Tístin sem um ræðir þykja meðal annars niðrandi í garð svartra, og segir í einu tístinu: „Hér er ráð til svartra, ef þú girðir upp um þig buxurnar getur þú hlaupið hraðar frá lögreglunni...#verðiþéraðgóðu.“
Þá gerði hún einnig grín að fólki af asískum uppruna og gerði grín að lagi rapparanna Jay-Z og Kanye West, Ni**as In Paris á niðrandi hátt.


Þá hefur stórfyrirtækið Ulta sagt upp samningum sínum við bloggarann og segja í tilkynningu að samstarf við hana vinni gegn gildum fyrirtækisins. Fyrirhugað var að Lee myndi gefa út sína eigin förðunarlínu í samstarfi við fyrirtækið.
„Við höfum ákveðið að hætta við fyrirhugaða snyrtivörulínu, Laura Lee Los Angeles. Ulta Beauty hefur jafnrétti og fjölbreytileika að leiðarljósi,“ segir talsmaður fyrirtækisins.
Hér að neðan má sjá afsökunarbeiðni bloggarans.