Jón Dagur Þorsteinsson, unglingalandsliðsmaður í fótbolta, hefur verið lánaður frá enska úrvalsdeildarliðinu Fulham til Vendyssel í dönsku úrvalsdeildinni, samkvæmt heimildum Bold.dk.
Jón Dagur, sem er aðeins 19 ára gamall, hefur verið einn besti leikmaður varaliðs Fulham undanfarin misseri en ekki enn þá fengið tækifæri með aðalliðinu sem komst upp úr B-deildinni í úrvalsdeildina síðastliðið vor.
Hann þarf nú að fara að spila reglulega meistaraflokksbolta og fær tækifæri til þess í dönsku úrvalsdeildinni með nýliðum Vendyssel sem eru í ellefta sæti af fjórtán liðum eftir sjö umferðir.
Jón Dagur er uppalinn hjá HK en fór til Fulham fyrir þremur árum síðan. Hann er fastamaður í U21 árs landsliði Íslands og á í heildina að baki 29 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Jón Dagur lánaður til Danmerkur
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur
Íslenski boltinn

