Golf

Thomas Bjorn búinn að velja Ryder-lið Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ian Poulter með Ryder-bikarinn þegar Evrópa vann hann síðast árið 2014.
Ian Poulter með Ryder-bikarinn þegar Evrópa vann hann síðast árið 2014. Vísir/Getty
Thomas Bjorn, fyrirliði Evrópuúrvalsliðsins, í Ryderbikarnum hefur valið fjóra síðustu kylfingana í liðið sitt.

Ryder-bikarinn fer fram á Le Golf National golfvellinum í París og hefst 28. september næstkomandi. Bandaríska liðið á titil að verja.

Thomas Bjorn valdi Ian Poulter, Sergio Garcia, Paul Casey og Henrik Stenson í liðið.





Áður höfðu þeir Francesco Molinari, Justin Rose, Tyrrell Hatton, Tommy Fleetwood, Jon Rahm, Rory McIlroy, Alex Noren and Thorbjorn Olesen allir unnið sér sæti í liðinu með góðum árangri á mótum tímabilsins.

Ian Poulter er mikill reynslubolti í Ryder-bikarnum en hann hefur hjálpað Evrópuúrvalinu að vinna fjkórum sinnum. Hann var ekki með árið 2016 vegna meiðsla þegar Bandaríkjamenn unnu 17-11.

Bandaríska liðið hefur ekki unnið í Ryder-bikarinn í Evrópu síðan árið 1993.

Bandaríska liðið varð gert opinbert í gær en fyrirliðinn Jim Furyk tók þá Tiger Woods, Phil Mickelson og Bryson DeChambeau inn í liðið sitt. Áður höfðu Brooks Koepka, Dustin Johnson, Justin Thomas, Patrick Reed, Bubba Watson, Jordan Spieth, Rickie Fowler og Webb Simpson spilaði sig inn í liðið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×