Auðvelt að komast úr landi þrátt fyrir farbann en staðsetningarbúnaður of dýr Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 4. september 2018 12:25 Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Dæmi eru um að menn í farbanni hafi flúið land, jafnvel þó að þeir hafi verið sviptir vegabréfi. Dómarar geta farið fram á að viðkomandi gangi með staðsetningarbúnað eða leggi fram tryggingu en það er nánast aldrei gert. Í gær var greint frá máli rúmlega þrítugs manns frá Írak sem sætti rannsókn fyrir nauðgun hér á landi en lét sig hverfa áður en honum var birt ákæra. Maðurinn var í farbanni en saksóknari sagði í samtali við fréttastofu í gær að það væri ekki alltaf mikil fyrirstaða. Árið 2012 var maður frá Litháen úrskurðaður í farbann vegna fíkniefnamáls en flúði land. Þá sendi lögreglan á Selfossi frá sér yfirlýsingu um að farbann væri á engan hátt jafn öruggt úrræði og látið hafi verið að liggja. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, tekur undir þau orð. Þrátt fyrir að flugvallarstarfsmenn og aðrir eigi að vera meðvitaðir um mál sé þessi sé umferðin mikil og reynslan sýni að ekki sé erfitt að komast úr landi þó að farbann sé í gildi. Í minnst einu tilviki hafi menn flúið þrátt fyrir að hafa afhent lögreglu vegabréf sín. Ólafur Helgi segir að í raun séu það dómarar sem ákveði hvernig þessum málum skuli háttað. Gæsluvarðhald sé langöruggasta úrræðið en vegna mannúðarsjónarmiða sé ekki alltaf hægt að grípa til þess. Ólafur segir að sennilega sé það kostnaður sem ráði því að ekki séu fleiri látnir bera staðsetningarbúnað á ökkla á meðan þeir séu í farbanni. Hann viti aðeins um eitt slíkt tilvik, það er Sindri Þór Sindrason sem var látinn bera ökklaband þegar hann kom heim eftir flóttann til Hollands. Annað úrræði, sem færri vita að er í boði, er að láta menn greiða tryggingu þegar þeir eru úrskurðaðir í farbann. Það er svipað og bandaríska kerfið sem margir þekkja úr bíómyndum. Ef þú brýtur gegn farbanninu eru peningarnir gerðir upptækir. Heimild er fyrir slíku í íslenskum lögum en Ólafur Helgi segist ekki muna eftir því að hún hafi verið nýtt í málum sem hann hefur haft aðkomu að. Lögreglumál Tengdar fréttir Í farbanni grunaður um nauðgun en komst samt úr landi Rúmlega þrítugur Íraki, sem er eftirlýstur af Interpol vegna nauðgunar á Íslandi, slapp úr landi þrátt fyrir að hann hafi verið í farbanni. Mjög erfitt er að koma í veg fyrir að menn með einbeittan brotavilji komist framhjá farbanni með því að villa á sér heimildir að sögn saksóknara. 3. september 2018 13:47 Ferðamaður grunaður um nauðgun úrskurðaður í farbann Erlendur ferðamaður hefur verið úrskurðaður í farbann til 22. október næstkomandi að kröfu lögreglunnar á Vesturlandi. Maðurinn er grunaður um nauðgun og sat hann í gæsluvarðhaldi þangað til í gær en var sleppt úr haldi. 30. ágúst 2018 17:14 Sindri Þór áfram í farbanni Landsréttur hefur staðfest farbann yfir Sindra Þór Stefánssyni þar til dómur fellur í máli hans en þó ekki lengur en til 26. október. 30. ágúst 2018 14:56 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Dæmi eru um að menn í farbanni hafi flúið land, jafnvel þó að þeir hafi verið sviptir vegabréfi. Dómarar geta farið fram á að viðkomandi gangi með staðsetningarbúnað eða leggi fram tryggingu en það er nánast aldrei gert. Í gær var greint frá máli rúmlega þrítugs manns frá Írak sem sætti rannsókn fyrir nauðgun hér á landi en lét sig hverfa áður en honum var birt ákæra. Maðurinn var í farbanni en saksóknari sagði í samtali við fréttastofu í gær að það væri ekki alltaf mikil fyrirstaða. Árið 2012 var maður frá Litháen úrskurðaður í farbann vegna fíkniefnamáls en flúði land. Þá sendi lögreglan á Selfossi frá sér yfirlýsingu um að farbann væri á engan hátt jafn öruggt úrræði og látið hafi verið að liggja. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, tekur undir þau orð. Þrátt fyrir að flugvallarstarfsmenn og aðrir eigi að vera meðvitaðir um mál sé þessi sé umferðin mikil og reynslan sýni að ekki sé erfitt að komast úr landi þó að farbann sé í gildi. Í minnst einu tilviki hafi menn flúið þrátt fyrir að hafa afhent lögreglu vegabréf sín. Ólafur Helgi segir að í raun séu það dómarar sem ákveði hvernig þessum málum skuli háttað. Gæsluvarðhald sé langöruggasta úrræðið en vegna mannúðarsjónarmiða sé ekki alltaf hægt að grípa til þess. Ólafur segir að sennilega sé það kostnaður sem ráði því að ekki séu fleiri látnir bera staðsetningarbúnað á ökkla á meðan þeir séu í farbanni. Hann viti aðeins um eitt slíkt tilvik, það er Sindri Þór Sindrason sem var látinn bera ökklaband þegar hann kom heim eftir flóttann til Hollands. Annað úrræði, sem færri vita að er í boði, er að láta menn greiða tryggingu þegar þeir eru úrskurðaðir í farbann. Það er svipað og bandaríska kerfið sem margir þekkja úr bíómyndum. Ef þú brýtur gegn farbanninu eru peningarnir gerðir upptækir. Heimild er fyrir slíku í íslenskum lögum en Ólafur Helgi segist ekki muna eftir því að hún hafi verið nýtt í málum sem hann hefur haft aðkomu að.
Lögreglumál Tengdar fréttir Í farbanni grunaður um nauðgun en komst samt úr landi Rúmlega þrítugur Íraki, sem er eftirlýstur af Interpol vegna nauðgunar á Íslandi, slapp úr landi þrátt fyrir að hann hafi verið í farbanni. Mjög erfitt er að koma í veg fyrir að menn með einbeittan brotavilji komist framhjá farbanni með því að villa á sér heimildir að sögn saksóknara. 3. september 2018 13:47 Ferðamaður grunaður um nauðgun úrskurðaður í farbann Erlendur ferðamaður hefur verið úrskurðaður í farbann til 22. október næstkomandi að kröfu lögreglunnar á Vesturlandi. Maðurinn er grunaður um nauðgun og sat hann í gæsluvarðhaldi þangað til í gær en var sleppt úr haldi. 30. ágúst 2018 17:14 Sindri Þór áfram í farbanni Landsréttur hefur staðfest farbann yfir Sindra Þór Stefánssyni þar til dómur fellur í máli hans en þó ekki lengur en til 26. október. 30. ágúst 2018 14:56 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Í farbanni grunaður um nauðgun en komst samt úr landi Rúmlega þrítugur Íraki, sem er eftirlýstur af Interpol vegna nauðgunar á Íslandi, slapp úr landi þrátt fyrir að hann hafi verið í farbanni. Mjög erfitt er að koma í veg fyrir að menn með einbeittan brotavilji komist framhjá farbanni með því að villa á sér heimildir að sögn saksóknara. 3. september 2018 13:47
Ferðamaður grunaður um nauðgun úrskurðaður í farbann Erlendur ferðamaður hefur verið úrskurðaður í farbann til 22. október næstkomandi að kröfu lögreglunnar á Vesturlandi. Maðurinn er grunaður um nauðgun og sat hann í gæsluvarðhaldi þangað til í gær en var sleppt úr haldi. 30. ágúst 2018 17:14
Sindri Þór áfram í farbanni Landsréttur hefur staðfest farbann yfir Sindra Þór Stefánssyni þar til dómur fellur í máli hans en þó ekki lengur en til 26. október. 30. ágúst 2018 14:56