Netflix-þáttaröð tekin upp við Skógafoss næstu daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2018 12:37 Frá Skógafossi. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun samþykkti umsókn streymisveitunnar Netflix um leyfi fyrir kvikmyndtökum þáttaraðarinnar Lost In Space við Skógafoss, Gullfoss og í fjöru vestan Dyrhólaeyjar. RÚV greindi fyrst frá málinu en umsögn Umhverfisstofnunar er aðgengileg á vefnum. Íslenska framleiðslufyrirtækið Pegasus sækir um leyfið en í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að tökur á umræddum stöðum eigi að standa yfir dagana 4.-7. september 2018. Um hundrað manns koma að verkefninu. Tökur við Skógafoss munu standa yfir tvo áðurnefndra daga, 6. og 7. september, þ.e. á morgun og hinn.Rýrir upplifun gesta við Skógafoss Kvikmyndatökurnar munu verða inni í vatnsúðanum frá fossinum, að því er fram kemur í umsókninni. Því er sótt um leyfi til að keyra sexhjól með kerru alveg upp að fossinum og þá þarf að setja 20 fermetra pall ofan í ána, sem festur er með fótum ofan í mölina. Gert er ráð fyrir að pallinum verði komið fyrir í kvöld en moka þarf til efninu í ánni til að festa flekann. Einnig verður stillans með stiga sett upp á bakkanum við Gullfoss auk þess sem takmarka þarf aðgengi gesta að tökusvæðinu. Í áhrifamati Umhverfisstofnunar segir að verkefnið sé til þess fallið að valda tímabundnum neikvæðum áhrifum við árbotn sunnan við Skógafoss. Þá muni það einnig hafa neikvæð áhrif á upplifun gesta á svæðinu. „Á hverjum degi koma þúsundir gesta að Skógafossi og ljóst er að verkefnið mun rýra upplifun þeirra gesta sem koma á svæðið þessa tvo daga sem tökurnar fara fram en flestir erlendir gestir koma að Skógafoss einungis einu sinni yfir ævina.“ Stofnunin telur hins vegar að framkvæmdin muni að öllum líkindum ekki hafa óásættanleg áhrif á dýralíf svæðisins. Umsóknin hefur því verið samþykkt, með ákveðnum skilyrðum sem útlistaðar eru í umsögn Umhverfisstofnunar.Netflix-serían Lost In Space fjallar um Robinson-fjölskylduna, sem brotlendir geimskipi sínu á fjarlægri plánetu. Þar þarf fjölskyldan að berjast fyrir lífi sínu og ýmsar hættur verða jafnframt á vegi þeirra. Með aðalhlutverk í þáttunum fara Molly Parker, Toby Stephens, Maxwell Jenkins og Taylor Russell. Serían hefur hingað til verið tekin upp í Kanada, samkvæmt upplýsingum á IMDB-síðu þáttanna. Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Tökur Game of Thrones fara fram á Suðurlandi Umfang takanna hér á landi að þessu sinni er ekki mjög mikið og eru flestir sem koma að henni íslenskir. 31. janúar 2018 16:56 Game of Thrones stjörnur mættar til vinnu á Íslandi Kit Harrington og Emilia Clarke sem leika aðalhlutverkin í þáttunum vinsælu Game of Thrones, eru stödd á Íslandi. 29. janúar 2018 17:43 Netflix þróar auglýsingar sem beint verður að áhorfendum Fyrirtækið leitar leiða til að hjálpa áskrifendum að finna nýtt efni hraðar. 19. ágúst 2018 22:42 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Sjá meira
Umhverfisstofnun samþykkti umsókn streymisveitunnar Netflix um leyfi fyrir kvikmyndtökum þáttaraðarinnar Lost In Space við Skógafoss, Gullfoss og í fjöru vestan Dyrhólaeyjar. RÚV greindi fyrst frá málinu en umsögn Umhverfisstofnunar er aðgengileg á vefnum. Íslenska framleiðslufyrirtækið Pegasus sækir um leyfið en í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að tökur á umræddum stöðum eigi að standa yfir dagana 4.-7. september 2018. Um hundrað manns koma að verkefninu. Tökur við Skógafoss munu standa yfir tvo áðurnefndra daga, 6. og 7. september, þ.e. á morgun og hinn.Rýrir upplifun gesta við Skógafoss Kvikmyndatökurnar munu verða inni í vatnsúðanum frá fossinum, að því er fram kemur í umsókninni. Því er sótt um leyfi til að keyra sexhjól með kerru alveg upp að fossinum og þá þarf að setja 20 fermetra pall ofan í ána, sem festur er með fótum ofan í mölina. Gert er ráð fyrir að pallinum verði komið fyrir í kvöld en moka þarf til efninu í ánni til að festa flekann. Einnig verður stillans með stiga sett upp á bakkanum við Gullfoss auk þess sem takmarka þarf aðgengi gesta að tökusvæðinu. Í áhrifamati Umhverfisstofnunar segir að verkefnið sé til þess fallið að valda tímabundnum neikvæðum áhrifum við árbotn sunnan við Skógafoss. Þá muni það einnig hafa neikvæð áhrif á upplifun gesta á svæðinu. „Á hverjum degi koma þúsundir gesta að Skógafossi og ljóst er að verkefnið mun rýra upplifun þeirra gesta sem koma á svæðið þessa tvo daga sem tökurnar fara fram en flestir erlendir gestir koma að Skógafoss einungis einu sinni yfir ævina.“ Stofnunin telur hins vegar að framkvæmdin muni að öllum líkindum ekki hafa óásættanleg áhrif á dýralíf svæðisins. Umsóknin hefur því verið samþykkt, með ákveðnum skilyrðum sem útlistaðar eru í umsögn Umhverfisstofnunar.Netflix-serían Lost In Space fjallar um Robinson-fjölskylduna, sem brotlendir geimskipi sínu á fjarlægri plánetu. Þar þarf fjölskyldan að berjast fyrir lífi sínu og ýmsar hættur verða jafnframt á vegi þeirra. Með aðalhlutverk í þáttunum fara Molly Parker, Toby Stephens, Maxwell Jenkins og Taylor Russell. Serían hefur hingað til verið tekin upp í Kanada, samkvæmt upplýsingum á IMDB-síðu þáttanna.
Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Tökur Game of Thrones fara fram á Suðurlandi Umfang takanna hér á landi að þessu sinni er ekki mjög mikið og eru flestir sem koma að henni íslenskir. 31. janúar 2018 16:56 Game of Thrones stjörnur mættar til vinnu á Íslandi Kit Harrington og Emilia Clarke sem leika aðalhlutverkin í þáttunum vinsælu Game of Thrones, eru stödd á Íslandi. 29. janúar 2018 17:43 Netflix þróar auglýsingar sem beint verður að áhorfendum Fyrirtækið leitar leiða til að hjálpa áskrifendum að finna nýtt efni hraðar. 19. ágúst 2018 22:42 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Sjá meira
Tökur Game of Thrones fara fram á Suðurlandi Umfang takanna hér á landi að þessu sinni er ekki mjög mikið og eru flestir sem koma að henni íslenskir. 31. janúar 2018 16:56
Game of Thrones stjörnur mættar til vinnu á Íslandi Kit Harrington og Emilia Clarke sem leika aðalhlutverkin í þáttunum vinsælu Game of Thrones, eru stödd á Íslandi. 29. janúar 2018 17:43
Netflix þróar auglýsingar sem beint verður að áhorfendum Fyrirtækið leitar leiða til að hjálpa áskrifendum að finna nýtt efni hraðar. 19. ágúst 2018 22:42