Arnór verður ekki eini Íslendingurinn hjá félaginu því þar tekur á móti honum landsliðsbakvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon bauð Arnór velkominn með Víkingaklappi á Twitter-síðu CSKA Moskvu í dag eins og sjá má hér fyrir neðan (Færslunni hefur verið eytt).
Viking is coming home! pic.twitter.com/a3LVMj58nQ
— ПФК ЦСКА Москва (@pfc_cska) August 31, 2018
„Aron, velkominn til okkar,“ segir Hörður Björgvin og bendir á CSKA-merkið. Hörður virðist þar aðeins ruglast á nafni landa síns enda heitir strákurinn Arnór en ekki Aron.
Hörður Björgvin áttaði sig á mistökunum og reyndi aftur eins og sjá má hér fyrir neðan. Taka tvö eins og hann orðaði það sjálfur.
Viking is coming home! pic.twitter.com/Xy5Yg2AxiH
— PFC CSKA Moscow (@PFCCSKA_en) August 31, 2018
Arnór Sigurðsson skrifaði undir fimm ára samning við CSKA Moskvu en Hörður Björgvin skrifaði sjálfur undir fjögurra ára samaning í júlí síðastliðnum.
Hörður Björgvin er 25 ára gamall og búinn að vinna sér fast sæti í íslenska landsliðinu en Arnór hélt upp á 19 ára afmælið sitt í maí.