Frummælendur eru Ragna Sara Jónsdóttir og Rúnar Unnþórsson. Ragna mun fjalla um samfélagslega nýsköpun sem kröfu nýrrar kynslóðar og Rúnar mun fjalla um þátt verkfræðinnar í mótun nútíma samfélags, hlutverk verkfræðinnar í samfélagslegri nýsköpun og hvernig áherslur á samfélagsábyrgð hafa þróast innan verkfræðinnar.
Fundarstjóri er Hrund Gunnsteinsdóttir, þróunarfræðingur og stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs.