Vara við hættunni vegna frétta af neyslu ungmenna Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 16:37 Landlæknisembættið hefur áhyggjur af ástandinu. Vísir/Stefán Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum. Embættið kemur upplýsingunum á framfæri vegna frétta sem fluttar hafa verið af notkun ungmenna á lyfjunum.Sjá einnig: Gagnrýnir brottvísun sonar síns af meðferðarheimili: „Nú væri hægt að grípa inn í áður en allt fer til fjandans“ „Ef of stór skammtur ávanabindandi lyfja er tekinn geta afleiðingarnar verð bæði bráðar og óafturkræfar fyrir einstaklinginn,“ segir í tilkynningu frá Landlækni. Þá eru teknar saman nokkrar tegundir slíkra lyfja og afleiðingar sem neysla þeirra kynni að hafa í för með sér. Við neyslu sterkra verkalyfja á borð við oxycontin, fentanyl og contalgin er varað við blóðþrýstingsfalli, svefnhöfgi og hættu á dái eða dauða vegna öndunarbælingar. Þessi lyf eru jafnframt sögð þau hættulegustu. Þá er varað við neyslu róandi lyfja á borð við alprazolam (innihaldsefni í Xanax), sobril og stesolid. Þau geti verið lífshættuleg séu þau tekin með áfengi og öðrum lyfjum sem hafa bælandi áhrif á miðtaugakerfið. Bráð ofskömmtun örvandi lyfja eins og amfetamíns, ritalíns og concerta getur leitt til krampa, ofskynjana, óráðs, ofurhita, hraðtakts og háþrýstings. Þá er fólki ráðið frá notkun margra efna samtímis. Einnig er bent á að lyf sem eru flutt inn af einstaklingum eða búin til á ólöglegan hátt eru mun hættulegri en önnur þar sem þau geta innihaldið ýmis aukaefni. „Dæmi um slíkt lyf er Xanax sem ekki er á markaði hér á landi. Xanax inniheldur alprazolam og iðulega önnur efni sem bætt hefur verið við.“ Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Stofnuðu minningarsjóð í nafni Einars Darra til hjálpar ungu fólki í fíkniefnavanda Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit þann 25. maí síðastliðinn aðeins 18 ára gamall. 14. júní 2018 14:15 Gagnrýnir brottvísun sonar síns af meðferðarheimili: „Nú væri hægt að grípa inn í áður en allt fer til fjandans“ Móðir ungs manns, sem vísað var af meðferðarheimilinu Vík vegna "ófullnægjandi þvagprufu“, gagnrýnir harðlega úrræðaleysi í málaflokknum. 16. ágúst 2018 13:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Sjá meira
Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum. Embættið kemur upplýsingunum á framfæri vegna frétta sem fluttar hafa verið af notkun ungmenna á lyfjunum.Sjá einnig: Gagnrýnir brottvísun sonar síns af meðferðarheimili: „Nú væri hægt að grípa inn í áður en allt fer til fjandans“ „Ef of stór skammtur ávanabindandi lyfja er tekinn geta afleiðingarnar verð bæði bráðar og óafturkræfar fyrir einstaklinginn,“ segir í tilkynningu frá Landlækni. Þá eru teknar saman nokkrar tegundir slíkra lyfja og afleiðingar sem neysla þeirra kynni að hafa í för með sér. Við neyslu sterkra verkalyfja á borð við oxycontin, fentanyl og contalgin er varað við blóðþrýstingsfalli, svefnhöfgi og hættu á dái eða dauða vegna öndunarbælingar. Þessi lyf eru jafnframt sögð þau hættulegustu. Þá er varað við neyslu róandi lyfja á borð við alprazolam (innihaldsefni í Xanax), sobril og stesolid. Þau geti verið lífshættuleg séu þau tekin með áfengi og öðrum lyfjum sem hafa bælandi áhrif á miðtaugakerfið. Bráð ofskömmtun örvandi lyfja eins og amfetamíns, ritalíns og concerta getur leitt til krampa, ofskynjana, óráðs, ofurhita, hraðtakts og háþrýstings. Þá er fólki ráðið frá notkun margra efna samtímis. Einnig er bent á að lyf sem eru flutt inn af einstaklingum eða búin til á ólöglegan hátt eru mun hættulegri en önnur þar sem þau geta innihaldið ýmis aukaefni. „Dæmi um slíkt lyf er Xanax sem ekki er á markaði hér á landi. Xanax inniheldur alprazolam og iðulega önnur efni sem bætt hefur verið við.“
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Stofnuðu minningarsjóð í nafni Einars Darra til hjálpar ungu fólki í fíkniefnavanda Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit þann 25. maí síðastliðinn aðeins 18 ára gamall. 14. júní 2018 14:15 Gagnrýnir brottvísun sonar síns af meðferðarheimili: „Nú væri hægt að grípa inn í áður en allt fer til fjandans“ Móðir ungs manns, sem vísað var af meðferðarheimilinu Vík vegna "ófullnægjandi þvagprufu“, gagnrýnir harðlega úrræðaleysi í málaflokknum. 16. ágúst 2018 13:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Sjá meira
Stofnuðu minningarsjóð í nafni Einars Darra til hjálpar ungu fólki í fíkniefnavanda Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit þann 25. maí síðastliðinn aðeins 18 ára gamall. 14. júní 2018 14:15
Gagnrýnir brottvísun sonar síns af meðferðarheimili: „Nú væri hægt að grípa inn í áður en allt fer til fjandans“ Móðir ungs manns, sem vísað var af meðferðarheimilinu Vík vegna "ófullnægjandi þvagprufu“, gagnrýnir harðlega úrræðaleysi í málaflokknum. 16. ágúst 2018 13:00