Ekkert að sækja Hörður Ægisson skrifar 24. ágúst 2018 07:00 Ísland er í dauðafæri. Með þeirri kerfisbreytingu sem hefur orðið á hagkerfinu, sem endurspeglast einkum í viðvarandi viðskiptaafgangi, jákvæðri eignastöðu þjóðarbúsins við útlönd og miklum sparnaði heimila og fyrirtækja, hafa raunvextir lækkað verulega á síðustu árum. Með sama framhaldi er raunhæft að ætla að Ísland geti farið að þokast í átt til þess að verða líkara lágvaxtalöndum. Fyrir íslensk heimili myndi slíkt þýða meiriháttar kjarabætur til lengri tíma. Hvort það takist mun að stórum hluta ráðast af þróun á vinnumarkaði á komandi misserum. Þar eru sannarlega blikur á lofti. Það er ekkert nýtt að flestir vilji fá allt – meðal annars hærri laun, lægri vexti, minni hækkanir fasteignaverðs – fyrir ekkert. Samhengi hlutanna er hins vegar iðulega flóknara. Tugprósenta launahækkanir, á sama tíma og samkeppnishæfni flestra fyrirtækja hefur rýrnað stórkostlega á skömmum tíma, myndu þannig valda aukinni verðbólgu, enn meiri hækkunum á fasteignamarkaði og hærri vöxtum en ella. Niðurstaðan væri skert lífskjör fyrir meginþorra almennings. Þetta ætti að blasa við öllu sanngjörnu fólki. Það er áhyggjuefni að flestir þeir sem sjá ástæðu til að bera saman vexti á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum hafa lítinn áhuga á að skilja hvað veldur því að þeir eru hærri hér á landi. Stöðugleiki á vinnumarkaði, ábyrgur ríkisrekstur og launaþróun í samræmi við framleiðni skiptir hvað mestu um að raunvextir þar hafa sögulega séð verið lægri en á Íslandi. Þær kröfur sem heyrast í aðdraganda kjarasamninga í vetur væru ekki til þess fallnar að breyta þessari stöðu. Öðru nær. Yfirlýsingar forystumanna verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu bera þess merki að þeir muni kannski fremur beina kröfum sínum að stjórnvöldum en atvinnurekendum. Það kann að vera góðs viti ef rétt reynist. Þótt ljóst sé að ríkisstjórnin hefur ekki beinu hlutverki að gegna í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði, enda ekki hennar að hafa skoðun á því hversu mikið svigrúm sé þar mögulega fyrir launahækkanir, þá getur hún lagt sitt af mörkum til að liðka fyrir því að samningar náist sem ógna ekki stöðugleika. Þar ætti einkum tvennt að koma til greina hjá stjórnvöldum. Annars vegar markvissar aðgerðir til að draga úr framboðsvanda á fasteignamarkaði, meðal annars að einfalda til muna regluverkið um húsnæðis- og byggingarmál, og hins vegar að lækka tryggingagjaldið hraðar en áformað er til að stemma stigu við því að launakostnaður fyrirtækja fari að stórum hluta út í verðlag. Hagkerfið stendur á tímamótum. Eftir miklar nafnlaunahækkanir og gengisstyrkingu krónunnar er Ísland líklega orðið að dýrasta landi í heimi. Afleiðingarnar eru skert samkeppnishæfni og versnandi afkoma fyrirtækja sem eru í auknum mæli farin að grípa til uppsagna og verðhækkana til að mæta vaxandi kostnaði, ekki hvað síst vegna hárra launa í alþjóðlegum samanburði. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, benti af þessu tilefni á hið augljóslega í Fréttablaðinu í gær: „Staðan er sú að það er lítið sem ekkert til atvinnurekenda að sækja.“ Undir þá skoðun má taka. Ganga verður út frá því að allir aðilar vinnumarkaðarins sýni skynsemi og ábyrgð í komandi kjaraviðræðum með það helst að markmiði að verja þann mikla lífskjarabata sem áunnist hefur síðustu ár. Fáir munu hins vegar þora að veðja á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Kjaramál Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Ísland er í dauðafæri. Með þeirri kerfisbreytingu sem hefur orðið á hagkerfinu, sem endurspeglast einkum í viðvarandi viðskiptaafgangi, jákvæðri eignastöðu þjóðarbúsins við útlönd og miklum sparnaði heimila og fyrirtækja, hafa raunvextir lækkað verulega á síðustu árum. Með sama framhaldi er raunhæft að ætla að Ísland geti farið að þokast í átt til þess að verða líkara lágvaxtalöndum. Fyrir íslensk heimili myndi slíkt þýða meiriháttar kjarabætur til lengri tíma. Hvort það takist mun að stórum hluta ráðast af þróun á vinnumarkaði á komandi misserum. Þar eru sannarlega blikur á lofti. Það er ekkert nýtt að flestir vilji fá allt – meðal annars hærri laun, lægri vexti, minni hækkanir fasteignaverðs – fyrir ekkert. Samhengi hlutanna er hins vegar iðulega flóknara. Tugprósenta launahækkanir, á sama tíma og samkeppnishæfni flestra fyrirtækja hefur rýrnað stórkostlega á skömmum tíma, myndu þannig valda aukinni verðbólgu, enn meiri hækkunum á fasteignamarkaði og hærri vöxtum en ella. Niðurstaðan væri skert lífskjör fyrir meginþorra almennings. Þetta ætti að blasa við öllu sanngjörnu fólki. Það er áhyggjuefni að flestir þeir sem sjá ástæðu til að bera saman vexti á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum hafa lítinn áhuga á að skilja hvað veldur því að þeir eru hærri hér á landi. Stöðugleiki á vinnumarkaði, ábyrgur ríkisrekstur og launaþróun í samræmi við framleiðni skiptir hvað mestu um að raunvextir þar hafa sögulega séð verið lægri en á Íslandi. Þær kröfur sem heyrast í aðdraganda kjarasamninga í vetur væru ekki til þess fallnar að breyta þessari stöðu. Öðru nær. Yfirlýsingar forystumanna verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu bera þess merki að þeir muni kannski fremur beina kröfum sínum að stjórnvöldum en atvinnurekendum. Það kann að vera góðs viti ef rétt reynist. Þótt ljóst sé að ríkisstjórnin hefur ekki beinu hlutverki að gegna í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði, enda ekki hennar að hafa skoðun á því hversu mikið svigrúm sé þar mögulega fyrir launahækkanir, þá getur hún lagt sitt af mörkum til að liðka fyrir því að samningar náist sem ógna ekki stöðugleika. Þar ætti einkum tvennt að koma til greina hjá stjórnvöldum. Annars vegar markvissar aðgerðir til að draga úr framboðsvanda á fasteignamarkaði, meðal annars að einfalda til muna regluverkið um húsnæðis- og byggingarmál, og hins vegar að lækka tryggingagjaldið hraðar en áformað er til að stemma stigu við því að launakostnaður fyrirtækja fari að stórum hluta út í verðlag. Hagkerfið stendur á tímamótum. Eftir miklar nafnlaunahækkanir og gengisstyrkingu krónunnar er Ísland líklega orðið að dýrasta landi í heimi. Afleiðingarnar eru skert samkeppnishæfni og versnandi afkoma fyrirtækja sem eru í auknum mæli farin að grípa til uppsagna og verðhækkana til að mæta vaxandi kostnaði, ekki hvað síst vegna hárra launa í alþjóðlegum samanburði. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, benti af þessu tilefni á hið augljóslega í Fréttablaðinu í gær: „Staðan er sú að það er lítið sem ekkert til atvinnurekenda að sækja.“ Undir þá skoðun má taka. Ganga verður út frá því að allir aðilar vinnumarkaðarins sýni skynsemi og ábyrgð í komandi kjaraviðræðum með það helst að markmiði að verja þann mikla lífskjarabata sem áunnist hefur síðustu ár. Fáir munu hins vegar þora að veðja á það.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun