Óvissan allsráðandi fyrir kosningarnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. september 2018 08:00 Landslagið í sænskum stjórnmálum er gjörbreytt eftir stökk Svíþjóðardemókrata. Vísir/AP Þingkosningar í Svíþjóð fara fram á morgun. Sé eitthvað að marka skoðanakannanir í aðdraganda þeirra mun landslagið í sænskum stjórnmálum breytast til muna. Óvissan er þó nokkur en nýjustu skoðanakannanir benda til þess að tæplega þrír af hverjum tíu hafi ekki gert upp hug sinn. Þrír flokkar eru líklegastir til að vera stærsti flokkurinn þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Flest bendir til þess að Sósíaldemókrataflokkurinn, sem forsætisráðherrann Stefan Löfven fer fyrir, muni verða stærstur. Sömu kannanir benda hins vegar til að flokkurinn muni tapa tæplega fjórðungi fylgis síns frá kosningunum fyrir fjórum árum. Verði það raunin verður það versta kosning flokksins frá árinu 1912. Jafnaðarmenn hafa setið í minnihlutastjórn undanfarið með Græningjum. Að óbreyttu verða hinir umdeildu Svíþjóðardemókratar hástökkvarar kosninganna. Flokkurinn fékk tæp þrettán prósent síðast en hefur undanfarið mælst með á bilinu 17-20 prósent. Hægriflokkurinn, Moderaterna, mælist á svipuðu bili og Svíþjóðardemókratar. Á kjörtímabilinu sem brátt er á enda hafa átta flokkar skipt á milli sín þingsætunum 349 sem í boði eru. Til að fá þingsæti úthlutað þurfa flokkar annaðhvort að ná fjögurra prósenta kjörfylgi á landsvísu eða tólf prósentum í stöku kjördæmi. Möguleiki er á að tveir flokkar gætu farið niður fyrir þröskuldinn. Um miðjan síðasta mánuð mældust Kristilegir demókratar með rúmlega þriggja prósenta fylgi en hafa í könnunum undanfarið stokkið upp. Útlit er fyrir að þeir sleppi fyrir horn með um sex prósent. Meiri óvissa er um afdrif Græningja. Í könnun YouGov fyrir viku, sem þó er nokkuð á skjön við aðrar kannanir, mældist flokkurinn úti. Þá hefur það oft fylgt flokknum að fá eilítið færri atkvæði en kannanir segja til um. Það má fylgja sögunni að fyrir fjórum árum var könnun YouGov sú sem komst næst úrslitum kosninganna. Vinsældir Svíþjóðardemókrata hafa litað kosningabaráttuna mjög. Flokkurinn hefur verið hálfgert eyland í sænskum stjórnmálum og aðrir flokkar hafa forðast að starfa með honum. Flokkurinn er yfirlýstur andstæðingur veru Svíþjóðar í Evrópusambandinu og þá er flokkurinn harður í andstöðu sinni við innflytjendastefnu stjórnvalda. Innflytjendur og málefni þeirra hafa því verið í forgrunni. Umhverfis- og orkumál hafa einnig verið í brennidepli í kjölfar hitabylgju og þurrka í landinu í sumar. Staða uppistöðulóna í landinu er slæm og sá möguleiki fyrir hendi að flytja þurfi inn raforku í vetur. Helstu kandídatar í stól forsætisráðherra eru formenn stærstu flokkanna þriggja. Stjórnarmyndunarviðræður að kosningum loknum gætu reynst þrautaganga en líklegasta útkoman, miðað við kannanir undanfarið, er að Löfven muni mynda minnihlutastjórn. Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Vilja atkvæði um Swexit Tæp 70 prósent Svía eru fylgjandi aðild að Evrópusambandinu, ESB, samkvæmt könnun frá því í maí. 4. september 2018 07:00 Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna. 4. september 2018 20:45 „Getur reynst erfitt að eignast sænska vini“ Hlutfall innflytjenda í Malmö er umtalsvert hærra en í öðrum sænskum stórborgum en samkvæmt tölum frá borgaryfirvöldum í Malmö hefur þriðjungur allra íbúa fæðst í öðru landi en Svíþjóð. 7. september 2018 21:00 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Þingkosningar í Svíþjóð fara fram á morgun. Sé eitthvað að marka skoðanakannanir í aðdraganda þeirra mun landslagið í sænskum stjórnmálum breytast til muna. Óvissan er þó nokkur en nýjustu skoðanakannanir benda til þess að tæplega þrír af hverjum tíu hafi ekki gert upp hug sinn. Þrír flokkar eru líklegastir til að vera stærsti flokkurinn þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Flest bendir til þess að Sósíaldemókrataflokkurinn, sem forsætisráðherrann Stefan Löfven fer fyrir, muni verða stærstur. Sömu kannanir benda hins vegar til að flokkurinn muni tapa tæplega fjórðungi fylgis síns frá kosningunum fyrir fjórum árum. Verði það raunin verður það versta kosning flokksins frá árinu 1912. Jafnaðarmenn hafa setið í minnihlutastjórn undanfarið með Græningjum. Að óbreyttu verða hinir umdeildu Svíþjóðardemókratar hástökkvarar kosninganna. Flokkurinn fékk tæp þrettán prósent síðast en hefur undanfarið mælst með á bilinu 17-20 prósent. Hægriflokkurinn, Moderaterna, mælist á svipuðu bili og Svíþjóðardemókratar. Á kjörtímabilinu sem brátt er á enda hafa átta flokkar skipt á milli sín þingsætunum 349 sem í boði eru. Til að fá þingsæti úthlutað þurfa flokkar annaðhvort að ná fjögurra prósenta kjörfylgi á landsvísu eða tólf prósentum í stöku kjördæmi. Möguleiki er á að tveir flokkar gætu farið niður fyrir þröskuldinn. Um miðjan síðasta mánuð mældust Kristilegir demókratar með rúmlega þriggja prósenta fylgi en hafa í könnunum undanfarið stokkið upp. Útlit er fyrir að þeir sleppi fyrir horn með um sex prósent. Meiri óvissa er um afdrif Græningja. Í könnun YouGov fyrir viku, sem þó er nokkuð á skjön við aðrar kannanir, mældist flokkurinn úti. Þá hefur það oft fylgt flokknum að fá eilítið færri atkvæði en kannanir segja til um. Það má fylgja sögunni að fyrir fjórum árum var könnun YouGov sú sem komst næst úrslitum kosninganna. Vinsældir Svíþjóðardemókrata hafa litað kosningabaráttuna mjög. Flokkurinn hefur verið hálfgert eyland í sænskum stjórnmálum og aðrir flokkar hafa forðast að starfa með honum. Flokkurinn er yfirlýstur andstæðingur veru Svíþjóðar í Evrópusambandinu og þá er flokkurinn harður í andstöðu sinni við innflytjendastefnu stjórnvalda. Innflytjendur og málefni þeirra hafa því verið í forgrunni. Umhverfis- og orkumál hafa einnig verið í brennidepli í kjölfar hitabylgju og þurrka í landinu í sumar. Staða uppistöðulóna í landinu er slæm og sá möguleiki fyrir hendi að flytja þurfi inn raforku í vetur. Helstu kandídatar í stól forsætisráðherra eru formenn stærstu flokkanna þriggja. Stjórnarmyndunarviðræður að kosningum loknum gætu reynst þrautaganga en líklegasta útkoman, miðað við kannanir undanfarið, er að Löfven muni mynda minnihlutastjórn.
Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Vilja atkvæði um Swexit Tæp 70 prósent Svía eru fylgjandi aðild að Evrópusambandinu, ESB, samkvæmt könnun frá því í maí. 4. september 2018 07:00 Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna. 4. september 2018 20:45 „Getur reynst erfitt að eignast sænska vini“ Hlutfall innflytjenda í Malmö er umtalsvert hærra en í öðrum sænskum stórborgum en samkvæmt tölum frá borgaryfirvöldum í Malmö hefur þriðjungur allra íbúa fæðst í öðru landi en Svíþjóð. 7. september 2018 21:00 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Vilja atkvæði um Swexit Tæp 70 prósent Svía eru fylgjandi aðild að Evrópusambandinu, ESB, samkvæmt könnun frá því í maí. 4. september 2018 07:00
Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna. 4. september 2018 20:45
„Getur reynst erfitt að eignast sænska vini“ Hlutfall innflytjenda í Malmö er umtalsvert hærra en í öðrum sænskum stórborgum en samkvæmt tölum frá borgaryfirvöldum í Malmö hefur þriðjungur allra íbúa fæðst í öðru landi en Svíþjóð. 7. september 2018 21:00
Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00