Apple sagt í vandræðum með heiti á nýjum útgáfum iPhone Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2018 10:36 Frá kynningu Apple á iPhone X á síðasta ári. vísir/Getty Starfsmenn Apple eru sagðir vera í vandræðum með hvað þrjár nýjar útgáfur af iPhone-símum fyrirtækisins sem kynntar verða í næsta mánuði eigi að heita.Þetta hefur Bloomberg eftir heimildarmönnum sínum innan Apple en fastlega er gert ráð fyrir að hinar þrjár nýju útgáfur muni allar líkjast iPhone X símanum sem Apple kynnti til leiks á síðasta ári. Í frétt Bloomberg segir að gert séð ráð fyrir að gerð verði „dýr“ útgáfa af iPhone X með 6,5 tommu skjá sem yrði þá stærsti iPhone-síminn sem Apple hefur framleitt frá því að síminn var fyrst kynntur til leiks árið 2007. Þá er einnig von á uppfærslu á iPhone X símanum þar sem áhersla verður lögð á hraða sem og betri gæði myndavélarinnar. Athygli vekur að einnig er von á ódýrari útgáfu af iPhone X sem á að koma í stað iPhone 8.Sagðir hafa farið fram og til baka með heiti á símunum Í frétt Bloomberg segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi lent í nokkrum vandræðum með hvað símarnir eigi að heita og farið fram og til baka og breytt fyrirhuguðum heiti símanna aftur og aftur að því er heimildarmenn Bloomberg herma. Yfirleitt hefur Apple gefið nýjum símum sem koma út ári eftir útlitsbreytingu stafinn s, líkt og iPhone 6s sem kom á eftir iPhone 6. Fyrirtækið er því sagt vera að íhuga að gefa tveimur dýrari útgáfum símanna stafinn s þannig að þeir bæru heitið iPhone Xs. Þá er Apple einnig sagt íhuga að hætta notkun á heitinu Plus sem kynnt var til leiks árið 2014 fyrir iPhone síma sem eru með stærri skjái. Bloomberg hefur þó eftir heimildarmönnum sínum innan Apple að ekkert hafi verið ákveðið enn með heitin og því gætu þau enn breyst frá því sem nú er áætlað. Apple mun kynna til leiks nýjar vörur í næsta mánuði og auk símanna er fastlega gert ráð fyrir að AirPods heyrnartólin verði uppfærð sem og iPad Pro spjaldtölva Apple. Þá er einnig gert ráð fyrir að AirPower, fyrirhugað þráðlaust hleðslutæki, verði kynnt sem og ný útgáfa af Apple Watch, snjallúri Apple. Apple Tengdar fréttir Huawei siglir fram úr Apple Kínverski raftækjarisinn Huawei er orðinn næststærsti snjallsímaframleiðandi heims og hefur þar með tekið fram úr Apple. 2. ágúst 2018 06:30 Apple orðið billjón dala virði Apple er rúmlega 41 sinnum verðmætara en verg landsframleiðsla Íslands 2017, gróflega reiknað. 2. ágúst 2018 16:38 Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Starfsmenn Apple eru sagðir vera í vandræðum með hvað þrjár nýjar útgáfur af iPhone-símum fyrirtækisins sem kynntar verða í næsta mánuði eigi að heita.Þetta hefur Bloomberg eftir heimildarmönnum sínum innan Apple en fastlega er gert ráð fyrir að hinar þrjár nýju útgáfur muni allar líkjast iPhone X símanum sem Apple kynnti til leiks á síðasta ári. Í frétt Bloomberg segir að gert séð ráð fyrir að gerð verði „dýr“ útgáfa af iPhone X með 6,5 tommu skjá sem yrði þá stærsti iPhone-síminn sem Apple hefur framleitt frá því að síminn var fyrst kynntur til leiks árið 2007. Þá er einnig von á uppfærslu á iPhone X símanum þar sem áhersla verður lögð á hraða sem og betri gæði myndavélarinnar. Athygli vekur að einnig er von á ódýrari útgáfu af iPhone X sem á að koma í stað iPhone 8.Sagðir hafa farið fram og til baka með heiti á símunum Í frétt Bloomberg segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi lent í nokkrum vandræðum með hvað símarnir eigi að heita og farið fram og til baka og breytt fyrirhuguðum heiti símanna aftur og aftur að því er heimildarmenn Bloomberg herma. Yfirleitt hefur Apple gefið nýjum símum sem koma út ári eftir útlitsbreytingu stafinn s, líkt og iPhone 6s sem kom á eftir iPhone 6. Fyrirtækið er því sagt vera að íhuga að gefa tveimur dýrari útgáfum símanna stafinn s þannig að þeir bæru heitið iPhone Xs. Þá er Apple einnig sagt íhuga að hætta notkun á heitinu Plus sem kynnt var til leiks árið 2014 fyrir iPhone síma sem eru með stærri skjái. Bloomberg hefur þó eftir heimildarmönnum sínum innan Apple að ekkert hafi verið ákveðið enn með heitin og því gætu þau enn breyst frá því sem nú er áætlað. Apple mun kynna til leiks nýjar vörur í næsta mánuði og auk símanna er fastlega gert ráð fyrir að AirPods heyrnartólin verði uppfærð sem og iPad Pro spjaldtölva Apple. Þá er einnig gert ráð fyrir að AirPower, fyrirhugað þráðlaust hleðslutæki, verði kynnt sem og ný útgáfa af Apple Watch, snjallúri Apple.
Apple Tengdar fréttir Huawei siglir fram úr Apple Kínverski raftækjarisinn Huawei er orðinn næststærsti snjallsímaframleiðandi heims og hefur þar með tekið fram úr Apple. 2. ágúst 2018 06:30 Apple orðið billjón dala virði Apple er rúmlega 41 sinnum verðmætara en verg landsframleiðsla Íslands 2017, gróflega reiknað. 2. ágúst 2018 16:38 Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Huawei siglir fram úr Apple Kínverski raftækjarisinn Huawei er orðinn næststærsti snjallsímaframleiðandi heims og hefur þar með tekið fram úr Apple. 2. ágúst 2018 06:30
Apple orðið billjón dala virði Apple er rúmlega 41 sinnum verðmætara en verg landsframleiðsla Íslands 2017, gróflega reiknað. 2. ágúst 2018 16:38
Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58