Benfica, PSV Eindhoven og FK Crvena Zvezda tryggðu sér síðustu þrjú sætin í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Benfica vann 4-1 sigur á PAOK í síðari leik liðanna eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum. Benfica því áfram samnalagt 5-2.
PSV rúllaði yfir Bate Borisov á heimavelli, 3-0, en eftir 2-2 jafntefli á útivelli voru Hollendingarnir sterkari á heimavelli í kvöld.
FK Crvena Zvezda, betur þekkt sem Rauða stjarnan, er komið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti síðan að nafni liðsins var breytt.
Rauða stjarnan varð að FK Crvena Zvezda á síðari árum og þetta er í fyrsta skipti eftir að liðið vann Meistaradeildina 1991 að það kemst í riðlakeppina á ný.
