Bifhjólamenn þurfa að forskrá sig á Ljósanótt Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. ágúst 2018 06:00 Bifhjólaklúbburinn Ernir býr sig undir hópakstur á Ljósanótt í fyrra. Skiptar skoðanir eru meðal meðlima Arna Bifhjólaklúbbs Suðurnesja um þá kröfu lögreglu að þeir skrái sig með nafni, kennitölu og skráningarnúmeri hjóls ætli þeir að taka þátt í hópakstri á Ljósanótt. Á opinni Facebook-síðu klúbbsins segjast nokkrir félagar ekki ætla að taka þátt vegna þessara krafna. Velta þeir fyrir sér hvort framkvæmdin standist kröfur um persónuvernd. Óskar Húnfjörð, formaður Arna, segir stjórnina hafa ákveðið að sýna þessum kröfum skilning. „Lögreglan er bara að vinna sína vinnu. Okkur var í raun ekki gefinn neinn annar kostur en persónulega finnst mér þetta ekki neinar ofurkröfur.“ Hann óttast þó að þetta muni draga úr þátttökunni, bæði vegna óánægju félaga en einnig vegna þess að gestir viti ekki af þessu fyrirkomulagi. „Við höfum staðið fyrir þessum hópakstri frá upphafi Ljósanætur. Það hafa verið á bilinu 200 til 400 þátttakendur en það fer svolítið eftir veðri. Þarna kemur mikið af bifhjólafólki úr öðrum klúbbum á suðvesturhorninu. Þetta er einn af föstu viðburðunum sem hjólafólk stólar á.“ Að sögn Óskars ákveða margir að taka þátt á síðustu stundu, oft með tilliti til veðurs. „Ég óttast aðeins hvað við eigum að gera þegar félagar okkar mæta á svæðið og hafa ekki skráð sig. Plan b er að fara aðra leið. Þessar kröfur eru bundnar við keyrslu eins til tveggja kílómetra kafla í gegnum mannfjöldann.“ Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir Óskar segir það stóran þátt í hátíðarhöldum Ljósanætur þegar klúbburinn Ernir mæti með gesti sína og keyri í gegnum bæinn. Fyrir Erni hafi þetta hins vegar meiri þýðingu en bara akstur þennan stutta spotta. „Hér er fólk úr öllum klúbbum að hittast og við tökum sameiginlegan rúnt um Reykjanesið.“ Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að farið hafi verið yfir verklag síðasta árs og áhættumat gert. Verið sé að herða á öryggisreglum sem felist meðal annars í því að umferð um hátíðarsvæðið verði takmörkuð. „Þessar hertu reglur eru í raun afleiðingar af breyttum veruleika í heiminum.“ Varðandi kröfur um að skrá þurfi þátttöku fyrirfram segir hann að sú ákvörðun hafi verið tekin í samráði við Fornbílaklúbbinn sem stendur einnig fyrir hópakstri. Hann segist treysta á gott samstarf við bifhjólamenn og ökumenn fornbílanna. „Bifhjólin fylgja með í því. Við verðum að hafa jafnræðissjónarmið í heiðri. Við teljum þetta ekki vera persónuverndarmál. Það er lítið mál fyrir okkur að sjá skráðan eiganda þegar við sjáum bílana og hjólin koma.“ Birtist í Fréttablaðinu Persónuvernd Samgöngur Ljósanótt Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal meðlima Arna Bifhjólaklúbbs Suðurnesja um þá kröfu lögreglu að þeir skrái sig með nafni, kennitölu og skráningarnúmeri hjóls ætli þeir að taka þátt í hópakstri á Ljósanótt. Á opinni Facebook-síðu klúbbsins segjast nokkrir félagar ekki ætla að taka þátt vegna þessara krafna. Velta þeir fyrir sér hvort framkvæmdin standist kröfur um persónuvernd. Óskar Húnfjörð, formaður Arna, segir stjórnina hafa ákveðið að sýna þessum kröfum skilning. „Lögreglan er bara að vinna sína vinnu. Okkur var í raun ekki gefinn neinn annar kostur en persónulega finnst mér þetta ekki neinar ofurkröfur.“ Hann óttast þó að þetta muni draga úr þátttökunni, bæði vegna óánægju félaga en einnig vegna þess að gestir viti ekki af þessu fyrirkomulagi. „Við höfum staðið fyrir þessum hópakstri frá upphafi Ljósanætur. Það hafa verið á bilinu 200 til 400 þátttakendur en það fer svolítið eftir veðri. Þarna kemur mikið af bifhjólafólki úr öðrum klúbbum á suðvesturhorninu. Þetta er einn af föstu viðburðunum sem hjólafólk stólar á.“ Að sögn Óskars ákveða margir að taka þátt á síðustu stundu, oft með tilliti til veðurs. „Ég óttast aðeins hvað við eigum að gera þegar félagar okkar mæta á svæðið og hafa ekki skráð sig. Plan b er að fara aðra leið. Þessar kröfur eru bundnar við keyrslu eins til tveggja kílómetra kafla í gegnum mannfjöldann.“ Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir Óskar segir það stóran þátt í hátíðarhöldum Ljósanætur þegar klúbburinn Ernir mæti með gesti sína og keyri í gegnum bæinn. Fyrir Erni hafi þetta hins vegar meiri þýðingu en bara akstur þennan stutta spotta. „Hér er fólk úr öllum klúbbum að hittast og við tökum sameiginlegan rúnt um Reykjanesið.“ Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að farið hafi verið yfir verklag síðasta árs og áhættumat gert. Verið sé að herða á öryggisreglum sem felist meðal annars í því að umferð um hátíðarsvæðið verði takmörkuð. „Þessar hertu reglur eru í raun afleiðingar af breyttum veruleika í heiminum.“ Varðandi kröfur um að skrá þurfi þátttöku fyrirfram segir hann að sú ákvörðun hafi verið tekin í samráði við Fornbílaklúbbinn sem stendur einnig fyrir hópakstri. Hann segist treysta á gott samstarf við bifhjólamenn og ökumenn fornbílanna. „Bifhjólin fylgja með í því. Við verðum að hafa jafnræðissjónarmið í heiðri. Við teljum þetta ekki vera persónuverndarmál. Það er lítið mál fyrir okkur að sjá skráðan eiganda þegar við sjáum bílana og hjólin koma.“
Birtist í Fréttablaðinu Persónuvernd Samgöngur Ljósanótt Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira