Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2018 15:17 Trump hefur ítrekað heitið stuðningsmönnum sínum að binda enda á meint stríð stjórnvalda gegn kolum. Vísir/Getty Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta kynnti í dag nýjar og slakari reglur um útblástur frá orkuverum. Nýju reglurnar eru sagðar leiða til aukinnar losunnar gróðurhúsalofttegunda og fleiri ótímabærra dauðsfalla vegna mengunar frá kolaorkuverum. Áætlun Trump-stjórnarinnar hefur fengið nafnið „Reglan um ódýra hreina orku“. Hún kemur í staðinn fyrir hreinorkuáætlun Baracks Obama, fyrrverandi forseta, sem hefði dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum í Bandaríkjunum og átti að vera hryggjarstykkið í loftslagsaðgerðum þeirra næstu árin.New York Times segir að nýju reglurnar leyfi ríkjum sem reiða sig á kol við raforkuframleiðslu að setja sér eigin reglur um losun frá kolaorkuverum. Alríkisstjórnin setur jafnframt efri mörk á hversu strangar reglurnar mega vera. Taki reglurnar gildi er gert ráð fyrir að eldri kolaorkuver sem annars hefði að líkindum verið lokað geti haldið áfram framleiðslu lengur. Afleiðingin verði aukin losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Aukin loftmengun frá orkuverunum muni einnig líklega leiða til 1.400 ótímabærra dauðsfalla til viðbótar á ári. Reglurnar eru kynntar á sama tíma og Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna gefur út tölur um að nýliðinn júlímánuður hafi verið sá fertugasti og annar í röð sem er hlýrri en langtímameðaltal. Undanfarin þrjú ár eru jafnframt þau hlýjustu frá því að mælingar hófust á 19. öld. Meginorsök hnattrænnar hlýnunar og loftslagsbreytinga er losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum á eftir Kína og sögulega sá stærsti.Reykháf kolaorkuvers í Washington-borg ber við þinghúsið. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna gerir ráð fyrir að slakari reglur um mengun frá kolaorkuverum leiði til fleiri dauðsfalla af völdum loftmengunar.Vísir/EPAHægir á eða stöðvar samdrátt í losun Hreinorkuáætlun Obama (e. Clean Power Plan) var kynnt árið 2015. Hún tók hins vegar aldrei gildi því Hæstiréttur Bandaríkjanna frestaði gildistökunni eftir að ríki þar sem repúblikanar ráða ríkjum og jarðefnaeldsneytisfyrirtæki kærðu. Héldu þau því fram að Umhverfisstofnunin hefði farið út fyrir valdsvið sitt með reglunum. Reglurnar kváðu á um markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Bandarísk orkuver hefðu þurft að draga úr losun sinni um 32% frá 2005 til 2030. Þær hefðu verið mikilvægasta skrefið í aðgerðum Bandaríkjanna til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Trump tilkynnti í fyrra að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr samkomulaginu. Úrsögnin tekur gildi árið 2020. Engin markmið um samdrátt í losun eru sett í áætlun Trump-ríkisstjórnarinnar nú. Hún leggur aðeins þær kvaðir á kolaorkuver að þau auki skilvirkni sína lítillega. Einstök ríki fá einnig leyfi til að slaka á reglum fyrir eldri kolaver til að halda þeim gangandi lengur. Mögulegt er að losun gróðurhúsalofttegunda gæti dregist saman um 0,7 til 1,5% með áætlun Trump, ekki vegna krafna til orkuveranna heldur aðstæðna á markaði. New York Times segir hins vegar að í ítarefni frá Umhverfisstofnuninni komi fram að líklegt sé að losunin muni aukast. Washington Post segir að reglur Trump muni að minnsta kosti hægja á samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Það er ekki aðeins losun gróðurhúsalofttegunda sem mun að líkindum aukast með slakari reglum. Í þeim gögnum sem EPA lagði sjálf fram kemur fram að meiri losun svifryks frá kolaorkuverum muni leiða til 470-1.400 fleiri ótímabærra dauðsfalla á ári. Í tíð Obama áætlaði EPA að strangari kröfur til orkuvera myndi leiða til 1.500-3.600 færri ótímabærra dauðsfalla á ári.Andrew Wheeler, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, vann áður sem málafylgjumaður fyrir kolaiðnaðinn. Hann kynnti nýju reglurnar í dag.Vísir/GettyÓlíklegt til að snúa við hnignun kolaiðnaðarins Afnám Obama-reglnanna og tillagan um slakari losunarreglur fyrir kolaorkuver er stærsta skrefið sem Trump-stjórnin hefur stigið til þess að afnema loftslagsaðgerðir fyrri ríkisstjórnar. Trump hefur áður lagt til að slaka á reglum um útblástur bifreiða og frysta kröfur um sparneytni þeirra. Sérfræðingar halda því fram að slökun á reglunum um bíla muni auka losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum um það sem nemur árslosun meðalstórrar þjóðar á næstu árum. Búist er við því að Trump muni hreykja sér af nýju reglunum á kosningafundi í Vestur-Virginíu í kvöld, ríki þar sem kolavinnsla var lengi undirstöðuatvinnuvegur. Forsetinn hefur ítrekað lýst vanskilningi sínum á loftslagsvísindum og kallað loftslagsbreytingar kínverskt „gabb“. Hann hefur lofað að binda enda á meint „stríð“ gegn kolum í Bandaríkjunum, meðal annars með afnámi reglna fyrir kolaorkuver og vinnslu. Kolaorkuver hafa átt undir högg að sækja í Bandaríkjunum undanfarin ár, fyrst og fremst vegna mikils uppgangs í vinnslu og nýtingu ódýrs jarðgass auk endurnýjanlegra orkugjafa eins og sólar- og vindorku sem hafa orðið ódýrari. Um tvö hundruð kolaorkuverum hefur verið lokað í Bandaríkjunum frá árinu 2010. Þeir sem til þekkja segja að ólíklegt sé að tilslakanir Trump í garð kolaorku muni snúa við hnignun iðnaðarins. Þær geti í mesta lagi hægt á henni. Jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn hefur engu að síður fagnað nýju og vægari reglunum. Washington Post segir að nýju reglurnar spari orkuiðnaðinum um 400 milljónir dollara á ári frá því sem hefði orðið með reglum Obama. Þá er talið líklegt að nýju reglurnar endi á borði dómstóla líkt og áætlun Obama áður. Reglurnar eru nú í umsagnarferli áður en þær eiga að taka formlega gildi. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump ætlar að skikka dreifiaðila til að kaupa kola- og kjarnorku Fyrirséð er að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist ef áform ríkisstjórnar Trump verða að veruleika. 1. júní 2018 21:28 Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51 Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta kynnti í dag nýjar og slakari reglur um útblástur frá orkuverum. Nýju reglurnar eru sagðar leiða til aukinnar losunnar gróðurhúsalofttegunda og fleiri ótímabærra dauðsfalla vegna mengunar frá kolaorkuverum. Áætlun Trump-stjórnarinnar hefur fengið nafnið „Reglan um ódýra hreina orku“. Hún kemur í staðinn fyrir hreinorkuáætlun Baracks Obama, fyrrverandi forseta, sem hefði dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum í Bandaríkjunum og átti að vera hryggjarstykkið í loftslagsaðgerðum þeirra næstu árin.New York Times segir að nýju reglurnar leyfi ríkjum sem reiða sig á kol við raforkuframleiðslu að setja sér eigin reglur um losun frá kolaorkuverum. Alríkisstjórnin setur jafnframt efri mörk á hversu strangar reglurnar mega vera. Taki reglurnar gildi er gert ráð fyrir að eldri kolaorkuver sem annars hefði að líkindum verið lokað geti haldið áfram framleiðslu lengur. Afleiðingin verði aukin losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Aukin loftmengun frá orkuverunum muni einnig líklega leiða til 1.400 ótímabærra dauðsfalla til viðbótar á ári. Reglurnar eru kynntar á sama tíma og Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna gefur út tölur um að nýliðinn júlímánuður hafi verið sá fertugasti og annar í röð sem er hlýrri en langtímameðaltal. Undanfarin þrjú ár eru jafnframt þau hlýjustu frá því að mælingar hófust á 19. öld. Meginorsök hnattrænnar hlýnunar og loftslagsbreytinga er losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum á eftir Kína og sögulega sá stærsti.Reykháf kolaorkuvers í Washington-borg ber við þinghúsið. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna gerir ráð fyrir að slakari reglur um mengun frá kolaorkuverum leiði til fleiri dauðsfalla af völdum loftmengunar.Vísir/EPAHægir á eða stöðvar samdrátt í losun Hreinorkuáætlun Obama (e. Clean Power Plan) var kynnt árið 2015. Hún tók hins vegar aldrei gildi því Hæstiréttur Bandaríkjanna frestaði gildistökunni eftir að ríki þar sem repúblikanar ráða ríkjum og jarðefnaeldsneytisfyrirtæki kærðu. Héldu þau því fram að Umhverfisstofnunin hefði farið út fyrir valdsvið sitt með reglunum. Reglurnar kváðu á um markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Bandarísk orkuver hefðu þurft að draga úr losun sinni um 32% frá 2005 til 2030. Þær hefðu verið mikilvægasta skrefið í aðgerðum Bandaríkjanna til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Trump tilkynnti í fyrra að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr samkomulaginu. Úrsögnin tekur gildi árið 2020. Engin markmið um samdrátt í losun eru sett í áætlun Trump-ríkisstjórnarinnar nú. Hún leggur aðeins þær kvaðir á kolaorkuver að þau auki skilvirkni sína lítillega. Einstök ríki fá einnig leyfi til að slaka á reglum fyrir eldri kolaver til að halda þeim gangandi lengur. Mögulegt er að losun gróðurhúsalofttegunda gæti dregist saman um 0,7 til 1,5% með áætlun Trump, ekki vegna krafna til orkuveranna heldur aðstæðna á markaði. New York Times segir hins vegar að í ítarefni frá Umhverfisstofnuninni komi fram að líklegt sé að losunin muni aukast. Washington Post segir að reglur Trump muni að minnsta kosti hægja á samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Það er ekki aðeins losun gróðurhúsalofttegunda sem mun að líkindum aukast með slakari reglum. Í þeim gögnum sem EPA lagði sjálf fram kemur fram að meiri losun svifryks frá kolaorkuverum muni leiða til 470-1.400 fleiri ótímabærra dauðsfalla á ári. Í tíð Obama áætlaði EPA að strangari kröfur til orkuvera myndi leiða til 1.500-3.600 færri ótímabærra dauðsfalla á ári.Andrew Wheeler, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, vann áður sem málafylgjumaður fyrir kolaiðnaðinn. Hann kynnti nýju reglurnar í dag.Vísir/GettyÓlíklegt til að snúa við hnignun kolaiðnaðarins Afnám Obama-reglnanna og tillagan um slakari losunarreglur fyrir kolaorkuver er stærsta skrefið sem Trump-stjórnin hefur stigið til þess að afnema loftslagsaðgerðir fyrri ríkisstjórnar. Trump hefur áður lagt til að slaka á reglum um útblástur bifreiða og frysta kröfur um sparneytni þeirra. Sérfræðingar halda því fram að slökun á reglunum um bíla muni auka losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum um það sem nemur árslosun meðalstórrar þjóðar á næstu árum. Búist er við því að Trump muni hreykja sér af nýju reglunum á kosningafundi í Vestur-Virginíu í kvöld, ríki þar sem kolavinnsla var lengi undirstöðuatvinnuvegur. Forsetinn hefur ítrekað lýst vanskilningi sínum á loftslagsvísindum og kallað loftslagsbreytingar kínverskt „gabb“. Hann hefur lofað að binda enda á meint „stríð“ gegn kolum í Bandaríkjunum, meðal annars með afnámi reglna fyrir kolaorkuver og vinnslu. Kolaorkuver hafa átt undir högg að sækja í Bandaríkjunum undanfarin ár, fyrst og fremst vegna mikils uppgangs í vinnslu og nýtingu ódýrs jarðgass auk endurnýjanlegra orkugjafa eins og sólar- og vindorku sem hafa orðið ódýrari. Um tvö hundruð kolaorkuverum hefur verið lokað í Bandaríkjunum frá árinu 2010. Þeir sem til þekkja segja að ólíklegt sé að tilslakanir Trump í garð kolaorku muni snúa við hnignun iðnaðarins. Þær geti í mesta lagi hægt á henni. Jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn hefur engu að síður fagnað nýju og vægari reglunum. Washington Post segir að nýju reglurnar spari orkuiðnaðinum um 400 milljónir dollara á ári frá því sem hefði orðið með reglum Obama. Þá er talið líklegt að nýju reglurnar endi á borði dómstóla líkt og áætlun Obama áður. Reglurnar eru nú í umsagnarferli áður en þær eiga að taka formlega gildi.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump ætlar að skikka dreifiaðila til að kaupa kola- og kjarnorku Fyrirséð er að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist ef áform ríkisstjórnar Trump verða að veruleika. 1. júní 2018 21:28 Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51 Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Ríkisstjórn Trump ætlar að skikka dreifiaðila til að kaupa kola- og kjarnorku Fyrirséð er að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist ef áform ríkisstjórnar Trump verða að veruleika. 1. júní 2018 21:28
Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51
Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43