Varað við óvenjuháum öldum í Reynisfjöru Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2018 15:09 Reynisfjara er gífurlega vinsæll áfangastaður ferðamanna sem hingað koma til lands. Vísir/Friðrik Þór Mikill sjógangur gæti leitt til allt að sex til sjö metra hárra aldna í Reynisfjöru og fleiri fjörum sunnanlands á morgun. Veðurfræðingur segir spurningu um að loka fjörunum í öryggisskyni á meðan sjógangurinn er sem mestur. Óvenjuháar öldur gætu skollið á Reynisfjöru, Kirkjufjöru og víðar í Mýrdal snemma á morgun. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur sem vinnur fyrir Vegagerðina, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að ölduhæð eins og sú sem spáð er á morgun skelli yfirleitt ekki á ströndum nema hvasst sé á stóru hafsvæði. Í samtali við Vísi segir Einar jafnframt að svo mikil ölduhæð sé óvenjuleg fyrir þennan árstíma. „Við sjáum stundum á veturna úthafsöldu allt upp undir níu til tíu metra. Stundum nær hún landi en það er ekkert algengt. Það er helst í þessari suðvestanátt sem verður svona stórkostlegt brim við ströndina,“ segir hann. Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að skil sem gengu yfir landið í nótt hafi ýft upp öldur með sunnanátt langt sunnan úr hafi. Strekkingsvindur á morgun muni viðhalda sjóganginum fram eftir degi. Draga á úr vindinum annað kvöld og úr ölduganginum í kjölfarið. Hann gæti þó verið áfram viðloðandi fram á sunnudag. Í ljósi þess að enn er mikið af ferðafólki á ferð við ströndina veltir Einar fyrir sér hvort ástæða sé til þess að loka fjörunum fyrir umferð, að minnsta kosti fram yfir hádegi þar til mesti sjógangurinn er afstaðinn. „Ég held að það sé full ástæða til þess að láta allavegana vita af af þessu,“ segir hann. Veður Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Mikill sjógangur gæti leitt til allt að sex til sjö metra hárra aldna í Reynisfjöru og fleiri fjörum sunnanlands á morgun. Veðurfræðingur segir spurningu um að loka fjörunum í öryggisskyni á meðan sjógangurinn er sem mestur. Óvenjuháar öldur gætu skollið á Reynisfjöru, Kirkjufjöru og víðar í Mýrdal snemma á morgun. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur sem vinnur fyrir Vegagerðina, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að ölduhæð eins og sú sem spáð er á morgun skelli yfirleitt ekki á ströndum nema hvasst sé á stóru hafsvæði. Í samtali við Vísi segir Einar jafnframt að svo mikil ölduhæð sé óvenjuleg fyrir þennan árstíma. „Við sjáum stundum á veturna úthafsöldu allt upp undir níu til tíu metra. Stundum nær hún landi en það er ekkert algengt. Það er helst í þessari suðvestanátt sem verður svona stórkostlegt brim við ströndina,“ segir hann. Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að skil sem gengu yfir landið í nótt hafi ýft upp öldur með sunnanátt langt sunnan úr hafi. Strekkingsvindur á morgun muni viðhalda sjóganginum fram eftir degi. Draga á úr vindinum annað kvöld og úr ölduganginum í kjölfarið. Hann gæti þó verið áfram viðloðandi fram á sunnudag. Í ljósi þess að enn er mikið af ferðafólki á ferð við ströndina veltir Einar fyrir sér hvort ástæða sé til þess að loka fjörunum fyrir umferð, að minnsta kosti fram yfir hádegi þar til mesti sjógangurinn er afstaðinn. „Ég held að það sé full ástæða til þess að láta allavegana vita af af þessu,“ segir hann.
Veður Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira