Helgi situr við skriftir til að fá lögum um þjóðsönginn breytt Birgir Olgeirsson skrifar 11. ágúst 2018 19:38 Helgi Hrafn Gunnarsson telur lögin algjöra vitleysu og ekki standast ákvæði í stjórnarskránni um tjáningarfrelsi. Stöð 2 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust til breytingar á lögum um þjóðsöng Íslendinga. Helgi Hrafn segir í samtali við Vísi að hann efist um að lögin um þjóðsönginn standist ákvæði í stjórnarskránni um tjáningarfrelsi. Þingmaðurinn hefur verið með frumvarpið í smíðum frá því í gær, eða þegar hann sá frétt þess efnis að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætli að víkja sæti í tengslum við skoðun forsætisráðuneytisins á notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í auglýsingum stofnunarinnar. Þetta gerir Katrín þar sem hún tók sjálf þátt í umræddri auglýsingu þar sem þjóðþekktir einstaklingar lásu brot úr íslenska þjóðsöngnum í aðdraganda farar íslenska karlalandsliðsins til Rússlands á HM.Katrín vill að lög um þjóðsönginn verði tekin til endurskoðunar.Vísir/Hanna andrésdóttirMálið var til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar gær þar sem Katrín fól Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, að fara með málið. Katrín sagði sjálf að réttast væri að kanna hvort að endurskoða beri lögin um þjóðsönginn. Sagði hún lögin komin til ára sinna og bætti ráðherrann við að hún væri þeirra skoðunar að þjóðsöngurinn sé til að nota hann.Segir lögin óttalega vitleysu Þessu er Helgi Hrafn sammála sem finnst skrýtið að ekki megi nota þjóðsönginn í auglýsingar eða viðskiptalegum tilgangi. Lögin um þjóðsönginn innihalda sex greinar en Helgi Hrafn tvo þriðju þessara laga óþarfi og að hans mati ekki í samræmi við tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. „Í þriðja lagi finnst mér þessi lög óttaleg vitleysa. Við erum svolítið gjörn á það hérna að ef okkur finnst á einhvern hátt eitthvað mikilvægt upp á menningarsögu eða eitthvað því um líkt, þá höfum við tilhneigingu hér á Íslandi til að setja því ofboðslegar skorður við notkun þess, eins og þjóðsönginn,“ segir Helgi Hrafn. Hann nefnir að samkvæmt lögunum er beinlínis bannað að birta þjóðsönginn í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. „Af hverju? Af hverju er það sjálfkrafa virðingarleysi við þjóðsönginn að leika sér aðeins með hann? Þetta er eftir allt saman tónlist og eign Íslendinga sjálfra en þeir mega ekkert gera við hann að ráði,“ segir Helgi Hrafn.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.Fréttablaðið/StefánRapp-útgáfa ólögleg Hann segir sinn skilning á lögunum að ekki mætti gera rapp-útgáfu af laginu. „Það kemur líka fram að forsætisráðuneytið myndi skera úr um slíkan ágreining. En ég fæ ekki séð hvernig það ætti að standast þessi lög að gera rapp útgáfu af þjóðsöngnum, eitthvað sem ég held að væri ágætt að myndi gerast upp á það að fólk sem hlustar á rapp myndi kynnast þjóðsöngnum. Það er ekkert virðingarleysi, menning virkar þannig að þarf að vera hægt að leika sér með hlutina sem eru í menningu manns,“ segir Helgi. Hann segir lögin koma í veg fyrir það og fær ekki séð hvernig þau bæta virðingu eða vernda þjóðsönginn á nokkurn hátt. „Þetta er bara vitleysa og til að kóróna þvæluna þá er í sjöttu grein laganna refsiákvæði um sektir eða fangelsi allt að tveimur árum. Þá er þetta bara orðinn einhver hlægilegur farsi,“ segir Helgi.Prinsipp-mál að útrýma lögum sem skerða frelsiSamkvæmt stjórnarskránni má tjáningarfrelsi aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum Helgi segist ekki sjá hvernig lög um þjóðsönginn standist skilyrði um skorður á tjáningarfrelsi. „Að öllum líkindum myndi ég halda að ef þetta færi fyrir dóm þá hugsa ég að þorri þessara laga yrði felldur. Mér finnst prinsipp mál að við losum okkur við lög sem skerða frelsi fólks að óþörfu í einhverri undarlegri gamaldags hugsun að banna allt í kringum okkur sem okkur þykir vænt um. Ég trúi ekki á þessa hugmynd að allt sem okkur þykir vænt um eigi að vera leiðinlegt og staðna. Af hverju má þetta ekki vera gaman? Af hverju má ekki gera tilraunir með þetta?,“ spyr Helgi og bætir við að frekar ætti að leita leiða til að halda þjóðsöngnum á lífi. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust til breytingar á lögum um þjóðsöng Íslendinga. Helgi Hrafn segir í samtali við Vísi að hann efist um að lögin um þjóðsönginn standist ákvæði í stjórnarskránni um tjáningarfrelsi. Þingmaðurinn hefur verið með frumvarpið í smíðum frá því í gær, eða þegar hann sá frétt þess efnis að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætli að víkja sæti í tengslum við skoðun forsætisráðuneytisins á notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í auglýsingum stofnunarinnar. Þetta gerir Katrín þar sem hún tók sjálf þátt í umræddri auglýsingu þar sem þjóðþekktir einstaklingar lásu brot úr íslenska þjóðsöngnum í aðdraganda farar íslenska karlalandsliðsins til Rússlands á HM.Katrín vill að lög um þjóðsönginn verði tekin til endurskoðunar.Vísir/Hanna andrésdóttirMálið var til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar gær þar sem Katrín fól Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, að fara með málið. Katrín sagði sjálf að réttast væri að kanna hvort að endurskoða beri lögin um þjóðsönginn. Sagði hún lögin komin til ára sinna og bætti ráðherrann við að hún væri þeirra skoðunar að þjóðsöngurinn sé til að nota hann.Segir lögin óttalega vitleysu Þessu er Helgi Hrafn sammála sem finnst skrýtið að ekki megi nota þjóðsönginn í auglýsingar eða viðskiptalegum tilgangi. Lögin um þjóðsönginn innihalda sex greinar en Helgi Hrafn tvo þriðju þessara laga óþarfi og að hans mati ekki í samræmi við tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. „Í þriðja lagi finnst mér þessi lög óttaleg vitleysa. Við erum svolítið gjörn á það hérna að ef okkur finnst á einhvern hátt eitthvað mikilvægt upp á menningarsögu eða eitthvað því um líkt, þá höfum við tilhneigingu hér á Íslandi til að setja því ofboðslegar skorður við notkun þess, eins og þjóðsönginn,“ segir Helgi Hrafn. Hann nefnir að samkvæmt lögunum er beinlínis bannað að birta þjóðsönginn í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. „Af hverju? Af hverju er það sjálfkrafa virðingarleysi við þjóðsönginn að leika sér aðeins með hann? Þetta er eftir allt saman tónlist og eign Íslendinga sjálfra en þeir mega ekkert gera við hann að ráði,“ segir Helgi Hrafn.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.Fréttablaðið/StefánRapp-útgáfa ólögleg Hann segir sinn skilning á lögunum að ekki mætti gera rapp-útgáfu af laginu. „Það kemur líka fram að forsætisráðuneytið myndi skera úr um slíkan ágreining. En ég fæ ekki séð hvernig það ætti að standast þessi lög að gera rapp útgáfu af þjóðsöngnum, eitthvað sem ég held að væri ágætt að myndi gerast upp á það að fólk sem hlustar á rapp myndi kynnast þjóðsöngnum. Það er ekkert virðingarleysi, menning virkar þannig að þarf að vera hægt að leika sér með hlutina sem eru í menningu manns,“ segir Helgi. Hann segir lögin koma í veg fyrir það og fær ekki séð hvernig þau bæta virðingu eða vernda þjóðsönginn á nokkurn hátt. „Þetta er bara vitleysa og til að kóróna þvæluna þá er í sjöttu grein laganna refsiákvæði um sektir eða fangelsi allt að tveimur árum. Þá er þetta bara orðinn einhver hlægilegur farsi,“ segir Helgi.Prinsipp-mál að útrýma lögum sem skerða frelsiSamkvæmt stjórnarskránni má tjáningarfrelsi aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum Helgi segist ekki sjá hvernig lög um þjóðsönginn standist skilyrði um skorður á tjáningarfrelsi. „Að öllum líkindum myndi ég halda að ef þetta færi fyrir dóm þá hugsa ég að þorri þessara laga yrði felldur. Mér finnst prinsipp mál að við losum okkur við lög sem skerða frelsi fólks að óþörfu í einhverri undarlegri gamaldags hugsun að banna allt í kringum okkur sem okkur þykir vænt um. Ég trúi ekki á þessa hugmynd að allt sem okkur þykir vænt um eigi að vera leiðinlegt og staðna. Af hverju má þetta ekki vera gaman? Af hverju má ekki gera tilraunir með þetta?,“ spyr Helgi og bætir við að frekar ætti að leita leiða til að halda þjóðsöngnum á lífi.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira