Verkalýðsleiðtogar furða sig á vænum hagnaði Samherja Jakob Bjarnar skrifar 3. september 2018 16:03 Sólveig Anna hjá Eflingu rak upp stór augu í dag þegar fréttist af 77 milljarða hagnaði Samherjasamstæðunnar, þá í ljósi orða ráðamanna um takmarkað svigrúm. „Samherji skilaði góðri afkomu á síðasta ári eins og undanfarin ár. Svo góð niðurstaða er ekki sjálfgefin við núverandi aðstæður heldur afrakstur mikillar samvinnu starfsmanna Samherja sem og samstarfsaðila víðsvegar um heiminn. Við gleðjumst að sjálfsögðu yfir því,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja þegar ársuppgjör fyrir árið 2017 var kynnt að loknum aðalfundi.Svo segir í fréttatilkynningu sem Samherji hf birti á vefsíðu sinni í dag. Samanlagðar tekjur dóttur- og samstarfsfélaga í fimmtán löndum innan samstæðu Samherja, námu um 77 milljörðum króna. Þar er jafnframt greint frá því að eigendur Samherja ætli að greiða sér 1220 milljóna arð vegna rekstrarársins 2017. Hagnaðurinn nam 14,4 milljörðum í fyrra og rennur 8,5 prósent hans til hluthafa. Verkalýðsleiðtogar hafa lýst yfir furðu vegna þessa og velta fyrir sér því hvernig þetta megi vera á sama tíma og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir lítið sem ekkert svigrúm til launahækkana á vinnumarkaði. Meðal þeirra er Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.What? Aftur búið að finna svigrúm? Hvað er í gangi eiginlega? segir Sólveig Anna á Facebooksíðu sinni: „Mér finnst margt farið að benda til þess að best sé kannski að fara í svigrúmsmálum að ráðleggingum félaga Jesú sem sagði eins og frægt er orðið: Leitið og þér munuð finna. (Amen).“ Ljóst er að þessar fregnir, af glimrandi gengi Samherja, munu ekki verða til að sljákki í kröfugerð vegna lausra samninga á vinnumarkaði. Það stefnir í harðan vetur á þeim vettvangi en bæði Sólveig Anna hjá Eflingu, Ragnar Þór Ingólfsson hjá VR og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafa öll boðað að verkalýðsfélögin muni í engu slá af kröfum sínum. Og vísa þá til mikilla launahækkana meðal þeirra sem hæst hafa launin og ekki síst ákvörðunar kjararáðs um verulega afturvirka hækkun til þingheims og æðstu ráðamanna hins opinbera. Hörð kjarabarátta ljósmæðra gefur tóninn. Kjaramál Viðskipti Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
„Samherji skilaði góðri afkomu á síðasta ári eins og undanfarin ár. Svo góð niðurstaða er ekki sjálfgefin við núverandi aðstæður heldur afrakstur mikillar samvinnu starfsmanna Samherja sem og samstarfsaðila víðsvegar um heiminn. Við gleðjumst að sjálfsögðu yfir því,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja þegar ársuppgjör fyrir árið 2017 var kynnt að loknum aðalfundi.Svo segir í fréttatilkynningu sem Samherji hf birti á vefsíðu sinni í dag. Samanlagðar tekjur dóttur- og samstarfsfélaga í fimmtán löndum innan samstæðu Samherja, námu um 77 milljörðum króna. Þar er jafnframt greint frá því að eigendur Samherja ætli að greiða sér 1220 milljóna arð vegna rekstrarársins 2017. Hagnaðurinn nam 14,4 milljörðum í fyrra og rennur 8,5 prósent hans til hluthafa. Verkalýðsleiðtogar hafa lýst yfir furðu vegna þessa og velta fyrir sér því hvernig þetta megi vera á sama tíma og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir lítið sem ekkert svigrúm til launahækkana á vinnumarkaði. Meðal þeirra er Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.What? Aftur búið að finna svigrúm? Hvað er í gangi eiginlega? segir Sólveig Anna á Facebooksíðu sinni: „Mér finnst margt farið að benda til þess að best sé kannski að fara í svigrúmsmálum að ráðleggingum félaga Jesú sem sagði eins og frægt er orðið: Leitið og þér munuð finna. (Amen).“ Ljóst er að þessar fregnir, af glimrandi gengi Samherja, munu ekki verða til að sljákki í kröfugerð vegna lausra samninga á vinnumarkaði. Það stefnir í harðan vetur á þeim vettvangi en bæði Sólveig Anna hjá Eflingu, Ragnar Þór Ingólfsson hjá VR og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafa öll boðað að verkalýðsfélögin muni í engu slá af kröfum sínum. Og vísa þá til mikilla launahækkana meðal þeirra sem hæst hafa launin og ekki síst ákvörðunar kjararáðs um verulega afturvirka hækkun til þingheims og æðstu ráðamanna hins opinbera. Hörð kjarabarátta ljósmæðra gefur tóninn.
Kjaramál Viðskipti Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira