Björgólfur hættur hjá Icelandair Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2018 20:54 Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group. Vísir/Vilhelm Björgólfur Jóhannsson hefur sagt starfi sínu sem forstjóri Icelandair Group upp. Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld. Í tilkynningu sagði hann ákvarðanir sem teknar hafi verið á hans vakt hafa valdið félaginu fjárhagslegu tjóni og hann bæri ábyrgð á því gagnvart stjórn og hluthöfum. Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri félagsins, mun taka tímabundið við stöðunni þar til stjórnin finnur nýjan forstjóra. Í áðurnefndri tilkynningu segir að helst megi rekja lægri tekjur ársins en spáð hafði verið til tveggja ástæðna. Við gerð afkomuspárinnar hafi verið gert ráð fyrir því að meðalfargjöld á seinustu mánuðum ársins myndu hækka. Það hefur ekki gerst og er nú talið að það muni gerast á næsta ári. Þá hafi innleiðing breytinga sem gerðar voru í byrjun sumars 2017 á sölu- og markaðsstarfi félagsins ekki gengið nægilega vel fyrir sig og breytingar á leiðarkerfi félagsins í byrjun þessa árs hafi valdið misvægi á milli framboðs fluga til Evópu annars vegar og Norður-Ameríku hins vegar. Vegna þessa hafi spálíkön ekki virkað sem skyldi. „Fyrr í dag tjáði ég stjórn að ég óskaði efir því að láta af starfi forstjóra Icelandair Group. Þó að vissulega sé búið að taka á fyrrnefndum vandamálum þá er það ábyrgðarhluti að hafa ekki fylgt breytingunum eftir með fullnægjandi hætti og brugðist fyrr við. Þá ábyrgð tel ég rétt að axla og læt því af störfum sem forstjóri félagsins,“ er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni. „Undanfarin rúm tíu ár hafa verið allt í senn; gefandi, krefjandi og lærdómsrík. Við höfum farið í gegnum efnahagshrun og eldgos og tekist á við mikinn vöxt á stuttum tíma. Flugrekstur er í eðli sínu sveiflukenndur. Við höfum notið mikillar velgengni en einnig tekist á við krefjandi tíma. Það er á stundum sem þessum sem reynir á fyrirtæki og starfsfólk og við höfum séð á undanförnum árum hvílíkir kraftar leysast úr læðingi hjá félaginu þegar reynir á. Fyrir þeim krafti hef ég fundið sterkt á undanförnum vikum eftir að við brugðumst við fyrrnefndum vandamálum. Ég er stoltur af því sem hefur áorkast undanfarin ár og þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna með frábæru fólki. Framtíð Icelandair Group er að mínu mati björt; félagið er fjárhagslega sterkt, með framúrskarandi starfsfólk og með góða stöðu á mörkuðum. Ég þakka samstarfsfólki og stjórn fyrir frábært samstarf sem aldrei hefur borið skugga á.“ Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson hefur sagt starfi sínu sem forstjóri Icelandair Group upp. Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld. Í tilkynningu sagði hann ákvarðanir sem teknar hafi verið á hans vakt hafa valdið félaginu fjárhagslegu tjóni og hann bæri ábyrgð á því gagnvart stjórn og hluthöfum. Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri félagsins, mun taka tímabundið við stöðunni þar til stjórnin finnur nýjan forstjóra. Í áðurnefndri tilkynningu segir að helst megi rekja lægri tekjur ársins en spáð hafði verið til tveggja ástæðna. Við gerð afkomuspárinnar hafi verið gert ráð fyrir því að meðalfargjöld á seinustu mánuðum ársins myndu hækka. Það hefur ekki gerst og er nú talið að það muni gerast á næsta ári. Þá hafi innleiðing breytinga sem gerðar voru í byrjun sumars 2017 á sölu- og markaðsstarfi félagsins ekki gengið nægilega vel fyrir sig og breytingar á leiðarkerfi félagsins í byrjun þessa árs hafi valdið misvægi á milli framboðs fluga til Evópu annars vegar og Norður-Ameríku hins vegar. Vegna þessa hafi spálíkön ekki virkað sem skyldi. „Fyrr í dag tjáði ég stjórn að ég óskaði efir því að láta af starfi forstjóra Icelandair Group. Þó að vissulega sé búið að taka á fyrrnefndum vandamálum þá er það ábyrgðarhluti að hafa ekki fylgt breytingunum eftir með fullnægjandi hætti og brugðist fyrr við. Þá ábyrgð tel ég rétt að axla og læt því af störfum sem forstjóri félagsins,“ er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni. „Undanfarin rúm tíu ár hafa verið allt í senn; gefandi, krefjandi og lærdómsrík. Við höfum farið í gegnum efnahagshrun og eldgos og tekist á við mikinn vöxt á stuttum tíma. Flugrekstur er í eðli sínu sveiflukenndur. Við höfum notið mikillar velgengni en einnig tekist á við krefjandi tíma. Það er á stundum sem þessum sem reynir á fyrirtæki og starfsfólk og við höfum séð á undanförnum árum hvílíkir kraftar leysast úr læðingi hjá félaginu þegar reynir á. Fyrir þeim krafti hef ég fundið sterkt á undanförnum vikum eftir að við brugðumst við fyrrnefndum vandamálum. Ég er stoltur af því sem hefur áorkast undanfarin ár og þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna með frábæru fólki. Framtíð Icelandair Group er að mínu mati björt; félagið er fjárhagslega sterkt, með framúrskarandi starfsfólk og með góða stöðu á mörkuðum. Ég þakka samstarfsfólki og stjórn fyrir frábært samstarf sem aldrei hefur borið skugga á.“
Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira