Ekki liggur fyrir hvenær Spölur hættir gjaldtöku í göngin Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2018 12:55 Opnað var fyrir umferð um Hvalfjarðargöng í júlí árið 1998. Vísir/Pjetur Ekki liggur fyrir nákvæm tímasetning á því hvenær Spölur ehf. hættir gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin. Rekstrarfélagið gaf út í júní að hætt yrði að rukka í september og tímasetningin myndi liggja fyrir í ágúst. Nú á síðasta degi ágúst mánaðar liggur það ekki fyrir en stefnt er á að hætta gjaldtöku síðla í september mánuði. Spölur ehf. er eigandi ganganna en mun afhenda ríkinu göngin í september mánuði. Forsvarsmenn Spalar sátu fund með starfsmönnum fjármála- og samgönguráðuneytanna í morgun þar sem framhaldið var rætt. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir í samtali við vísi að enn sé verið að ræða útfærslu á því hvernig göngin verða afhent. Spölur þurfi að fá staðfestingu á tvennu, annars vegar hvernig uppgjörsmálum verður háttað og hitt atriðið snýr að því hvernig ástandi göngunum verður skilað í. Þær viðræður eru langt komnar að sögn Gísla og er verið að vinna úttekt á ástandi ganganna. „Það verður hætt að rukka síðla í september, nema eitthvað sérstakt komi upp á sem við erum í sjálfu sér ekki að reikna með,“ segir Gísli. Hann segir Spöl ekki hafa heimild til að rukka eins lengi og fyrirtækinu sýnist, fram að þeim degi sem ríkið tekur göngin yfir. „Í rauninni höfum við bara heimild til að innheimta veggjald fyrir ákveðnum kostnaði samkvæmt samningi frá árinu 1995. Að því gefnu að það sé enginn ófyrirséður annar kostnaður þá sýnist okkur að þetta standi áfram, það er að hætta gjaldtöku síðla í september. Það snýr að okkur að negla niður daginn og það styttist í að það verði hægt að negla niður akkúrat klukkan hvað gjaldtökunni verður hætt,“ segir Gísli. Hvalfjarðargöng Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira
Ekki liggur fyrir nákvæm tímasetning á því hvenær Spölur ehf. hættir gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin. Rekstrarfélagið gaf út í júní að hætt yrði að rukka í september og tímasetningin myndi liggja fyrir í ágúst. Nú á síðasta degi ágúst mánaðar liggur það ekki fyrir en stefnt er á að hætta gjaldtöku síðla í september mánuði. Spölur ehf. er eigandi ganganna en mun afhenda ríkinu göngin í september mánuði. Forsvarsmenn Spalar sátu fund með starfsmönnum fjármála- og samgönguráðuneytanna í morgun þar sem framhaldið var rætt. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir í samtali við vísi að enn sé verið að ræða útfærslu á því hvernig göngin verða afhent. Spölur þurfi að fá staðfestingu á tvennu, annars vegar hvernig uppgjörsmálum verður háttað og hitt atriðið snýr að því hvernig ástandi göngunum verður skilað í. Þær viðræður eru langt komnar að sögn Gísla og er verið að vinna úttekt á ástandi ganganna. „Það verður hætt að rukka síðla í september, nema eitthvað sérstakt komi upp á sem við erum í sjálfu sér ekki að reikna með,“ segir Gísli. Hann segir Spöl ekki hafa heimild til að rukka eins lengi og fyrirtækinu sýnist, fram að þeim degi sem ríkið tekur göngin yfir. „Í rauninni höfum við bara heimild til að innheimta veggjald fyrir ákveðnum kostnaði samkvæmt samningi frá árinu 1995. Að því gefnu að það sé enginn ófyrirséður annar kostnaður þá sýnist okkur að þetta standi áfram, það er að hætta gjaldtöku síðla í september. Það snýr að okkur að negla niður daginn og það styttist í að það verði hægt að negla niður akkúrat klukkan hvað gjaldtökunni verður hætt,“ segir Gísli.
Hvalfjarðargöng Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira