Kominn til meðvitundar eftir stunguárás á framboðsfundi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2018 06:15 Bolsonaro á framboðsfundinum í gær. vísir/epa Jair Bolsonaro, frambjóðandi öfgahægrimanna í brasilísku forsetakosningum sem fram fara eftir mánuð, var stunginn á framboðsfundi sem hann kom fram á í ríkinu Minas Gerais í gær. Hann slasaðist alvarlega en er nú kominn til meðvitundar eftir stóra aðgerð sem hann undirgekkst á sjúkrahúsi í Rio de Janeiro. Bolsonaro er ansi umdeildur stjórnmálamaður en er þó með mest fylgi samkvæmt könnunum. Hann hefur vakið reiði margra samlanda sinna fyrir rasíska og hómófóbíska orðræðu og kalla margir Brasilíumenn hann hinn brasilíska Trump. Bolsonaro var í miðjum hópi stuðningsmanna sinna í gær þegar ráðist var hann. Árásarmaðurinn hljóp inn í þvöguna þar sem stuðningsmenn frambjóðandans báru hann á öxlunum til að fagna honum. Stakk hann svo Bolsonaro sem særðist alvarlega og missti mikið blóð. Þannig rauf stungan æð í kvið hans og olli öðrum innvortis meiðslum. Óljóst er hversu lengi Bolsonaro þarf að dvelja á spítalanum. Hann er á gjörgæslu og segja læknar hans ómögulegt að segja til um hvenær hann verði útskrifaður. Það gæti orðið eftir nokkra daga eða eftir nokkrar vikur. Myndbönd sem deilt var á samfélagsmiðlum sýndu augnablikið þegar Bolsonaro var stunginn. Hann veifar til stuðningsmanna sinna en grípur svo allt í einu um kviðinn í miklum sársauka. Bolsonaro var í skotheldu vesti innan undir stuttermabol sínum en hnífurinn gekk undir vestið. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem breska blaðið Guardian deilir af atvikinu en rétt er að vara við myndskeiðinu. Brasilía Tengdar fréttir Lula með forystu í könnunum þrátt fyrir spillingardóm Skoðanakannanir benda til þess að Lula da Silva hafi aukið forskot sitt á aðra frambjóðendur. Ólíklegt er þó talið að hann fái að bjóða sig fram. 20. ágúst 2018 15:29 Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Sjá meira
Jair Bolsonaro, frambjóðandi öfgahægrimanna í brasilísku forsetakosningum sem fram fara eftir mánuð, var stunginn á framboðsfundi sem hann kom fram á í ríkinu Minas Gerais í gær. Hann slasaðist alvarlega en er nú kominn til meðvitundar eftir stóra aðgerð sem hann undirgekkst á sjúkrahúsi í Rio de Janeiro. Bolsonaro er ansi umdeildur stjórnmálamaður en er þó með mest fylgi samkvæmt könnunum. Hann hefur vakið reiði margra samlanda sinna fyrir rasíska og hómófóbíska orðræðu og kalla margir Brasilíumenn hann hinn brasilíska Trump. Bolsonaro var í miðjum hópi stuðningsmanna sinna í gær þegar ráðist var hann. Árásarmaðurinn hljóp inn í þvöguna þar sem stuðningsmenn frambjóðandans báru hann á öxlunum til að fagna honum. Stakk hann svo Bolsonaro sem særðist alvarlega og missti mikið blóð. Þannig rauf stungan æð í kvið hans og olli öðrum innvortis meiðslum. Óljóst er hversu lengi Bolsonaro þarf að dvelja á spítalanum. Hann er á gjörgæslu og segja læknar hans ómögulegt að segja til um hvenær hann verði útskrifaður. Það gæti orðið eftir nokkra daga eða eftir nokkrar vikur. Myndbönd sem deilt var á samfélagsmiðlum sýndu augnablikið þegar Bolsonaro var stunginn. Hann veifar til stuðningsmanna sinna en grípur svo allt í einu um kviðinn í miklum sársauka. Bolsonaro var í skotheldu vesti innan undir stuttermabol sínum en hnífurinn gekk undir vestið. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem breska blaðið Guardian deilir af atvikinu en rétt er að vara við myndskeiðinu.
Brasilía Tengdar fréttir Lula með forystu í könnunum þrátt fyrir spillingardóm Skoðanakannanir benda til þess að Lula da Silva hafi aukið forskot sitt á aðra frambjóðendur. Ólíklegt er þó talið að hann fái að bjóða sig fram. 20. ágúst 2018 15:29 Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Sjá meira
Lula með forystu í könnunum þrátt fyrir spillingardóm Skoðanakannanir benda til þess að Lula da Silva hafi aukið forskot sitt á aðra frambjóðendur. Ólíklegt er þó talið að hann fái að bjóða sig fram. 20. ágúst 2018 15:29
Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26