Kveikt í rúmlega 80 bílum í Svíþjóð Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2018 06:02 Vitni segjast hafa séð dökk- og grímuklædda menn bera eld að bílunum. SVT Borinn var eldur að fjölda bíla í sænsku borgunum Gautaborg og Trollhättan í nótt. Þá voru lögreglumenn grýttir í síðarnefndu borginni. Lögreglustjórinn Ulla Brehm segir að þó að sænska lögreglan hafi áður þurft að eiga við brennuvarga minnist hún þess ekki að eldur hafi verið borinn að svo mörgum bílum á svo mörgum stöðum á sama tíma. Sænskir fjölmiðlar ætla að rúmlega 80 bílar hafi orðið brennuvörgum að bráð í gærkvöld. Fyrst bárust tilkynningar af eldsvoðum í norðausturhluta Gautaborgar um klukkan 21 að staðartíma í gærkvöldi. Skömmu síðar fékk lörgreglan tilkynningu um hóp fólks sem virtist bera eld að bílum á bílastæði við Frölunda-torg. Í Tröllhättan var samtímis kveikt í bílum, dekkjum og vörubrettum. Þá var kveikt í nokkrum bílum til viðbótar um klukkan 23, í hverfunum Gårdsten og Tynnered. Þegar lögreglan mætti til að aðstoða slökkviliðsmenn í Trollhättan á hún að hafa orðið fyrir grjótkasti ungmenna. Fjöldi ungs fólks, sem huldi andlit sitt, er sagður hafa grýtt lögregluþjónana og segir lögreglustjórinn Ulla Brehm í samtali við SVT að ekki hafi verið hægt að bera kennsl á grjótkastarana sökum dulargervanna. Vitni segjast í samtali við sænska ríkisútvarpið hafa séð dökkklæddan hóp kveikja í bílum í Frölunda. Í myndbandi á vef SVT má sjá hvernig hópur brennuvarga gengur á milli bíla og kveikir í þeim. Eitt vitnanna segist hafa séð á bilinu 8 til 10 grímuklædda menn, vopnaða hafnaboltakylfum og bensínbrúsum. Þrátt fyrir eldhafið hafa ekki borist neinar fregnir af manntjóni. Lögreglan rannsakar nú hvort einhver tengsl séu milli eldanna, sem kviknuðu sem fyrr segir á mörgum stöðum á nokkurn veginn sama tíma. Lögreglan biðlar til foreldra að þeir lykti af fötum barna sinna. Finni þeir bensínlykt skulu þeir hafa tafarlaust samband við lögregluna. Enginn hefur verið handtekinn vegna eldanna. Norðurlönd Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Borinn var eldur að fjölda bíla í sænsku borgunum Gautaborg og Trollhättan í nótt. Þá voru lögreglumenn grýttir í síðarnefndu borginni. Lögreglustjórinn Ulla Brehm segir að þó að sænska lögreglan hafi áður þurft að eiga við brennuvarga minnist hún þess ekki að eldur hafi verið borinn að svo mörgum bílum á svo mörgum stöðum á sama tíma. Sænskir fjölmiðlar ætla að rúmlega 80 bílar hafi orðið brennuvörgum að bráð í gærkvöld. Fyrst bárust tilkynningar af eldsvoðum í norðausturhluta Gautaborgar um klukkan 21 að staðartíma í gærkvöldi. Skömmu síðar fékk lörgreglan tilkynningu um hóp fólks sem virtist bera eld að bílum á bílastæði við Frölunda-torg. Í Tröllhättan var samtímis kveikt í bílum, dekkjum og vörubrettum. Þá var kveikt í nokkrum bílum til viðbótar um klukkan 23, í hverfunum Gårdsten og Tynnered. Þegar lögreglan mætti til að aðstoða slökkviliðsmenn í Trollhättan á hún að hafa orðið fyrir grjótkasti ungmenna. Fjöldi ungs fólks, sem huldi andlit sitt, er sagður hafa grýtt lögregluþjónana og segir lögreglustjórinn Ulla Brehm í samtali við SVT að ekki hafi verið hægt að bera kennsl á grjótkastarana sökum dulargervanna. Vitni segjast í samtali við sænska ríkisútvarpið hafa séð dökkklæddan hóp kveikja í bílum í Frölunda. Í myndbandi á vef SVT má sjá hvernig hópur brennuvarga gengur á milli bíla og kveikir í þeim. Eitt vitnanna segist hafa séð á bilinu 8 til 10 grímuklædda menn, vopnaða hafnaboltakylfum og bensínbrúsum. Þrátt fyrir eldhafið hafa ekki borist neinar fregnir af manntjóni. Lögreglan rannsakar nú hvort einhver tengsl séu milli eldanna, sem kviknuðu sem fyrr segir á mörgum stöðum á nokkurn veginn sama tíma. Lögreglan biðlar til foreldra að þeir lykti af fötum barna sinna. Finni þeir bensínlykt skulu þeir hafa tafarlaust samband við lögregluna. Enginn hefur verið handtekinn vegna eldanna.
Norðurlönd Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira