Starfsmenn WOW beðnir um að eyða myndum af "hryllilegri“ árás í starfsmannagleði Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2018 18:01 Flugvél WOW air á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Alvarleg líkamsárás átti sér stað í gleðskap starfsmannafélags flugfélagsins WOW Air á Hard Rock í Lækjargötu í Reykjavík síðastliðið föstudagskvöld. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í samtali við Vísi að árásin hafi verið tilefnislaus en gerandinn var starfsmaður félagsins sem látið hefur af störfum. Greint var frá árásinni í dagbók lögreglu sem send var á fjölmiðla síðastliðinn laugardagsmorgun en þar kom fram að tilkynnt hefði verið um árás á veitingahúsi við Lækjargötu. Var sá sem fyrir árásinni varð sagður með áverka á höfði og að hann hefði verið fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Var árásarmaðurinn handtekinn og vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Er sá sem fyrir árásinni varð sagður flugmaður hjá WOW air en gerandinn flugþjónn sem hefur látið af störfum.Lögreglan var kölluð á vettvang.Vísir/VilhelmStarfsmenn flugfélagsins fengu allir tölvupóst frá flugfélaginu um helgina þar sem árásin var rædd og greint frá líðan þess sem fyrir henni varð. Í póstinum kemur fram að margir hefði orðið vitni að þessari „hryllilegu“ og „skyndilegu“ árás og að margir hefðu haft áhyggjur eftir hana. Er þessi hegðun sögð langt frá gildum WOW air og að hún verði aldrei liðin. Starfsmaðurinn sem varð fyrir árásinni varði nóttinni á sjúkrahúsi en var útskrifaður um morguninn og sagður á batavegi. Er öllum þeim þakkað sem hjálpuðu starfsmanninum sem varð fyrir árásinni. Þá er minnst á að margir hafi myndir af árásinni á símum sínum. Eru þeir beðnir um að sýna starfsmanninum sem varð fyrir árásinni að starfsmenn WOW air séu ein heild með því að eyða myndunum og er á það minnt að lögreglan hafi öll þau sönnunargögn sem til þarf. Samkvæmt heimildum Vísis á árásarmaðurinn að hafa dregið fram matardisk og lamið starfsmanninn í höfuðið með honum. Við það skarst starfsmaðurinn illa á höfði og hálsi og var mikið blóð á vettvangi að sögn sjónarvotta. Fréttir af flugi Lögreglumál Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Alvarleg líkamsárás átti sér stað í gleðskap starfsmannafélags flugfélagsins WOW Air á Hard Rock í Lækjargötu í Reykjavík síðastliðið föstudagskvöld. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í samtali við Vísi að árásin hafi verið tilefnislaus en gerandinn var starfsmaður félagsins sem látið hefur af störfum. Greint var frá árásinni í dagbók lögreglu sem send var á fjölmiðla síðastliðinn laugardagsmorgun en þar kom fram að tilkynnt hefði verið um árás á veitingahúsi við Lækjargötu. Var sá sem fyrir árásinni varð sagður með áverka á höfði og að hann hefði verið fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Var árásarmaðurinn handtekinn og vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Er sá sem fyrir árásinni varð sagður flugmaður hjá WOW air en gerandinn flugþjónn sem hefur látið af störfum.Lögreglan var kölluð á vettvang.Vísir/VilhelmStarfsmenn flugfélagsins fengu allir tölvupóst frá flugfélaginu um helgina þar sem árásin var rædd og greint frá líðan þess sem fyrir henni varð. Í póstinum kemur fram að margir hefði orðið vitni að þessari „hryllilegu“ og „skyndilegu“ árás og að margir hefðu haft áhyggjur eftir hana. Er þessi hegðun sögð langt frá gildum WOW air og að hún verði aldrei liðin. Starfsmaðurinn sem varð fyrir árásinni varði nóttinni á sjúkrahúsi en var útskrifaður um morguninn og sagður á batavegi. Er öllum þeim þakkað sem hjálpuðu starfsmanninum sem varð fyrir árásinni. Þá er minnst á að margir hafi myndir af árásinni á símum sínum. Eru þeir beðnir um að sýna starfsmanninum sem varð fyrir árásinni að starfsmenn WOW air séu ein heild með því að eyða myndunum og er á það minnt að lögreglan hafi öll þau sönnunargögn sem til þarf. Samkvæmt heimildum Vísis á árásarmaðurinn að hafa dregið fram matardisk og lamið starfsmanninn í höfuðið með honum. Við það skarst starfsmaðurinn illa á höfði og hálsi og var mikið blóð á vettvangi að sögn sjónarvotta.
Fréttir af flugi Lögreglumál Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira