Notaði kosningasjóði sem eigin sparibauka Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2018 10:25 Duncan Hunter að ræða við blaðamenn. Vísir/GETTY Þingmaðurinn Duncan Hunter, einn af fyrstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta, á þingi, var ákærður ásamt eiginkonu sinni í Kaliforníu í gær og þá meðal annars fyrir að misnota kosningasjóði sína. Hann notaði sjóðina til að greiða um 250 þúsund dali fyrir ferðalög, tannlækningar, skóla fyrir börn sín, tölvuleiki, flugmiða fyrir kanínu og ýmislegt annað. Þegar í ljós kom að framboðið hefði eytt rúmlega 1.300 dölum í tölvuleiki vakti það athygli rannsakenda og fjölmiðla í Kaliforníu. Annar stuðningsmaður Trump innan þingsins, Chris Collins, var ákærður fyrir svik fyrr í mánuðinum. Í ákærunni gegn Hunter hjónunum kemur fram að þau hafi átt í verulegum fjárhagsvandræðum og lifað um efni fram. Þau hafi vísvitandi merkt rangt við ýmis útgjöld þeirra svo þau gætu borgað úr kosningasjóðunum.Föt merkt sem kúlur fyrir hermenn Tannlæknavinna var merkt í bókhaldinu sem fjárútlát til góðgerðarsamtakanna „Smiles for Life“. Miðar fyrir fjölskylduna á Riverdance voru merktir sem fjáröflun fyrir menningarmál. Kostnaður við föt sem keypt voru á golfvelli var merktur sem: „Golfkúlur fyrir særða hermenn“. Þá voru miðar í sjávardýragarðinn Seaworld merktir sem „fræðsluferð“ og svo mætti lengi telja.Framboð Hunter sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem því var haldið fram að verið væri að refsa honum fyrir stuðninginn við Donald Trump. Þetta væri í rauninni samsæri gegn forsetanum og sér. Þar var því haldið fram að saksóknarar málsins hefðu sótt fjáröflun fyrir Hillary Clinton í ágúst 2015 og þeir hefðu átt að segja sig frá málinu. Hunter ætlar ekki að draga framboð sitt til baka fyrir kosningarnar í nóvember.Enginn hafinn yfir lögin Saksóknarinnar Adam Braverman sagði hins vegar í gær að ákærurnar sýndu að Hunter og eiginkona hans hefðu notað kosningasjóði sem eigin sparibauka og falsað gögn til að reyna að sleppa við refsingu. „Kosnir fulltrúar ættu að verja traust almennings og ekki misnota stöður þeirra í eigin hag. Ákærur dagsins eru áminning á að enginn er hafinn yfir lögin,“ sagði Braverman. Rannsóknin gagnvart Hunter hefur staðið yfir í nærri því tvö ár. Eftir umfjöllun fjölmiðla hét hann því að fá endurskoðendur til að fara yfir kosningasjóði sína og endurgreiddi sjóðunum um 62 þúsund dali fyrir tannlækningar, ferðalög til Ítalíu og Disneylands. Frá því að umfjöllunin hófst hafa hjónin selt hús sitt og flutt inn til foreldra Hunter. Hunter hefur setið á þingi í fimm kjörtímabil en faðir hans, Duncan Hunter eldri, sat áður í sama þingsæti. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem Hunter situr, hefur vikið Hunter úr þingnefndum á meðan réttarhöld standa yfir. Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Donald Trump Tengdar fréttir Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30 Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Þingmaðurinn Duncan Hunter, einn af fyrstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta, á þingi, var ákærður ásamt eiginkonu sinni í Kaliforníu í gær og þá meðal annars fyrir að misnota kosningasjóði sína. Hann notaði sjóðina til að greiða um 250 þúsund dali fyrir ferðalög, tannlækningar, skóla fyrir börn sín, tölvuleiki, flugmiða fyrir kanínu og ýmislegt annað. Þegar í ljós kom að framboðið hefði eytt rúmlega 1.300 dölum í tölvuleiki vakti það athygli rannsakenda og fjölmiðla í Kaliforníu. Annar stuðningsmaður Trump innan þingsins, Chris Collins, var ákærður fyrir svik fyrr í mánuðinum. Í ákærunni gegn Hunter hjónunum kemur fram að þau hafi átt í verulegum fjárhagsvandræðum og lifað um efni fram. Þau hafi vísvitandi merkt rangt við ýmis útgjöld þeirra svo þau gætu borgað úr kosningasjóðunum.Föt merkt sem kúlur fyrir hermenn Tannlæknavinna var merkt í bókhaldinu sem fjárútlát til góðgerðarsamtakanna „Smiles for Life“. Miðar fyrir fjölskylduna á Riverdance voru merktir sem fjáröflun fyrir menningarmál. Kostnaður við föt sem keypt voru á golfvelli var merktur sem: „Golfkúlur fyrir særða hermenn“. Þá voru miðar í sjávardýragarðinn Seaworld merktir sem „fræðsluferð“ og svo mætti lengi telja.Framboð Hunter sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem því var haldið fram að verið væri að refsa honum fyrir stuðninginn við Donald Trump. Þetta væri í rauninni samsæri gegn forsetanum og sér. Þar var því haldið fram að saksóknarar málsins hefðu sótt fjáröflun fyrir Hillary Clinton í ágúst 2015 og þeir hefðu átt að segja sig frá málinu. Hunter ætlar ekki að draga framboð sitt til baka fyrir kosningarnar í nóvember.Enginn hafinn yfir lögin Saksóknarinnar Adam Braverman sagði hins vegar í gær að ákærurnar sýndu að Hunter og eiginkona hans hefðu notað kosningasjóði sem eigin sparibauka og falsað gögn til að reyna að sleppa við refsingu. „Kosnir fulltrúar ættu að verja traust almennings og ekki misnota stöður þeirra í eigin hag. Ákærur dagsins eru áminning á að enginn er hafinn yfir lögin,“ sagði Braverman. Rannsóknin gagnvart Hunter hefur staðið yfir í nærri því tvö ár. Eftir umfjöllun fjölmiðla hét hann því að fá endurskoðendur til að fara yfir kosningasjóði sína og endurgreiddi sjóðunum um 62 þúsund dali fyrir tannlækningar, ferðalög til Ítalíu og Disneylands. Frá því að umfjöllunin hófst hafa hjónin selt hús sitt og flutt inn til foreldra Hunter. Hunter hefur setið á þingi í fimm kjörtímabil en faðir hans, Duncan Hunter eldri, sat áður í sama þingsæti. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem Hunter situr, hefur vikið Hunter úr þingnefndum á meðan réttarhöld standa yfir.
Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Donald Trump Tengdar fréttir Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30 Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30
Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20