Umhverfisstofnun fylgist náið með eiturefnamálinu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 20:03 Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur verið dæmt til að greiða manni skaðabætur vegna eiturefnis sem það framleiðir. Efnið er að finna í arfaeyðinum Roundup sem fæst hér á landi. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir að fylgst sé með málinu og að dómurinn hafi komið nokkuð á óvart.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.Skjáskot/Stöð 2Landbúnaðarvörufyrirtækið Monsanto í Bandaríkjunum var dæmt til að greiða manni, sem er að deyja úr krabbameini, tæplega 32 milljarða króna í skaðabætur. Maðurinn var umsjónarmaður á skólalóð og hélt því fram að krabbameinið mætti rekja að einhverju leiti til notkunar hans á Roundup arfaeyðinum sem fyrirtækið býr til. Fyrirtækið hyggst áfrýja dómnum. Tekist hefur verið á innan Evrópusambandsins um virka eiturefnið glýfosfat en Roundop inniheldur það. Umhverfisstofnun sér um eftirlit á eiturefnum hér á landi og Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að þau muni fylgjast náið með þessu máli. „Okkur er þetta kunnugt. Samkvæmt þeim fréttum sem við höfum verið að skoða er það virka efnið glýfosfat sem dómstólar í Bandaríkjunum hafa tekið ákvörðun um að dæma út af. Þetta kemur nokkuð á óvart því hafa ber í huga að það var bara í nóvember á síðasta ári sem að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins framlengdi notkun á þessu efni, glýfosfat, sem er í Roundup og fjöldamörgum öðrum illgresiseyðum, um fimm ár,” segir Kristín.Bíða eftir viðbrögðum frá Evrópu 30% þeirra efna sem eru hér á markaði og eru notuð til að eyða illgresi innihalda þetta efni. Umhverfisstofnun mun ekki taka sjálfstæðar ákvarðanir í þessu máli og bíða og sjá hvaða viðbrögð koma frá Evrópu. „Okkar ráðlegging er bara mjög einföld í þessum málum eins og öðrum er varða illgresiseyða eða önnur efni. Bara minna, minna, minna. Við eigum að nota eins lítið af þessum efnum og mögulegt er,” segir hún að lokum. Dómsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur verið dæmt til að greiða manni skaðabætur vegna eiturefnis sem það framleiðir. Efnið er að finna í arfaeyðinum Roundup sem fæst hér á landi. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir að fylgst sé með málinu og að dómurinn hafi komið nokkuð á óvart.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.Skjáskot/Stöð 2Landbúnaðarvörufyrirtækið Monsanto í Bandaríkjunum var dæmt til að greiða manni, sem er að deyja úr krabbameini, tæplega 32 milljarða króna í skaðabætur. Maðurinn var umsjónarmaður á skólalóð og hélt því fram að krabbameinið mætti rekja að einhverju leiti til notkunar hans á Roundup arfaeyðinum sem fyrirtækið býr til. Fyrirtækið hyggst áfrýja dómnum. Tekist hefur verið á innan Evrópusambandsins um virka eiturefnið glýfosfat en Roundop inniheldur það. Umhverfisstofnun sér um eftirlit á eiturefnum hér á landi og Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að þau muni fylgjast náið með þessu máli. „Okkur er þetta kunnugt. Samkvæmt þeim fréttum sem við höfum verið að skoða er það virka efnið glýfosfat sem dómstólar í Bandaríkjunum hafa tekið ákvörðun um að dæma út af. Þetta kemur nokkuð á óvart því hafa ber í huga að það var bara í nóvember á síðasta ári sem að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins framlengdi notkun á þessu efni, glýfosfat, sem er í Roundup og fjöldamörgum öðrum illgresiseyðum, um fimm ár,” segir Kristín.Bíða eftir viðbrögðum frá Evrópu 30% þeirra efna sem eru hér á markaði og eru notuð til að eyða illgresi innihalda þetta efni. Umhverfisstofnun mun ekki taka sjálfstæðar ákvarðanir í þessu máli og bíða og sjá hvaða viðbrögð koma frá Evrópu. „Okkar ráðlegging er bara mjög einföld í þessum málum eins og öðrum er varða illgresiseyða eða önnur efni. Bara minna, minna, minna. Við eigum að nota eins lítið af þessum efnum og mögulegt er,” segir hún að lokum.
Dómsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48