Þessir leikir tóku á andlega Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. ágúst 2018 10:30 Sandra María Jessen er fyrirliði Þórs/KA liðsins. vísir/eyþór Þór/KA komst í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær eftir markalaust jafntefli gegn Ajax í lokaleik Akureyringa í undankeppninni. Er þetta í annað sinn í sögu félagsins sem norðankonur komast í útsláttarkeppnina. Fóru þær upp úr riðli sínum með sjö stig úr þremur leikjum þrátt fyrir að lenda í öðru sæti sem eitt af tveimur stigahæstu liðunum í öðru sæti. Örlögin voru í höndum norðankvenna fyrir leikinn sem voru öruggar áfram með sigri en líklegt var að jafntefli myndi duga. Andstæðingurinn, Ajax frá Hollandi var að sögn Söndru Maríu Jessen, fyrirliða Þórs/KA, gríðarlega sterkur og innihélt fjölmargar landsliðskonur. „Ajax er með gífurlega sterkt lið, margar landsliðskonur frá Hollandi og eina frá Danmörku. Við getum verið stoltar af þessum úrslitum og að hafa haldið hreinu allan riðilinn og við komum fullar sjálfstrausts aftur í Pepsi-deildina,“ sagði Sandra og bætti við: „Þessir leikir tóku á andlegu hliðina, það voru margar sem höfðu ekki leikið Evrópuleiki og við þurftum að vera agaðar og reiða okkur á að liðsandinn myndi nýtast okkur. Við gerðum vel að stíga upp og það var ekki að sjá að þetta væru fyrstu leikirnir hjá mörgum í Meistaradeildinni.“ Akureyringar urðu fyrir áfalli þegar þær misstu Ariana Calderon af velli á 78. mínútu með rautt spjald. „Þetta var varla brot að mínu mati, hún rekst í hana og fær dæmda á sig aukaspyrnu en dómarinn var búinn að vara hana við að hún væri á síðasta séns. Þrátt fyrir að vera manni færri á lokakaflanum héldum við áfram að sækja í leit að sigurmarkinu,“ sagði Sandra og hélt áfram: „Það var svakaleg spenna undir lokin, ég var með hnút í maganum síðustu mínúturnar en stuðningsmenn Þórs/KA í stúkunni voru duglegir að láta okkur vita. Við ætluðum að klára þetta með sigri í dag en jafnteflið dugði til og þá var gott að fá þessar upplýsingar úr stúkunni.“ Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Þór/KA komst í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær eftir markalaust jafntefli gegn Ajax í lokaleik Akureyringa í undankeppninni. Er þetta í annað sinn í sögu félagsins sem norðankonur komast í útsláttarkeppnina. Fóru þær upp úr riðli sínum með sjö stig úr þremur leikjum þrátt fyrir að lenda í öðru sæti sem eitt af tveimur stigahæstu liðunum í öðru sæti. Örlögin voru í höndum norðankvenna fyrir leikinn sem voru öruggar áfram með sigri en líklegt var að jafntefli myndi duga. Andstæðingurinn, Ajax frá Hollandi var að sögn Söndru Maríu Jessen, fyrirliða Þórs/KA, gríðarlega sterkur og innihélt fjölmargar landsliðskonur. „Ajax er með gífurlega sterkt lið, margar landsliðskonur frá Hollandi og eina frá Danmörku. Við getum verið stoltar af þessum úrslitum og að hafa haldið hreinu allan riðilinn og við komum fullar sjálfstrausts aftur í Pepsi-deildina,“ sagði Sandra og bætti við: „Þessir leikir tóku á andlegu hliðina, það voru margar sem höfðu ekki leikið Evrópuleiki og við þurftum að vera agaðar og reiða okkur á að liðsandinn myndi nýtast okkur. Við gerðum vel að stíga upp og það var ekki að sjá að þetta væru fyrstu leikirnir hjá mörgum í Meistaradeildinni.“ Akureyringar urðu fyrir áfalli þegar þær misstu Ariana Calderon af velli á 78. mínútu með rautt spjald. „Þetta var varla brot að mínu mati, hún rekst í hana og fær dæmda á sig aukaspyrnu en dómarinn var búinn að vara hana við að hún væri á síðasta séns. Þrátt fyrir að vera manni færri á lokakaflanum héldum við áfram að sækja í leit að sigurmarkinu,“ sagði Sandra og hélt áfram: „Það var svakaleg spenna undir lokin, ég var með hnút í maganum síðustu mínúturnar en stuðningsmenn Þórs/KA í stúkunni voru duglegir að láta okkur vita. Við ætluðum að klára þetta með sigri í dag en jafnteflið dugði til og þá var gott að fá þessar upplýsingar úr stúkunni.“
Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira