Segir Svíþjóðardemókrata í oddastöðu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. september 2018 13:05 Það kemur í ljós í kvöld hvernig flokkarnir skipta með sér þingsætum í Svíþjóð. Vísir/Elín Margrét Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við háskólann í Malmö, segir framgang Svíþjóðardemókrata hafa verið einkennandi fyrir kosningabaráttuna að þessu sinni. Aðrir flokkar hafi jafnvel reynt að taka upp svipaða orðræðu og Svíþjóðardemókratar í málefnum flóttamanna til að reyna að veiða fylgi til baka. „Það hefur ekki gengið eftir því að bæði jafnaðarmenn, með forsætisráðherrann Stefan Löfven í fararbroddi, og hófsamir hægrimenn, sem að eru venjulega næst stærsti flokkurinn hérna í Svíþjóð, eru í sögulegu lágmarki fylgislega séð og það lítur út fyrir að þeir fái mun minna upp úr kjörkössunum heldur en í kosningunum 2014,“ segir Gunnhildur.Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Malmö.Ljósmynd/aðsendAllt stefnir því í spennandi kosningar en samkvæmt skoðanakönnunum er mjög mjótt á munum og munar aðeins um einu til 1-2% á fylgi blokkanna tveggja, annars vegar ríkisstjórnarinnar og stuðningsflokka og borgaralegu flokkanna fjögurra í stjórnarandstöðu hins vegar. Erfitt gæti verið að mynda ríkisstjórn.Fyrstu tölur berast snemma „Það sem er athyglisvert er að Svíþjóðardemókratarnir eru orðnir það stórir að þeir eru orðnir næst stærsti flokkurinn hérna í Svíþjóð samkvæmt könnunum og þeir eru þá í fyrsta lagi í oddastöðu því að þeir tilheyra hvorugri blokkinni og við getum sagt að þeir eru orðnir það stórir að þeir eru eigin blokk í raun og veru þannig að pólitíska landslagið í Svíþjóð breytist talsvert með þessum kosningum í ár,“ útskýrir Gunnhildur. Ekki sé þó líklegt að Svíþjóðardemókratarnir setjist í ríkisstjórn en þeir geta verið áhrifamiklir á þinginu. Hinir flokkarnir munu ekki komast hjá því að vinna með þeim þar sem hefð er fyrir minnihlutastjórnum í Svíþjóð en samþykkt fjárlaga í nóvember verður fyrsta stóra verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Þá hafa Svíþjóðardemókratar einnig látið til sín taka á sveitarstjórnastiginu þar sem þeir hafa aukið umsvif sín en einnig er kosið til sveitarstjórna í dag. Kjörstaðir loka klukkan átta í kvöld eða klukkan sex að íslenskum tíma. Búast má við að fyrstu tölur berist um svipað leiti eða jafnvel fyrr. „Almennt er kjörsókn mjög góð hérna í Svíþjóð og hún verður það alveg örugglega í ár. Það er mikil pólitísk gerjun og það er mikill aktívismi og við getum sagt að stór hluti kjósenda heldur niðri í sér andanum og bíður eftir úrslitunum,“ segir Gunnhildur. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar ganga til kosninga Úrslitin gætu orðið óvænt því um 20% Svía eiga eftir að gera upp hug sinn. 9. september 2018 10:47 Óvissan allsráðandi fyrir kosningarnar Landslagið í sænskum stjórnmálum er gjörbreytt eftir stökk Svíþjóðardemókrata. Þrír flokkar leiða kapphlaupið um að verða stærsti flokkur landsins. 8. september 2018 08:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við háskólann í Malmö, segir framgang Svíþjóðardemókrata hafa verið einkennandi fyrir kosningabaráttuna að þessu sinni. Aðrir flokkar hafi jafnvel reynt að taka upp svipaða orðræðu og Svíþjóðardemókratar í málefnum flóttamanna til að reyna að veiða fylgi til baka. „Það hefur ekki gengið eftir því að bæði jafnaðarmenn, með forsætisráðherrann Stefan Löfven í fararbroddi, og hófsamir hægrimenn, sem að eru venjulega næst stærsti flokkurinn hérna í Svíþjóð, eru í sögulegu lágmarki fylgislega séð og það lítur út fyrir að þeir fái mun minna upp úr kjörkössunum heldur en í kosningunum 2014,“ segir Gunnhildur.Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Malmö.Ljósmynd/aðsendAllt stefnir því í spennandi kosningar en samkvæmt skoðanakönnunum er mjög mjótt á munum og munar aðeins um einu til 1-2% á fylgi blokkanna tveggja, annars vegar ríkisstjórnarinnar og stuðningsflokka og borgaralegu flokkanna fjögurra í stjórnarandstöðu hins vegar. Erfitt gæti verið að mynda ríkisstjórn.Fyrstu tölur berast snemma „Það sem er athyglisvert er að Svíþjóðardemókratarnir eru orðnir það stórir að þeir eru orðnir næst stærsti flokkurinn hérna í Svíþjóð samkvæmt könnunum og þeir eru þá í fyrsta lagi í oddastöðu því að þeir tilheyra hvorugri blokkinni og við getum sagt að þeir eru orðnir það stórir að þeir eru eigin blokk í raun og veru þannig að pólitíska landslagið í Svíþjóð breytist talsvert með þessum kosningum í ár,“ útskýrir Gunnhildur. Ekki sé þó líklegt að Svíþjóðardemókratarnir setjist í ríkisstjórn en þeir geta verið áhrifamiklir á þinginu. Hinir flokkarnir munu ekki komast hjá því að vinna með þeim þar sem hefð er fyrir minnihlutastjórnum í Svíþjóð en samþykkt fjárlaga í nóvember verður fyrsta stóra verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Þá hafa Svíþjóðardemókratar einnig látið til sín taka á sveitarstjórnastiginu þar sem þeir hafa aukið umsvif sín en einnig er kosið til sveitarstjórna í dag. Kjörstaðir loka klukkan átta í kvöld eða klukkan sex að íslenskum tíma. Búast má við að fyrstu tölur berist um svipað leiti eða jafnvel fyrr. „Almennt er kjörsókn mjög góð hérna í Svíþjóð og hún verður það alveg örugglega í ár. Það er mikil pólitísk gerjun og það er mikill aktívismi og við getum sagt að stór hluti kjósenda heldur niðri í sér andanum og bíður eftir úrslitunum,“ segir Gunnhildur.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar ganga til kosninga Úrslitin gætu orðið óvænt því um 20% Svía eiga eftir að gera upp hug sinn. 9. september 2018 10:47 Óvissan allsráðandi fyrir kosningarnar Landslagið í sænskum stjórnmálum er gjörbreytt eftir stökk Svíþjóðardemókrata. Þrír flokkar leiða kapphlaupið um að verða stærsti flokkur landsins. 8. september 2018 08:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Svíar ganga til kosninga Úrslitin gætu orðið óvænt því um 20% Svía eiga eftir að gera upp hug sinn. 9. september 2018 10:47
Óvissan allsráðandi fyrir kosningarnar Landslagið í sænskum stjórnmálum er gjörbreytt eftir stökk Svíþjóðardemókrata. Þrír flokkar leiða kapphlaupið um að verða stærsti flokkur landsins. 8. september 2018 08:00