Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2018 15:16 Árásin átti sér stað á Shooters í Austurstræti aðfaranótt sunnudags. Vísir/Vilhelm Dyraverðir í Reykjavík eru slegnir yfir fregnum af árás á dyraverði á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti og hafa hafið söfnun fyrir þann sem liggur nú alvarlega slasaður á sjúkrahúsi. Fjórir eru í haldi grunaðir um árásina sem átti sér stað aðfaranótt sunnudags þegar ráðist var á tvo dyraverði. Annar þeirra var fluttur með alvarlega áverka á slysdeild Landspítalans en bráðabirgðaniðurstöður lækna benda til að hann hafi hlotið mænuskaða. Trausti Már Falkvard Traustason hefur starfað sem dyravörður í níu ár og segist aldrei hafa heyrt um jafn hrottalega árás og þá sem átti sér stað um liðna helgi. Hann segir dyraverði ætla að taka höndum saman og hjálpa starfsbróður sínum sem er alvarlega slasaður með því að láta launin fyrir næstkomandi föstudagsvakt renna óskipta til styrktar honum.Þá er búið að blása til styrktartónleika á skemmtistaðnum Paloma í miðbæ Reykjavíkur klukkan 20 næstkomandi sunnudagskvöld. Aðgangseyri verður 1.500 krónur og hafa listamenn á borð við Alexander Jarl, Ruddagadd, Roland Hartwell, Dj Andri Ramirez, Dj Mike the Jacket og Dj Egill Spegill boðað komu sína. Munu væntanlega fleiri bætast í hóp þeirra sem koma fram þetta kvöld. „Það er óhugur á meðal dyravarða vegna þessarar árásar og við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir Trausti. Dyravörðurinn Davíð Blessing ritaði færslu á Facebook þar sem hann veitir fólki innsýn í starf dyravarðar í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir dyraverði verða oft fyrir hótunum og svívirðingum. „Ég vill minna fólk á að þó svartir sauðir geti verið innan þessara starfsstéttar eru flest allir dyraverðir sem ég hef kynnst í gegnum árin gott fólk, oftar en ekki fjölskyldufólk, sem sinnir þessari vinnu fyrir mun lærri laun en ásættanleg væru og standa sínar vaktir helgi eftir helgi til að skemmtistaðir geti verið opnir fyrir ykkur og til þess að almenningurinn geti skemmt sér og fundist þeir vera öruggir frá hættum sem því miður eru og munu ávallt vera til staðar,“ skrifar Davíð og hvetur fólk til að hugsa jákvætt til vinar síns sem verða fyrir árásinni um liðna helgi. Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Dyraverðir í Reykjavík eru slegnir yfir fregnum af árás á dyraverði á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti og hafa hafið söfnun fyrir þann sem liggur nú alvarlega slasaður á sjúkrahúsi. Fjórir eru í haldi grunaðir um árásina sem átti sér stað aðfaranótt sunnudags þegar ráðist var á tvo dyraverði. Annar þeirra var fluttur með alvarlega áverka á slysdeild Landspítalans en bráðabirgðaniðurstöður lækna benda til að hann hafi hlotið mænuskaða. Trausti Már Falkvard Traustason hefur starfað sem dyravörður í níu ár og segist aldrei hafa heyrt um jafn hrottalega árás og þá sem átti sér stað um liðna helgi. Hann segir dyraverði ætla að taka höndum saman og hjálpa starfsbróður sínum sem er alvarlega slasaður með því að láta launin fyrir næstkomandi föstudagsvakt renna óskipta til styrktar honum.Þá er búið að blása til styrktartónleika á skemmtistaðnum Paloma í miðbæ Reykjavíkur klukkan 20 næstkomandi sunnudagskvöld. Aðgangseyri verður 1.500 krónur og hafa listamenn á borð við Alexander Jarl, Ruddagadd, Roland Hartwell, Dj Andri Ramirez, Dj Mike the Jacket og Dj Egill Spegill boðað komu sína. Munu væntanlega fleiri bætast í hóp þeirra sem koma fram þetta kvöld. „Það er óhugur á meðal dyravarða vegna þessarar árásar og við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir Trausti. Dyravörðurinn Davíð Blessing ritaði færslu á Facebook þar sem hann veitir fólki innsýn í starf dyravarðar í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir dyraverði verða oft fyrir hótunum og svívirðingum. „Ég vill minna fólk á að þó svartir sauðir geti verið innan þessara starfsstéttar eru flest allir dyraverðir sem ég hef kynnst í gegnum árin gott fólk, oftar en ekki fjölskyldufólk, sem sinnir þessari vinnu fyrir mun lærri laun en ásættanleg væru og standa sínar vaktir helgi eftir helgi til að skemmtistaðir geti verið opnir fyrir ykkur og til þess að almenningurinn geti skemmt sér og fundist þeir vera öruggir frá hættum sem því miður eru og munu ávallt vera til staðar,“ skrifar Davíð og hvetur fólk til að hugsa jákvætt til vinar síns sem verða fyrir árásinni um liðna helgi.
Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19
Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02
Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31