Núvitund í skólum hefur jákvæð áhrif Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. ágúst 2018 20:30 Eitt af hverju tíu grunnskólabörnum líður illa og færri eru hamingjusöm en áður samkvæmt könnun Rannsóknar og greiningar. Þá eru framhaldsskólanemar kvíðnari og leiðari en áður. Landlæknir hóf rannsókn á áhrifum núvitundar í fimm grunnskólum á síðasta ári til að sporna við þessari þróun og eru fyrstu niðurstöður jákvæðar að sögn sviðsstjóra. Samkvæmt nýlegum könnunum eru vísbendingar um aukna tíðni depurðar og kvíða ásamt minni hamingju hjá börnum og ungmennum að sögn sviðsstjóra hjá Landlækni. Embættið blés til ráðstefnu um málaflokkinn undir fyrirsögninni heilsueflandi skólastarf. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Landlækni, segir mikilvægt að sporna við þessari þróun. „Við erum að sjá að það eru færri unglingar sem eru að upplifa sig hamingjusöm. Við erum að tala um 80 prósent á meðan það var vel yfir 90 prósentum. Við erum að sjá að það eru tíu prósent af unglingum sem líður illa í skólanum þannig að það er eitthvað sem við höfum áhyggjur af,“ segir Dóra Guðrún Hún segir svipaða þróun í framhaldsskólum en stelpur séu kvíðnari en áður og strákar leiðari og meira einmanna. Hægt sé að fara ýmsar leiðir til að auka vellíðan í skólum og ein þeirra sé að kenna börnum og starfsfólki núvitund en samkvæmt Lýðheilsustefnu velferðarráðuneytisins eigi að innleiða hana í leik-og grunnskóla. Verkefnið hófst á síðasta ári og taka nú þegar fimm grunnskólar þátt í því. Dóra segir fyrstu vísbendingar sýna að starfsfólki líði betur en áður. „Við erum að sjá einhverjar vísbendingar um það að þetta geti haft jákvæð áhrif þar og það er virkilega góðs viti og lofar góðu fyrir framhaldið,“ segir Dóra Guðrún. Hún segir hugmyndafræðina afar einfalda. „Núvitund er að vera til staðar í sátt við sjálfan sig án þess að dæma.“ Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Eitt af hverju tíu grunnskólabörnum líður illa og færri eru hamingjusöm en áður samkvæmt könnun Rannsóknar og greiningar. Þá eru framhaldsskólanemar kvíðnari og leiðari en áður. Landlæknir hóf rannsókn á áhrifum núvitundar í fimm grunnskólum á síðasta ári til að sporna við þessari þróun og eru fyrstu niðurstöður jákvæðar að sögn sviðsstjóra. Samkvæmt nýlegum könnunum eru vísbendingar um aukna tíðni depurðar og kvíða ásamt minni hamingju hjá börnum og ungmennum að sögn sviðsstjóra hjá Landlækni. Embættið blés til ráðstefnu um málaflokkinn undir fyrirsögninni heilsueflandi skólastarf. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Landlækni, segir mikilvægt að sporna við þessari þróun. „Við erum að sjá að það eru færri unglingar sem eru að upplifa sig hamingjusöm. Við erum að tala um 80 prósent á meðan það var vel yfir 90 prósentum. Við erum að sjá að það eru tíu prósent af unglingum sem líður illa í skólanum þannig að það er eitthvað sem við höfum áhyggjur af,“ segir Dóra Guðrún Hún segir svipaða þróun í framhaldsskólum en stelpur séu kvíðnari en áður og strákar leiðari og meira einmanna. Hægt sé að fara ýmsar leiðir til að auka vellíðan í skólum og ein þeirra sé að kenna börnum og starfsfólki núvitund en samkvæmt Lýðheilsustefnu velferðarráðuneytisins eigi að innleiða hana í leik-og grunnskóla. Verkefnið hófst á síðasta ári og taka nú þegar fimm grunnskólar þátt í því. Dóra segir fyrstu vísbendingar sýna að starfsfólki líði betur en áður. „Við erum að sjá einhverjar vísbendingar um það að þetta geti haft jákvæð áhrif þar og það er virkilega góðs viti og lofar góðu fyrir framhaldið,“ segir Dóra Guðrún. Hún segir hugmyndafræðina afar einfalda. „Núvitund er að vera til staðar í sátt við sjálfan sig án þess að dæma.“
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira