Búist við afsögn sjávarútvegsráðherra Noregs Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 07:12 Per Sandberg fór til Íran í júlí. Vísir/EPA Per Sandberg mun í dag segja af sér sem sjávarútvegsráðherra Noregs. Tilkynnt verður um eftirmann hans síðar í dag, að sögn heimildarmanna Aftenposten sem sagðir eru þekkja til málsins. Sandberg hefur sætt gagnrýni að undanförnu eftir að upp komst að hann hafði varið sumarfríi sínu í Íran, án þess að gera forsætisráðuneytinu viðvart fyrirfram. Fríinu varði hann með kærustu sinni, hinni 28 ára gömlu Bahareh Letnes, sem er af írönskum uppruna. Ætlast er til þess að norskir ráðherrar tilkynni um utanlandsferðir sínar með góðum fyrirvara enda þurfi forsætisráðherra landsins ætíð að vera upplýstur um hvar ráðherrar hans eru niðurkomnir. Upp geti komið aðstæður þar sem nærveru þeirra er óskað með skömmum fyrirvara.Sjá einnig: Arftakinn álíka umdeildur og Listhaug Ráðherrann sagði að Íransferðin væri tilkomin vegna ófyrirséðra breytinga á ferðalagi sínu og að hann hafði látið forsætisráðuneytið vita tveimur sólahringum eftir komuna til landsins. „Ég lét ráðuneytið [sjávarútvegsr.] vita daginn eftir að ég kom til Írans og forsætisráðuneytið daginn eftir það,“ sagði Sandberg í samtali við NTB. Með því viðurkenndi Sandberg að hafa brotið siðareglur norskra ráðherra, sem nálgast má hér. Talsmaður forsætisráðuneytisins vildi lítið tjá sig um væntanlega afsögn Sandberg í samtali við Aftenposten í morgun. „Við tjáum okkur aldrei um svona orðróma,“ er haft eftir talsmanninum, Treude Måseide, á vef blaðsins. Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Arftakinn álíka umdeildur og Listhaug Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra, hefur verið skipaður nýr dómsmálaráðherra í Noregi. 20. mars 2018 19:45 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Per Sandberg mun í dag segja af sér sem sjávarútvegsráðherra Noregs. Tilkynnt verður um eftirmann hans síðar í dag, að sögn heimildarmanna Aftenposten sem sagðir eru þekkja til málsins. Sandberg hefur sætt gagnrýni að undanförnu eftir að upp komst að hann hafði varið sumarfríi sínu í Íran, án þess að gera forsætisráðuneytinu viðvart fyrirfram. Fríinu varði hann með kærustu sinni, hinni 28 ára gömlu Bahareh Letnes, sem er af írönskum uppruna. Ætlast er til þess að norskir ráðherrar tilkynni um utanlandsferðir sínar með góðum fyrirvara enda þurfi forsætisráðherra landsins ætíð að vera upplýstur um hvar ráðherrar hans eru niðurkomnir. Upp geti komið aðstæður þar sem nærveru þeirra er óskað með skömmum fyrirvara.Sjá einnig: Arftakinn álíka umdeildur og Listhaug Ráðherrann sagði að Íransferðin væri tilkomin vegna ófyrirséðra breytinga á ferðalagi sínu og að hann hafði látið forsætisráðuneytið vita tveimur sólahringum eftir komuna til landsins. „Ég lét ráðuneytið [sjávarútvegsr.] vita daginn eftir að ég kom til Írans og forsætisráðuneytið daginn eftir það,“ sagði Sandberg í samtali við NTB. Með því viðurkenndi Sandberg að hafa brotið siðareglur norskra ráðherra, sem nálgast má hér. Talsmaður forsætisráðuneytisins vildi lítið tjá sig um væntanlega afsögn Sandberg í samtali við Aftenposten í morgun. „Við tjáum okkur aldrei um svona orðróma,“ er haft eftir talsmanninum, Treude Måseide, á vef blaðsins.
Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Arftakinn álíka umdeildur og Listhaug Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra, hefur verið skipaður nýr dómsmálaráðherra í Noregi. 20. mars 2018 19:45 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Arftakinn álíka umdeildur og Listhaug Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra, hefur verið skipaður nýr dómsmálaráðherra í Noregi. 20. mars 2018 19:45