95 ára samverkamaður nasista sendur frá Bandaríkjunum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. ágúst 2018 21:00 95 ára gömlum samverkamanni nasista var vísað frá Bandaríkjunum til Þýskalands í gær. Maðurinn hefur verið án ríkisborgararétts í tæp 15 ár en Bandarísk stjórnvöld hafa lengi talið hann síðasta eftirlifandi samverkamann nasista í Bandaríkjunum. Maðurinn, Jakiw Palij, sem fæddist í þeim hluta Póllands sem í dag tilheyrir Úkraínu er talinn hafa verið samverkamaður nasista í þrælkunarbúðunum Trawniki í Póllandi sem var þá hernumið af nasistum. Hann hlaut Bandarískan ríkisborgararétt árið 1957 en missti hann árið 2003 vegna tenginga hans við nasista. Dómstólar í Bandaríkjunum komust að því að hann hafi aðstoðað við ofsóknir gagnvart gyðingum en væri ekki persónulega ábyrgur fyrir morðum á þeim. Síðan hann var sviptur ríkisborgarrétti hefur ekkert ríki viljað taka við Palij. Hann hefur sagst viljað búa í friði á heimili sínu í Queens í New York en reglulega hefur verið mótmælt við heimili hans á undanförnum 15 árum. Palij hefur ávallt neitað því að hafa verið samverkamaður nasista. Nú hafa þýsk stjórnvöld samþykkt að taka við manninum en sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi segir að það hafi verið siðferðilega rétt ákvörðun að reka Palij frá Bandaríkjunum. „Þetta kann ekki að hafa verið lagaleg réttlæting en þetta er siðferðileg réttlæting,“ segir Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi. „Þetta er einstaklingur sem vann fyrir þáverandi stjórnvöld í Þýskalandi og við töldum það siðferðilega skyldu okkar að vísa honum frá Bandaríkjunum og frá allri ró og næði. Hann er 95 ára, hann mun ábyggilega deyja fljótlega, hann er nokkuð veiklulegur og við vildum tryggja að hann myndi ekki deyja í friði og ró í Bandaríkjunum heldur að hann yrði færður til baka til að mæta réttvísinni.“ Palij kom til Dusseldorf í Þýskalandi í morgun en hann mun eyða síðustu árum ævinnar á heimili fyrir aldraða í bænum Ahlen nærri Munster í vesturhluta Þýskalands. Ekki hefur verið útilokað að mál hans verði tekið upp fyrir þýskum dómstólum. Pólland Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
95 ára gömlum samverkamanni nasista var vísað frá Bandaríkjunum til Þýskalands í gær. Maðurinn hefur verið án ríkisborgararétts í tæp 15 ár en Bandarísk stjórnvöld hafa lengi talið hann síðasta eftirlifandi samverkamann nasista í Bandaríkjunum. Maðurinn, Jakiw Palij, sem fæddist í þeim hluta Póllands sem í dag tilheyrir Úkraínu er talinn hafa verið samverkamaður nasista í þrælkunarbúðunum Trawniki í Póllandi sem var þá hernumið af nasistum. Hann hlaut Bandarískan ríkisborgararétt árið 1957 en missti hann árið 2003 vegna tenginga hans við nasista. Dómstólar í Bandaríkjunum komust að því að hann hafi aðstoðað við ofsóknir gagnvart gyðingum en væri ekki persónulega ábyrgur fyrir morðum á þeim. Síðan hann var sviptur ríkisborgarrétti hefur ekkert ríki viljað taka við Palij. Hann hefur sagst viljað búa í friði á heimili sínu í Queens í New York en reglulega hefur verið mótmælt við heimili hans á undanförnum 15 árum. Palij hefur ávallt neitað því að hafa verið samverkamaður nasista. Nú hafa þýsk stjórnvöld samþykkt að taka við manninum en sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi segir að það hafi verið siðferðilega rétt ákvörðun að reka Palij frá Bandaríkjunum. „Þetta kann ekki að hafa verið lagaleg réttlæting en þetta er siðferðileg réttlæting,“ segir Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi. „Þetta er einstaklingur sem vann fyrir þáverandi stjórnvöld í Þýskalandi og við töldum það siðferðilega skyldu okkar að vísa honum frá Bandaríkjunum og frá allri ró og næði. Hann er 95 ára, hann mun ábyggilega deyja fljótlega, hann er nokkuð veiklulegur og við vildum tryggja að hann myndi ekki deyja í friði og ró í Bandaríkjunum heldur að hann yrði færður til baka til að mæta réttvísinni.“ Palij kom til Dusseldorf í Þýskalandi í morgun en hann mun eyða síðustu árum ævinnar á heimili fyrir aldraða í bænum Ahlen nærri Munster í vesturhluta Þýskalands. Ekki hefur verið útilokað að mál hans verði tekið upp fyrir þýskum dómstólum.
Pólland Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira