Milljón og Pétur Jóhann hleypur aftur á bak Benedikt Bóas skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Pétur Jóhann er í dúndurformi og tilbúinn í slaginn. Hann tók meira að segja hlaupagallann með sér í sumarbústað um helgina. Í fyrra söfnuðust 118 milljónir til 152 góðgerðarfélaga en Pétur hleypur fyrir Bumbulóní. Mynd/Natan Bjarnason „Ég hef ekki hlaupið mikið aftur á bak. Ég hef alveg gert það en ekki tíu kílómetra,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon sem ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu aftur á bak ef hann nær að safna milljón krónum fyrir góðgerðarfélagið Bumbulóní. „Það þarf bara að kýla á þetta og athuga hvað gerist, ef ég á að vera hreinskilinn þá fannst mér eitthvað fyndið við að prófa þetta.“ Tilgangur og markmið Bumbuloní er að styrkja fjölskyldur langveikra barna fyrir jólin ár hvert. Í ár verður styrkurinn veittur í fjórða sinn en þrjár fjölskyldur fengu styrk árið 2015 og árið 2016 og átta fjölskyldur árið 2017.Keppendur arka af stað. Allir áfram og enginn aftur á bak. Pétur Jóhann verður trúlega sá fyrsti sem skokkar 10 kílómetrana aftur á bak.fréttablaðið/ArnaldurFélagið er stofnað til minningar um Björgvin Arnar sem lést langt fyrir aldur fram úr sjaldgæfum sjúkdómi árið 2013, þá sex ára gamall. Pétur og kærasta hans, Sigrún, kynntust Ásdísi stofnanda Bumbulóní í fríi erlendis. „Mig langaði að fá eitthvert fútt í þetta og mér fannst þessi tala, milljón, svolítið heillandi. Og að hlaupa aftur á bak í einhverja sex klukkutíma – það gefur þessu gildi,“ segir hann. Pétur segist vera í ágætu formi, ekki arfaslöku eins og oft áður. Orð að sönnu en þeir sem sáu grillþáttinn þeirra Sveppa tóku eftir að Pétur var í sumarformi en hann hefur verið að fara ásamt Sigrúnu í Hreyfingu í Glæsibæ. „Ég er í betra formi en ég á að mér. Ég er búinn að fara frá áramótum þegar færi gefst með Sigrúnu. Við höfum verið að skapa okkur tíma til að hreyfa okkur. Ég hef ekki fílað mig vel í líkamsræktarstöðvum en ég hef náð að hanga þegar hún er með mér. Hún rífur mig áfram. Hún er úr Keflavík og tekur enga fanga,“ segir hann glaðbeittur sem fyrr tilbúinn í að hlaupa 10 kílómetrana aftur á bak eða áfram. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Greindist með leghálskrabbamein á meðgöngu: „Fanney er algjör nagli“ Andrea Sigurðardóttir ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir vinkonu sína sem berst við krabbamein. 10. ágúst 2018 10:00 „Ég hélt að bara eldra fólk fengi gigt“ Sigríður Lára Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu styrkir gigtveik börn. 8. ágúst 2018 12:30 „Lítið vitað um það hver þróun sjúkdómsins verður“ Sex ára tvíburar Vigdísar Þórarinsdóttur eru með sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm. 8. ágúst 2018 10:15 Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Sjá meira
„Ég hef ekki hlaupið mikið aftur á bak. Ég hef alveg gert það en ekki tíu kílómetra,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon sem ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu aftur á bak ef hann nær að safna milljón krónum fyrir góðgerðarfélagið Bumbulóní. „Það þarf bara að kýla á þetta og athuga hvað gerist, ef ég á að vera hreinskilinn þá fannst mér eitthvað fyndið við að prófa þetta.“ Tilgangur og markmið Bumbuloní er að styrkja fjölskyldur langveikra barna fyrir jólin ár hvert. Í ár verður styrkurinn veittur í fjórða sinn en þrjár fjölskyldur fengu styrk árið 2015 og árið 2016 og átta fjölskyldur árið 2017.Keppendur arka af stað. Allir áfram og enginn aftur á bak. Pétur Jóhann verður trúlega sá fyrsti sem skokkar 10 kílómetrana aftur á bak.fréttablaðið/ArnaldurFélagið er stofnað til minningar um Björgvin Arnar sem lést langt fyrir aldur fram úr sjaldgæfum sjúkdómi árið 2013, þá sex ára gamall. Pétur og kærasta hans, Sigrún, kynntust Ásdísi stofnanda Bumbulóní í fríi erlendis. „Mig langaði að fá eitthvert fútt í þetta og mér fannst þessi tala, milljón, svolítið heillandi. Og að hlaupa aftur á bak í einhverja sex klukkutíma – það gefur þessu gildi,“ segir hann. Pétur segist vera í ágætu formi, ekki arfaslöku eins og oft áður. Orð að sönnu en þeir sem sáu grillþáttinn þeirra Sveppa tóku eftir að Pétur var í sumarformi en hann hefur verið að fara ásamt Sigrúnu í Hreyfingu í Glæsibæ. „Ég er í betra formi en ég á að mér. Ég er búinn að fara frá áramótum þegar færi gefst með Sigrúnu. Við höfum verið að skapa okkur tíma til að hreyfa okkur. Ég hef ekki fílað mig vel í líkamsræktarstöðvum en ég hef náð að hanga þegar hún er með mér. Hún rífur mig áfram. Hún er úr Keflavík og tekur enga fanga,“ segir hann glaðbeittur sem fyrr tilbúinn í að hlaupa 10 kílómetrana aftur á bak eða áfram.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Greindist með leghálskrabbamein á meðgöngu: „Fanney er algjör nagli“ Andrea Sigurðardóttir ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir vinkonu sína sem berst við krabbamein. 10. ágúst 2018 10:00 „Ég hélt að bara eldra fólk fengi gigt“ Sigríður Lára Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu styrkir gigtveik börn. 8. ágúst 2018 12:30 „Lítið vitað um það hver þróun sjúkdómsins verður“ Sex ára tvíburar Vigdísar Þórarinsdóttur eru með sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm. 8. ágúst 2018 10:15 Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Sjá meira
Greindist með leghálskrabbamein á meðgöngu: „Fanney er algjör nagli“ Andrea Sigurðardóttir ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir vinkonu sína sem berst við krabbamein. 10. ágúst 2018 10:00
„Ég hélt að bara eldra fólk fengi gigt“ Sigríður Lára Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu styrkir gigtveik börn. 8. ágúst 2018 12:30
„Lítið vitað um það hver þróun sjúkdómsins verður“ Sex ára tvíburar Vigdísar Þórarinsdóttur eru með sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm. 8. ágúst 2018 10:15