og félagsamtaka og leiðarvísir í ákvarðanatökum og starfsháttum þeirra sem fara með vald. 1. ágúst 2018 06:12
Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12
SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12
Davíð segir „öfgafull viðbrögð“ stjórnar SÍF valda áhyggjum Davíð Snær Jónsson, sem vísað hefur verið úr stjórn Sambandi íslenskra framhaldsskólanema, hefur sent frá sér yfirlýsingu. 25. júlí 2018 08:49