Landsréttur staðfestir kyrrsetningu á eignum Sigur Rósar Birgir Olgeirsson skrifar 27. ágúst 2018 16:54 Hafa eignir meðlima Sigur Rósar sætt kyrrsetningu frá því í desember í fyrra. Vísir/EPA Landsréttur hefur staðfest úrskurð um kyrrsetningu á eignum meðlima hljómsveitarinnar Sigur Rósar vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum þeirra. Hafa eignir þeirra sætt kyrrsetningu frá því í desember í fyrra. Í mars síðastliðnum greindi Fréttablaðið frá því að embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Holm og Orra Páls Dýrasonar að kröfu tollstjóra. Um var að ræða kyrrsetningu upp á tæpar 800 milljónir króna alls en hæsta krafar var á hendur söngvaranum Jóni Þóri upp á 638 milljónir króna. Í máli Jóns Þórs átta fasteignir kyrrsettar, fjögur ökutæki, bankareikningur og hlutafé í þremur félögum. Tvær fasteignir í eigu trommarans Orra Páls voru kyrrsettar en verðmæti þeirra nemur um 82 milljónum króna. Þá voru tvær fasteignir í eigu bassaleikarans Georgs Holm kyrrsettar en verðmæti þeirra nemur um 78,5 milljónum króna. Meðlimir Sigur Rósar hafa lýst því yfir að ekki hafi verið ásetningur að baki þessu heldur handvömm endurskoðanda. Landsréttur taldi fullnægt því skilyrði að hætta væri á að eignum yrði skotið undan eða þær glatast eða rýrnað. Þá taldi Landsréttur hvorki að verðmæti hinna kyrrsettu eigna hefðu verið umfram það sem þurfti til að tryggja kröfu tollstjóra né að slíkir annmarkar hefðu verið á undirbúningi eða framkvæmd kyrrsetningargerðarinnar að valdið gæti því að hún yrði felld úr gildi. Tengdar fréttir Eignir meðlima Sigur Rósar áfram í frosti Héraðsdómur staðfesti í síðustu viku kyrrsetningu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á eignum þriggja meðlima Sigur Rósar. Eignir upp í 800 milljóna króna kröfu frystar síðan í desember. Ætla að áfrýja til Landsréttar. 16. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð um kyrrsetningu á eignum meðlima hljómsveitarinnar Sigur Rósar vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum þeirra. Hafa eignir þeirra sætt kyrrsetningu frá því í desember í fyrra. Í mars síðastliðnum greindi Fréttablaðið frá því að embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Holm og Orra Páls Dýrasonar að kröfu tollstjóra. Um var að ræða kyrrsetningu upp á tæpar 800 milljónir króna alls en hæsta krafar var á hendur söngvaranum Jóni Þóri upp á 638 milljónir króna. Í máli Jóns Þórs átta fasteignir kyrrsettar, fjögur ökutæki, bankareikningur og hlutafé í þremur félögum. Tvær fasteignir í eigu trommarans Orra Páls voru kyrrsettar en verðmæti þeirra nemur um 82 milljónum króna. Þá voru tvær fasteignir í eigu bassaleikarans Georgs Holm kyrrsettar en verðmæti þeirra nemur um 78,5 milljónum króna. Meðlimir Sigur Rósar hafa lýst því yfir að ekki hafi verið ásetningur að baki þessu heldur handvömm endurskoðanda. Landsréttur taldi fullnægt því skilyrði að hætta væri á að eignum yrði skotið undan eða þær glatast eða rýrnað. Þá taldi Landsréttur hvorki að verðmæti hinna kyrrsettu eigna hefðu verið umfram það sem þurfti til að tryggja kröfu tollstjóra né að slíkir annmarkar hefðu verið á undirbúningi eða framkvæmd kyrrsetningargerðarinnar að valdið gæti því að hún yrði felld úr gildi.
Tengdar fréttir Eignir meðlima Sigur Rósar áfram í frosti Héraðsdómur staðfesti í síðustu viku kyrrsetningu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á eignum þriggja meðlima Sigur Rósar. Eignir upp í 800 milljóna króna kröfu frystar síðan í desember. Ætla að áfrýja til Landsréttar. 16. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Sjá meira
Eignir meðlima Sigur Rósar áfram í frosti Héraðsdómur staðfesti í síðustu viku kyrrsetningu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á eignum þriggja meðlima Sigur Rósar. Eignir upp í 800 milljóna króna kröfu frystar síðan í desember. Ætla að áfrýja til Landsréttar. 16. ágúst 2018 05:00