Allt annar blær yfir Liverpool Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. ágúst 2018 07:00 Leikmenn Liverpool fagna í gær fréttablaðið/getety Það er annar bragur yfir liði Liverpool þessa dagana sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Liðið hefur ekki átt sína bestu daga í síðustu tveimur leikjum gegn Crystal Palace og Brighton en gert nóg til að landa sigrinum. Markatalan er frábær, sjö mörk skoruð og Alisson Becker, brasilíski markvörðurinn sem félagið sótti frá Roma í sumar á enn eftir að ná í boltann í eigið net. Lið sem ætla að berjast um titla þurfa að kunna að vinna leiki þótt spilamennskan sé ekki upp á marka fiska. Eina mark leiksins skoraði Mohamed Salah, hans annað mark í sumar og 29. markið hans í jafn mörgum leikjum á Anfield eftir vistaskiptin yfir til Bítlaborgarinnar síðasta sumar. Allir leikmenn sóknarþríeykisins, Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane komu við sögu í markinu en þeir áttu annars nokkuð rólegan dag. Í ljósi þess þurfti varnarlína Liverpool að standa vakt sína vel og standast pressuna við að verja eins marks forskot. Margoft hefur Liverpool bognað undan slíkri pressu undanfarin ár en þeim tókst að halda út.Hollenski kletturinn Það vakti mikla athygli þegar Liverpool greiddi metfé fyrir varnarmann í ársbyrjun til að sækja hollenska miðvörðinn Virgil Van Dijk. Klopp var lengi búinn að vera að eltast við Van Dijk en Southampton hótaði að kæra Liverpool fyrir að hafa ólöglega samband við leikmann og lauk þar með viðræðum. Hálfu ári síðar sóttist Liverpool eftir honum á ný og komst að samkomulagi um verðmiða sem ekki þekktist áður fyrir miðvörð, 75 milljónir punda. Sigurmark í nágrannaslagnum gegn Everton í fyrsta leik skyggði á ryðgaðar frammistöður næstu vikurnar en eftir að hann komst í sitt besta stand hefur hann fært varnarleik Liverpool upp á hærra plan. Hefur Liverpool eftir þennan leik haldið hreinu í alls sjö leikjum í röð en engu liði hefur tekist að skora á Anfield í ensku úrvalsdeildinni frá því í lok febrúar. Hefur Liverpool ekki haldið hreinu í sjö leikjum í röð á heimavelli síðan 2007 undir stjórn Rafa Benitez. „Það er ekki hægt að setja út á það að vera með níu stig eftir þrjá leiki né að hafa haldið hreinu í öllum þeirra. Við höfum bætt varnarleikinn verulega, bæði undir lok síðasta tímabils og í byrjun þessa tímabils," sagði Klopp eftir leikinn um helgina. Fyrir aftan hann hefur Alisson verið sannfærandi í fyrstu leikjum liðsins, eitthvað sem stuðningsmenn og leikmenn liðsins þurftu á að halda eftir glapræði Loris Karius í Kænugarði í vor. Hefur hann sýnt að hann er með frábæra spyrnutækni og hefur verið til staðar þegar Liverpool þurfti á honum að halda. Klopp mun eflaust ræða við hann um að vera duglegri að hreinsa í neyð eftir að hann slapp með skrekkinn tvívegis um helgina en sýndi að hann er afar leikinn með boltann. „Ég hef engan áhuga á að ræða verðmiðann á Alisson, við vorum vissir umað þetta væri rétti leikmaðurinn og hann sýndi á köflum hvað hann er góður fótboltamaður. Allt liðið er að öðlast meira sjálfstraust með hann í markinu á sama tíma og hann öðlast sjálfraust. Þetta er á réttri leið," sagði Klopp kampakátur um markvörð sinn. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Tengdar fréttir Salah með sigurmark Liverpool gegn Brighton Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Liverpool á Brighton á Anfield í kvöld. 25. ágúst 2018 18:15 Sérstakur innkastssérfræðingur ráðinn til Liverpool Liverpool ætlar sér að veita Manchester City samkeppni um Englandsmeistaratitilinn í vetur. Liðið hefur enn ekki fengið á sig mark og allt er í blóma í rauða hluta borgarinnar. 26. ágúst 2018 12:30 Sjáðu öll mörkin, rauðu spjöldin og dramatíkina í enska í gær Það voru fjórtán mörk skoruð í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Mark skorað með hendinni, sjálfsmark og sigurmark Mohamed Salah. 26. ágúst 2018 10:30 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Það er annar bragur yfir liði Liverpool þessa dagana sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Liðið hefur ekki átt sína bestu daga í síðustu tveimur leikjum gegn Crystal Palace og Brighton en gert nóg til að landa sigrinum. Markatalan er frábær, sjö mörk skoruð og Alisson Becker, brasilíski markvörðurinn sem félagið sótti frá Roma í sumar á enn eftir að ná í boltann í eigið net. Lið sem ætla að berjast um titla þurfa að kunna að vinna leiki þótt spilamennskan sé ekki upp á marka fiska. Eina mark leiksins skoraði Mohamed Salah, hans annað mark í sumar og 29. markið hans í jafn mörgum leikjum á Anfield eftir vistaskiptin yfir til Bítlaborgarinnar síðasta sumar. Allir leikmenn sóknarþríeykisins, Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane komu við sögu í markinu en þeir áttu annars nokkuð rólegan dag. Í ljósi þess þurfti varnarlína Liverpool að standa vakt sína vel og standast pressuna við að verja eins marks forskot. Margoft hefur Liverpool bognað undan slíkri pressu undanfarin ár en þeim tókst að halda út.Hollenski kletturinn Það vakti mikla athygli þegar Liverpool greiddi metfé fyrir varnarmann í ársbyrjun til að sækja hollenska miðvörðinn Virgil Van Dijk. Klopp var lengi búinn að vera að eltast við Van Dijk en Southampton hótaði að kæra Liverpool fyrir að hafa ólöglega samband við leikmann og lauk þar með viðræðum. Hálfu ári síðar sóttist Liverpool eftir honum á ný og komst að samkomulagi um verðmiða sem ekki þekktist áður fyrir miðvörð, 75 milljónir punda. Sigurmark í nágrannaslagnum gegn Everton í fyrsta leik skyggði á ryðgaðar frammistöður næstu vikurnar en eftir að hann komst í sitt besta stand hefur hann fært varnarleik Liverpool upp á hærra plan. Hefur Liverpool eftir þennan leik haldið hreinu í alls sjö leikjum í röð en engu liði hefur tekist að skora á Anfield í ensku úrvalsdeildinni frá því í lok febrúar. Hefur Liverpool ekki haldið hreinu í sjö leikjum í röð á heimavelli síðan 2007 undir stjórn Rafa Benitez. „Það er ekki hægt að setja út á það að vera með níu stig eftir þrjá leiki né að hafa haldið hreinu í öllum þeirra. Við höfum bætt varnarleikinn verulega, bæði undir lok síðasta tímabils og í byrjun þessa tímabils," sagði Klopp eftir leikinn um helgina. Fyrir aftan hann hefur Alisson verið sannfærandi í fyrstu leikjum liðsins, eitthvað sem stuðningsmenn og leikmenn liðsins þurftu á að halda eftir glapræði Loris Karius í Kænugarði í vor. Hefur hann sýnt að hann er með frábæra spyrnutækni og hefur verið til staðar þegar Liverpool þurfti á honum að halda. Klopp mun eflaust ræða við hann um að vera duglegri að hreinsa í neyð eftir að hann slapp með skrekkinn tvívegis um helgina en sýndi að hann er afar leikinn með boltann. „Ég hef engan áhuga á að ræða verðmiðann á Alisson, við vorum vissir umað þetta væri rétti leikmaðurinn og hann sýndi á köflum hvað hann er góður fótboltamaður. Allt liðið er að öðlast meira sjálfstraust með hann í markinu á sama tíma og hann öðlast sjálfraust. Þetta er á réttri leið," sagði Klopp kampakátur um markvörð sinn.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Tengdar fréttir Salah með sigurmark Liverpool gegn Brighton Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Liverpool á Brighton á Anfield í kvöld. 25. ágúst 2018 18:15 Sérstakur innkastssérfræðingur ráðinn til Liverpool Liverpool ætlar sér að veita Manchester City samkeppni um Englandsmeistaratitilinn í vetur. Liðið hefur enn ekki fengið á sig mark og allt er í blóma í rauða hluta borgarinnar. 26. ágúst 2018 12:30 Sjáðu öll mörkin, rauðu spjöldin og dramatíkina í enska í gær Það voru fjórtán mörk skoruð í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Mark skorað með hendinni, sjálfsmark og sigurmark Mohamed Salah. 26. ágúst 2018 10:30 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Salah með sigurmark Liverpool gegn Brighton Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Liverpool á Brighton á Anfield í kvöld. 25. ágúst 2018 18:15
Sérstakur innkastssérfræðingur ráðinn til Liverpool Liverpool ætlar sér að veita Manchester City samkeppni um Englandsmeistaratitilinn í vetur. Liðið hefur enn ekki fengið á sig mark og allt er í blóma í rauða hluta borgarinnar. 26. ágúst 2018 12:30
Sjáðu öll mörkin, rauðu spjöldin og dramatíkina í enska í gær Það voru fjórtán mörk skoruð í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Mark skorað með hendinni, sjálfsmark og sigurmark Mohamed Salah. 26. ágúst 2018 10:30