Á þessu árlega móti munu lið Englands keppa gegn Skotlandi, Norður Írlandi, Wales, Bretlandi 19 ára og yngri og alþjóðlegu liði.
Í alþjóðlega liðinu verða níu íslenskir keppendur ásamt keppendum frá Danmörku, Jamaíku, Nýja Sjálandi og fleiri löndum.
Þetta er þriðja árið í röð sem mótið fer fram.
Hér fyrir neðan má sjá keppendur frá Íslandi á Manchester International frjálsíþróttamótinu 2018.
Tímatafla íslensku keppendanna er eftirfarandi:
- Hafdís Sigurðardóttir – langstökk klukkan 15:00
- Ívar Kristinn Jasonarson – 400 metra grindarhlaup klukkan 15:35
- Hilmar Örn Jónsson – sleggjukast klukkan 17:00
- Kristín Karlsdóttir – kúluvarp klukkan 17:15 og kringlukast klukkan 18:50
- Jóhann Björn Sigurbjörnsson – 100 metra spretthlaup klukkan 17:20 og 200 metra spretthlaup klukkan 18:37
- Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir – 200 metra spretthlaup klukkan 18:32
- Kristinn Þór Kristinsson – 800 metra hlaup klukkan 18:47
- Guðni Valur Gunnarsson – kringlukast klukkan 18:50
- Hlynur Andrésson – míluhlaup klukkan 19:40
Einnig mun hópur fyrrverandi boxara mæta fyrrum ruðningsleikmönnum í 100 metra spretthlaupi, langstökki, kúluvarpi og 4×100 metra boðhlaupi.
Manchester International fer fram Á Manchester Regional Arena frjálsíþróttavellinum sem er við hliðina á Ethiad-leikvanginum sem er heimavöllur Englandsmeistara Manchester City.